Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7291 svör fundust
Hvers vegna svitnar maður meira undir höndunum en annars staðar?
Sviti er þunnur vökvi sem útkirtlar í húðinni seyta út á yfirborð húðarinnar. Hann inniheldur vatn, sölt og úrgangsefni, til dæmis þvagefni. Styrkur uppleystra efna í svita er ekki nema einn áttundi af styrk þeirra í sama magni af þvagi sem er helsta leið líkamans til að losna við úrgangsefni sem myndast við efnas...
Af hverju eru hérar hafðir með í langhlaupum í frjálsum íþróttum?
Fyrir þá sem ekki vita er sá kallaður héri sem hleypur á undan keppendum í langhlaupi en tekur sjálfur ekki þátt í baráttunni um verðlaunasætin (þótt reyndar hafi það gerst að hérar klári hlaup og vinni). Nafnið fær hann auðvitað af samnefndu dýri sem þekkt er fyrir mikla spretthörku. Héranum er gert að halda uppi...
Er lambablóð í Guinness-bjór?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er notað lambablóð við bruggun á Guinness-bjór? Ef ekki, af hverju er hann þá svona járnríkur og hressandi?Flökkusögur spretta oft upp í kringum fyrirbæri sem almenningi er tíðrætt um. Það er einmitt raunin með dökka Guinness-bjórinn. Hann hefur verið bruggaður síðan 1759 og...
Eru fellibyljir alltaf skírðir kvenmannsnöfnum?
Fellibyljir eru bæði skírðir karl- og kvenmannsnöfnum, eins og sjá má með að rifja upp eyðilegginguna sem fellibyljirnir Mitch og Katrina ollu með nokkurra ára millibili í Bandaríkjunum. Reyndar er það rétt hjá spyrjandanum að þetta jafnrétti í nöfnum fellibylja hefur ekki alltaf ríkt, því á tímabili voru þeir aðe...
Hvað eru Nóbelsverðlaun og hverjir veita þau?
Nóbelsverðlaunin eru kennd við Svíann Alfred Nobel (1833-1896). Í erfðaskrá sinni er hann ritaði undir hinn 27. nóvember árið 1895 talar hann um verðlaun sem skulu veitt í fjórum greinum: bókmenntum, eðlisfræði, efnafræði og læknisfræði. Auk þess skulu veitt svokölluð friðarverðlaun. Í erfðaskránni tiltekur Nobel ...
Gæti týndur ferðamaður á jökli í blindbyl gert vart við sig með öflugum leysigeisla?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er öflugt leysiljós sýnilegt yfir einhverja marktæka vegalengd í gegnum snjóstorm? Dæmi: Ferðamaður upp á jökli týnist í blindbyl, hann er með öflugt leysiljós (1000mW+). Mundi björgunarsveitin sjá leysiljósið yfir einhverja marktæka vegalengd? Stutta svarið við þessar...
Hvað er rétttrúnaðarkirkja?
Leiðtogar kirkjunnar á fyrstu öldum kristninnar kölluðust patríarkar sem þýðir í raun eins konar æðstu biskupar. Sat einn í Róm, annar í Jerúsalem, sá þriðji í Antíokkíu og hinn fjórði í Konstantínópel þar sem nú heitir Ístanbúl. Stjórnaði hver sínu svæði Rómaveldis og þar með kirkjunnar. Patríarkinn í Róm nefn...
Hvað getur þú sagt mér um Tubifex-orma?
Tubifex-ánar eða röraánar eins og þeir hafa verið kallaðir á íslensku eru tegundir af flokki ána (e. oligochaeta). Kunnust þessara tegunda er Tubifex tubifex sem finnst í mjúkum leirbotni í ám og vötnum. Tubifex-ormar hafa óvenjumikið þol fyrir súrefnisbreytingum í vatni. Þeir geta lifað við mjög lágt súrefnish...
Hvað er orðið áfengi gamalt í málinu?
Orðið áfengi á sér gamlar rætur og er sýnilega tengt sögninni fá og forsetningunni á. Sagnarsambandið kemur enda fram í fornu máli í merkingu sem greinilega býr að baki nafnorðinu. Í orðabók Fritzners um fornmálið er tilgreint sambandið drykkr fær á e-n og vísað til þriggja heimilda því til staðfestingar. Sagn...
Hvaða rannsóknir hefur Davíð Ólafsson stundað?
Davíð Ólafsson er aðjúnkt í menningarfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að virkni bóklegrar miðlunar út frá sjónarhóli hversdagsmenningar og hugmyndum um atbeina (e. agency) og iðkun (e. practices). Í því efni hefur hann meðal annars beint sjónum að iðkun sjál...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hans Tómas Björnsson rannsakað?
Hans Tómas Björnsson er dósent í færsluvísindum (e. translational medicine) og barnalækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir klínískrar erfðafræði við Landspítala Háskólasjúkrahús. Hann er einnig dósent í barnalækningum og erfðafræði við Johns Hopkins-háskóla í Baltimore. Rannsóknir Hans Tómasar hafa snúið a...
Ég keypti vítissóda til sápugerðar fyrir 25 árum en nú er ég í vanda stödd, getið þið hjálpað mér?
Upprunalega spurningin hljóðað svona í heild sinni: Ég keypti 25 kg af vítissóda fyrir ca. 25 árum og hef notað hann til að gera sápur. (Það er ekki hægt að kaupa minna) fyrir 10 árum fór að bera á því að sápurnar urðu blakkar og jafnvel rauðbrúnar og þykknuðu fyrr en áður. En sápurnar voru samt í lagi. Ég hef...
Hvað hefur vísindamaðurinn Árni Kristjánsson rannsakað?
Árni Kristjánsson er prófessor við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Árni aðallega fengist við að skilja sjónkerfi mannsins og hvernig athygli og sjónskynjun vinna saman. Til þess hefur hann notað svartíma- og nákvæmnimælingar, rannsóknir á augnhreyfingum með háhraðaaugnhreyfingamælingum, taugasálfræðilega...
Hvað getið þið sagt mér um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi?
Þótt kvikmyndastjörnur og knattspyrnumenn hafi vakið athygli á götum Reykjavíkur og víðar um land sumarið 1919 voru þær ekki einu stjörnurnar sem aðdáun ungs fólks á Íslandi beindist að. Líklega var Davíð Stefánsson, ungt skáld norðan úr Eyjafirði, sá sem allra mestrar hylli naut. Fyrsta ljóðabók hans, Svartar fja...
Hver er uppruni íslenska spaðafaldsins eða skauts í íslenska faldbúningnum?
Spaðafaldurinn er frá seinni hluta 18. aldar. Á vef Þjóðbúningaráðs er honum lýst svona: Hann var úr hvítu lérefti sem var nælt með títuprjónum yfir pappa eða vír. Spaðinn var breiðastur fremst og mjókkaði aftur og niður í faldfótinn sem var festur við litla lérefts- eða prjónahúfu. Utan um faldfótinn og húfuna va...