Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6577 svör fundust
Hvað er það, þegar luntur er í einhverjum?
Orðabók Háskólans hefur engin dæmi um orðið luntur en ef til vill er hér átt við nafnorðið lunti. Lunti getur merkt 'lasleiki, vesöld', t.d. „Það hefur verið hálfgerður lunti í mér upp á síðkastið.“ En lunti getur einnig merkt 'fýla' eða 'geðvonska'. Þá er t.d. sagt: „Það er hálfgerður lunti í krakkanum,“ og ræðst...
Hvernig er sögnin að „vaxa” í 2. persónu et.?
Sennilegast er að sögnin að vaxa sé í 2.p.et. þú vex. Ég sagði „sennilegast” því að þær málfræðibækur sem ég leitaði til svöruðu ekki spurningunni. Svo virðist sem menn sneiði almennt hjá að nota sambandið því að í gagnasafni Orðabókar Háskólans var ekkert dæmi þar sem 2.p. kom fyrir. Í stórum textabanka, sem l...
Er ilmbjörk auðveld til ræktunar á melum landsins?
Svarið við spurningunni er já. Hins vegar er birki í eðli sínu nokkuð þurftafrek tegund hvað varðar næringarefni í jarðvegi ef hún á að ná sæmilegum vexti og melar eru yfirleitt mjög rýrir. Það er því líklegt að birki verði bæði seinvaxið og smávaxið á melum ef ekkert annað kemur til. Nauðsynlegt er því að nota á...
Hvenær eru upphrópunarmerki notuð og til hvers?
Í Stafsetningarorðabókinni, sem gefin var út 2006, segir um upphrópunarmerki:Upphrópunarmerki má setja á eftir einstökum orðum eða málsgreinum sem fela í sér upphrópun til að koma til skila fögnuði, skipun, kveðju, fyrirlitningu, undrun o.fl. (bls. 730).Dæmi sem gefin eru: Þvílík heppni!, Upp með hendur!, Góðan da...
Er ekki hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi?
Upprunalega spurningin var þessi: Í ljósi allra þeirrar tækni sem er til staðar í dag væri þá ekki auðveldlega hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi? Ef notkun seðla og myntar væri hætt og í staðinn yrðu aðeins leyfð rafræn viðskipti sem færu um miðlæga grunna væri þá ekki hægt að koma í veg fyrir nánast ...
Er nauðsynlegt að við varðveitum tungumál okkar eða er þetta óþörf fornaldardýrkun?
Spurningunni, eins og hún er orðuð, hvort það sé nauðsynlegt fyrir okkur íbúa þessa lands að tala íslensku eður ei, ætti í sjálfu sér að vera auðsvarað og það neitandi. Strangt tekið er það ekki samkvæmt neinu náttúrulögmáli heldur af sögulegum ástæðum og tilviljunum að við höfum talað þetta tungumál í hartnær tól...
Hvað getið þið sagt mér um óperur Mozarts?
Mozart (1756-1791) var tvímælalaust eitt helsta óperutónskáld sögunnar. Hæfileikar hans fólust ekki síst í óvenjulegu næmi á innra líf sögupersónanna, sem gerði honum kleift að semja tónlist sem speglar hræringar sálarinnar hverju sinni. Hann greinir persónur sínar að hvað stíl snertir og gefur þannig persónusköpu...
Hver er sjaldgæfasta myntin sem vitað er um?
Því miður er ekki líklegt að nokkur maður geti svarað þessari spurningu með þeim hætti sem spyrjandi hefur í huga, það er að segja með því að benda á tiltekinn pening. Margar aldir eru síðan menn tóku upp myntsláttu og síðan hafa verið slegnar ótal margar myntgerðir. Sumar þeirra eru horfnar með öllu og eru í þeim...
Hvað verður um endurnar á Tjörninni þegar þær drepast?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað verður um endurnar á Tjörninni þegar þær drepast? Vinnur einhver við að hreinsa upp hræin? Þegar fréttist af dauðum fuglum á Tjörninni taka Meindýravarnir borgarinnar að sér að fjarlægja hræin. Dauðar endur, gæsir og álftir eru afhentar Karli Skírnissyni líffræðingi á ...
Hvað eru til margar fisktegundir?
Ekki er hægt að svara þessari spurningu með fullri nákvæmni. Til dæmis geta einhverjar tegundir fiska verið ófundnar og aðrar útdauðar og eins eru ekki allir vísindamenn sammála um hvað eigi að kallast tegund og hvað sé einungis afbrigði af sömu tegund. Við getum þó gefið upp nokkrar tölur:Brjóskfiskar 800Beinf...
Af hverju er sagt um efnafólk að það sé loðið um lófana?
Uppruni þessa orðtaks er ókunnur en hugsanlega liggur að baki einhver saga sem nú er glötuð. Merkingin er ‘að vera vel efnaður’ og eru elstu dæmin í Orðabókar Háskólans um að vera loðinn um lófana frá því um og upp úr miðri 19. öld. Hugmyndin um auðæfi og loðna lófa er þó eldri. Það sést meðal annars af málshætti...
Af hverju heitir brunahani því nafni?
Orðið brunahani er tökuorð og bein þýðing á danska orðinu brandhane. Það þekkist í málinu frá lokum 19. aldar. Ein af merkingum orðsins hani í íslensku er ‘rennslisloki, ventill’ og er það sú merking sem kemur fram í brunahana. Slangan er tengd við rennslislokann og síðan skrúfað frá til þess að fá vatn í slönguna...
Hvað eru til mörg stjörnumerki í himinhvolfinu?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvernig urðu stjörnumerki til og hver fann þau upp? (Eva Ýr Óttarsdóttir f. 1988)Hvað er átt við þegar talað er um pólhverf stjörnumerki? (Hrönn Guðmundsdóttir f. 1985)Hvað eru til mörg stjörnumerki og hvernig verða þau til? (Anna Lilja Óskarsdóttir f. 1987)Hvernig er h...
Af hverju er öskudagur haldinn hátíðlegur?
Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Öskudagur hefur lengi verið mikilvægur í katólska kirkjuárinu og nafn hans er dregið af því að þá er sums staðar ösku dreift yfir höfuð kirkjugesta, og til þess notaður jafn...
Af hverju fær maður prófkvíða og hvernig getur maður losnað við hann?
Þegar fólk skynjar hættu eða ógn fer af stað ákveðið viðbragð í líkama þeirra. Þetta er stundum nefnt kvíðaviðbragð og því er ætlað að búa okkur undir líkamleg átök. Það er gott að búa yfir slíku viðbragði þegar einhver ræðst á mann eða þegar ljón reynir að éta mann. Þetta viðbragð er hins vegar miður gagnlegt ...