Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er áfengi lengi að fara úr líkamanum?
Þegar áfengis er neytt er um 20% alkóhólsins tekið upp í gegnum magavegginn og þaðan berst það hratt um allan líkamann með blóðrásinni. Þau 80% sem eftir standa eru hins vegar tekin upp í smáþörmunum og berast þaðan með portæðinni til lifrarinnar, en þar er alkóhólinu brennt. Aðeins lítill hluti alkóhólsins fe...
Er hægt að fæðast með tennur?
Tennur mannsins ganga í raun í gegnum 4 þroskunarstig: Það fyrsta hefst þegar á fósturstigi, en grunnefni tanna byrja að myndast þegar fóstrið er um það bil 6 vikna. Þegar fóstrið er um 3 - 4 mánaða fer glerungurinn að myndast utan um tennurnar. Þriðja stigið er þegar tennurnar koma upp í gegnum góminn eftir að ...
Hvað merkja litirnir í fána Álendinga?
Álandseyjar samanstanda af um það bil 6500 eyjum og skerjum á mörkum Eystrasalts og Helsingjabotns mitt á milli Finnlands og Svíþjóðar. Um 60 eyjanna eru í byggð. Sú stærsta heitir Áland og þar er höfuðborgin Maríuhöfn. Álendingar eru um 23.600 og búa flestir þeirra á Álandi. Álandseyjar eru sjálfsstjórnarsvæð...
Hvaða heimspekingur sagði að við getum ekki stigið tvisvar í sama lækinn?
Þessi heimspekingur hét Herakleitos eða Heraklítos og var frá borginni Efesos á vesturströnd Litlu-Asíu, skammt norðan við Míletos sem var mikil miðstöð mannlífs og fræða á þessum tíma. Efesos kemur talsvert við sögu í Nýja testamentinu og er núna fjölsóttur ferðamannastaður því að fornar leifar hennar hafa varðve...
Getum við lifað á Mars?
Eins og staðan er í dag geta menn ekki lifað á Mars og fátt sem bendir til þess að það muni breytast í fyrirsjáanlegri framtíð. Við komumst ekki af án súrefnis en í lofthjúp Mars er ekki að finna það súrefni sem þarf til þess að menn geti þrifist. Í svari Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvernig er lofthjú...
Brennir líkaminn hitaeiningum ef við hugsum mjög mikið?
Dagleg orkuþörf okkar fer eftir því hvað við gerum. Við þurfum orku til allrar starfsemi og hana fáum við úr orkuefnum í fæðunni en þau eru kolvetni, fita og prótín. Orkan sem við fáum úr fæðu er að mestu leyti (um 60%) notuð til að reka svokölluð grunnefnaskipti en til þeirra telst öll lífsnauðsynleg líkamsst...
Er eitthvað vatn í tönkum Perlunnar?
Perlan í Öskjuhlíðinni var vígð 21. júní árið 1991. Ingimundur Sveinsson arkitekt hannaði bygginguna. Tankar Perlunnar eru 6 talsins. Í þremur tankanna er 80°C heitt vatn sem bíður þess að vera sent út í dreifikerfi en í tveimur þeirra er bakrennslisvatn, um 30°C heitt. Í sjötta tankinum var sögusafn frá 2002-2014...
Snúast allar reikistjörnurnar rangsælis eins og jörðin?
Í sólkerfinu okkar eru átta reikistjörnur, þar af ferðast allar átta rangsælis á braut sinni um sólu en sex þeirra snúast rangsælis um möndul sinn. Reikistjörnurnar sem snúast ekki rangsælis um möndul sinn eru Venus og Úranus. Venus snýst réttsælis en Úranus liggur nánast á hlið með möndulhalla 98° frá lóðréttu. Þ...
Er það satt að maður komist í samband við anda í andaglasi?
Hugmyndin um andaglas er yfirnáttúrleg. Meginstef vísinda er hins vegar lögmál náttúru og samfélags og þess vegna geta vísindin lítið sagt um það sem sem er handan þeirra lögmála. Um þetta má lesa meira í svari við spurningunni Hvað segja vísindin um yfirnáttúrleg fyrirbæri? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur og Þ...
Er Keilir virkt eldfjall?
Í svari Snæbjörns Guðmundssonar við spurningunni: Hvernig varð fjallið Keilir til? segir þetta um fellið Keili: Nafn fellsins er augljóslega dregið af keilulaga lögun þess en öfugt við það sem halda mætti er Keilir þó ekki það sem kallað er eldkeila á fræðamáli jarðfræðinga. Eldkeilur, svo sem Snæfellsjökull og...
Voru rúnir alltaf ritaðar frá vinstri til hægri?
Öll spurningin hljóðaði svona: Voru rúnir alltaf ritaðar frá vinstri til hægri? Eru þekkt einhver dæmi um annað? Er vitað um einhverjar rúnir sem voru ritaðar í hring? Rúnir voru á elsta tímabilinu (frá um 200 til 800 e.Kr.) skrifaðar ýmist frá vinstri eða hægri. Ef þær voru skrifaðar frá hægri voru þær spe...
Hver er uppruni orðtaksins „Þar stendur hnífurinn í kúnni"?
Þetta orðatiltæki er notað til að lýsa aðstæðum þar sem allt situr fast eða þar sem ágreiningsatriði hamlar frekari framgöngu einhvers. Dæmi um notkun: „Búið er að semja um taxtahækkanir en ekki hefur náðst samkomulag um vaktaálag. Þar stendur hnífurinn í kúnni.” Elsta mynd orðatiltækisins er „Nú stendur hnífur...
Hvers virði var gamli ríkisdalurinn í íslenskum krónum? – Var munur á íslenskum og dönskum ríkisdal?
Árið 1875 var komið á laggirnar samnorrænu myntbandalagi. Norrænu ríkin þrjú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, ákváðu að hafa sameiginlega mynt, krónuna, sem að sjálfsögðu var jafnverðmikil í öllum þessum þrem löndum myntbandalagsins. Það hélst óbreytt fram að heimstyrjöldinni fyrri, 1914-1918. Fyrir myntbreytingun...
Eru einhverjar líkur á því að enn séu til ættbálkar frumbyggja sem hafa ekki fundist?
Mjög litlar líkur eru á því núorðið að einhver hópur fólks geti lifað í þess konar einangrun að hægt sé að telja hann „ófundinn“ eða „týndan“. Það er margt sem mælir gegn því. Landsvæði hafa víðast verið þaulkönnuð með tilliti til mögulegra auðlinda og trúboðar eru mjög kappsamir um að ná til fólks á afskekktum sv...
Hver er skilgreining ykkar á hugtakinu „náttúruréttur“?
Náttúruréttur er sú hugsun að þau gæði sem hafa náttúrulegt aðdráttarafl fyrir alla menn eigi að vera siðferðilegur grundvöllur þeirra laga sem yfirvöld setja. Svokölluð „náttúrulög“ eru þau boð eða fyrirmæli sem skynsemi okkar telur að sýni þessum gæðum rétta virðingu. Mannlegar athafnir eru dæmdar siðferðilega ...