Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3167 svör fundust
Á hverju og hvernig lifa sveppir?
Hér áður fyrr voru sveppir flokkaðir í ríki plantna, sennilega vegna náins samlífis plantna og sveppa. Sveppir eru hins vegar í grundvallaratriðum mjög frábrugðnir plöntum. Ólíkt plöntum eru þeir ófrumbjarga lífverur, það er þeir geta ekki ljóstillífað og myndað sína eigin næringu. Sveppir eru rotverur og næras...
Hvenær var söluskattur settur á vöru á Íslandi, hverjir gerðu það og hvers vegna?
Söluskattur var innheimtur hérlendis í einni eða annarri mynd frá árinu 1945, að undanskildum árunum 1946 og 1947, allt þar til virðisaukaskattur leysti hann af hólmi árið 1990. Það er því svokölluð Nýsköpunarstjórn, undir forsæti Ólafs Thors, sem var við völd þegar skatturinn var fyrst lagður á. Söluskattur og sí...
Af hverju má ekki gefa hnífa samkvæmt þjóðtrú?
Það er algeng hjátrú að hvorki megi gefa vinum sínum hníf né nokkurt annað eggvopn, það valdi ósamkomulagi, vinslitum eða því að menn meiði sig á hnífnum. Þess vegna verður að borga eitthvert smáræði fyrir hnífa, nálar og aðra oddhvassa hluti. Sérstaklega verða menn að gæta þess að gefa ekki slíkt í brúðargjafir. ...
Hvert er hlutverk seðlabankastjóra?
Stjórn Seðlabanka Íslands er í höndum þriggja manna sem allir eru titlaðir seðlabankastjórar. Þeir mynda svokallaða bankastjórn og er einn þeirra formaður stjórnarinnar. Bankastjórnin hefur yfirumsjón með rekstri bankans og fer með vald til ákvarðana í öllum málum hans nema annað sé tiltekið í lögum. Forsætisráðhe...
Er mikið C-vítamín í papriku?
Paprika er mjög góður C-vítamíngjafi. Í hverjum 100 g af grænni papriku eru um 100 mg af C-vítamíni og 145 mg í sama magni af rauðri papriku. Ráðlagður dagskammtur af C-vítamíni fyrir fullorðna er 75 mg en 30-50 mg fyrir börn á aldrinum 2-13 ára, því meira sem börnin eru eldri. Aðrir góðir C-vítamíngjafar er...
Hver er algengasti gjaldmiðill heims?
Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvað átt er við með „algengasti“. Sá gjaldmiðill sem mest er notaður í viðskiptum landa á milli er Bandaríkjadalur. Sá sem mest er til af bankainnstæðum og skuldabréfum í er evran og sá sem flestir einstaklingar nota í daglegum viðskiptum sínum er gjaldmiðill Kína, renmin...
Hvaða litlu, svörtu pöddur eru þetta sem sjást oft flögrandi um innandyra?
Erfitt er að greina skordýr útfrá skrifaði lýsingu einni saman, en líklega er þarna um að ræða húsamaur (Hypoponera punctatissima). Hann tilheyrir ættbálki æðvængja (Hymenoptera). Húsamaur er tiltölulega nýlegt meindýr hér á landi. Hans varð fyrst vart í gróðurhúsi árið 1956 og sást síðan ekki fyrr en 1974 þega...
Getur maður fengið HIV-veiruna við sjálfsfróun?
HIV-veiran berst á milli einstaklinga með sæði, leggangaslími og blóði. Smit getur átt sér stað við óvarðar samfarir konu og karls eða tveggja karla ef annar aðilinn er með veiruna. Einnig berst smit með sprautum eða sprautunálum sem mengaðar eru af HIV og við blóðgjöf ef blóðið er sýkt af veirunni. Smit getur lí...
Hvert er enska heitið á bergtegundinni líparít?
Líparít eða ljósgrýti kallast rhyolite á ensku. Í seinni tíð er farið að nefna það rhýólít eða ríólít á íslensku vegna þess að hið upprunalega líparít – kísilríkt gosberg á eynni Líparí norðan við Sikiley — hefur aðra efnasamsetningu en hið íslenska. Líparít er venjulega ljóst á lit, grátt, gulleit eða bleik...
Hvers konar fjöll eru Alparnir og hvernig urðu þau til?
Alparnir eru fellingafjöll en myndun slíkra fjalla er lýst í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig myndast fellingafjöll? Alparnir eru fellingafjöll sem mynduðust við að að Afríkuflekann rak til norðurs og þrýsti á Evrasíuflekann. Hugmyndir manna um myndun fellingafjalla hafa tekið nokkrum br...
Hvaðan fáum við kranavatnið?
Mest allt vatn sem fer til neyslu á Íslandi, eða rúmlega 95%, er ómeðhöndlað grunnvatn. Grunnvatn er vatn sem er neðanjarðar en neðan vissra marka eru allar holur og glufur í jarðlögum fylltar vatni. Grunnvatns er aflað úr lindum, borholum og brunnum. Þeir sem búa ekki svo vel að fá grunnvatn þegar þeir skrúfa ...
Af hverju rennur engin jökulá úr Snæfellsjökli?
Í riti sínu Enarrationes1 frá 1749 taldi Eggert Ólafsson Snæfellsjökul og Glámu merkilega lík fjöll. Bæði væru miklir jöklar en frá hvorugu runnu jökulár. Nú á dögum þykja þetta mjög ólík fjöll. Snæfellsjökull er jökultyppt eldkeila og meðal stæðilegustu eldfjalla landsins en Gláma er tiltölulega flöt háslétta úr ...
Hvað er orðið lýsi gamalt í málinu?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað er orðið lýsi gamalt í málinu og er það ekki almennt heiti um ákveðna vörutegund? Nú hefur fyrirtækið Lýsi, að sögn, tryggt sér einkaréttinn á vöruheitinu Lýsi um vörur sem eru lýsi og hótar öðrum málsókn sem nota það orð um vörur sem almenningur þekkir sem lýsi. ...
Hvað merkir heiti fjallsins Baulu í Borgarfirði?
Upprunalega Spurningin hljóðaði svona: Mér leikur forvitni á að vita hver er merking nafnsins á fjallinu Baulu í Borgarfirði. Örnefnið Baula er til á nokkrum stöðum í landinu: Baula í Borgarfirði, keilulaga fjall úr líparíti. Af því dregur orðið baulusteinn (= líparít) nafn sitt. Sker í Rifgirðingum ...
Hafa apar kímnigáfu?
Í stuttu máli „já“. Í náttúrunni sjáum við stríðni. Figan og systkyni hans voru meðal þeirra simpansa sem ég rannsakaði í Gombe í Tansaníu. Figan átti það til að ganga hring eftir hring í kringum tré, dragandi grein á eftir sér, á meðan hann fylgdist með yngri bróður sínum Flint elta sig. Flint var nýfarinn að gan...