Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2968 svör fundust

category-iconUmhverfismál

Hvernig er olía hreinsuð úr sjó, til dæmis eftir olíuslys?

Hafa skal í huga að mestur hluti þeirrar olíu sem berst í hafið kemur af landi og á það bæði við um tíðni og heildarmagn. Næst að tíðni og umfangi eru óhöpp sem verða við meðhöndlun olíu fyrir skip, bæði lestun og losun. Stærstu einstöku óhöppin sem vekja mesta athygli verða hins vegar þegar skip farast, stranda e...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvar endar alheimurinn og hvað er hann stór?

Stutta svarið er að þetta vitum við ekki til hlítar þó að við getum sagt ýmislegt um það. Kannski munum við aldrei geta skorið endanlega úr því hvort alheimurinn er endanlegur, óendanlegur eða endalaus. ------- Stærð og endimörk alheimsins hafa lengi vafist fyrir manninum. Það er þó ekki fyrr en á síðustu ár...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um ferð Þórs til Geirröðargarða í Snorra-Eddu?

Snorra-Edda er að miklu leyti á samtalsformi. Í þriðja hluta hennar sem nefnast Skáldskaparmál, segir Bragi, hið mikla skáld, frá ferð Þórs til Geirröðargarða. Þór var sterkastur ása og átti hann þrjá hagleiksgripi; hamarinn Mjölni, megingjarðirnar og járnglófana. Vegna þess hve skaftstuttur Mjölnir var þá þurf...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hversu langt upp í himininn drífur ljósið frá friðarsúlunni í Viðey?

Stutta svarið er að það eru engin sérstök takmörk á vegalengdinni. Ef við erum úti í geimnum en inni í ljósgeislanum og engin skýjahula er yfir ljósgjafanum sjáum við hann þaðan ýmist með berum augum eða með viðeigandi tækjum. Ef við erum með nógu góð tæki getum við "séð" eða skynjað ljósið býsna langt utan úr gei...

category-iconFornfræði

Var algengt að Forngrikkir ættu í ástarsamböndum við unga drengi?

Svarið er já en þó er að ýmsu að gæta. Í fyrsta lagi ber að hafa varann á þegar alhæft er um Forngrikki. Fornöld var langur tími. Frá ritun Hómerskviða um miðja 8. öld f.Kr. til loka fornaldar liðu rúmlega 1200 ár. Á þessum langa tíma héldust ekki öll viðhorf óbreytt. Heimildir okkar um Aþenu eru einnig miklu ríka...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er óhollt að borða rétt fyrir svefninn?

Ekki er talið ráðlegt að borða stóra og þunga máltíð rétt fyrir svefninn því það eykur líkur á meltingartuflunum og getur ruglað svefnmynstrið. Best er að borða kvöldmat að minnsta kosti tveimur tímum fyrir svefninn. Aftur á móti getur verið gott að fá sér létt snarl fyrir háttinn sem inniheldur amínósýruna tryptó...

category-iconVeðurfræði

Hvar á landinu hefur komið mest úrkoma?

Í þessum texta er eingöngu fjallað um mælingar á mönnuðum veðurstöðvum. Sjálfvirkum mælingum fjölgar nú ört og er úrvinnsla þeirra hafin. Hærri gildi en nefnd eru hér að neðan hafa ekki fundist enn, en þar sem mælum er nú að fjölga í fjalllendi má búast við því að met af ýmsu tagi fari að bætast við. Sérstaklega v...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um grindhvali?

Grindhvalur (Globicephala melas) eða marsvín eins og tegundin er líka kölluð, tilheyrir undirættbálki tannhvala (Odontoceti), ætt hafurhvela (Delphinidae) og ættkvísl grindhvala (Globicephala). Innan ættkvíslar grindhvala er ein önnur tegund, flipahvalur (Globicephala macrorhynchus) sem hefur suðlægari útbreiðslu ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað verða risasmokkfiskar stórir og hvað vita vísindamenn um lífshætti þeirra?

Risasmokkfiskar eru smokkfiskar (Architeuthidae) af ættkvíslinni Architeuthis. Alls hafa átta tegundir verið flokkaðar í þessa ættkvísl. Sumar þeirra geta orðið gríðarlega stórar eða allt að 13 metrar á lengd frá skrokkenda til enda lengri fálmaranna. Möttullinn sjálfur getur orðið tveir metrar á lengd þannig að l...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað vitið þið um talíbana, hverjir eru þeir og fyrir hvað standa þeir?

Talíbanar (e. taliban, arabískt orð yfir „nemendur“) er andspyrnufylking Pastúna sem berst gegn fjölþjóðaliði ISAF (e. International Security Assistance Force) í Afganistan. Þeir stefna að því að ná yfirráðum yfir Afganistan á nýjan leik, en þeir réðu landinu frá 1996 til 2001. Í baráttu sinni gegn veru erlends he...

category-iconLandafræði

Hvar er mesta þéttbýli í Bandaríkjunum?

Samkvæmt upplýsingum um Bandaríkin á Wikipediu búa tæpar 314 milljónir manna í Bandaríkjunum en íbúaþéttleiki er tæplega 34 íbúar á ferkílómetra (km2). Til samanburðar er íbúaþéttleiki Íslands um 10 sinnum minni en í Japan 10 sinnum meiri. Íbúaþéttleiki Bandaríkjanna er tiltölulega lítill miðað við önnur lönd. ...

category-iconHeimspeki

Er það góð aðferð til að bæta heiminn að reka hið illa út með ofbeldi?

Hver veit nema engin aðferð sé skilvirkari þegar bregðast þarf við einhverju böli. Í þeim skilningi getur aðferðin talist vera góð, enda kannast allir við orðtakið „með illu skal illt út reka“. Til dæmis er sjaldgæft að kvikmyndir sýni áhorfendum annars konar leiðir þegar mæta þarf þeim öflum sem fara um með ofbel...

category-iconHeimspeki

Er sannleikurinn alltaf sagna bestur?

Spurningin tengist augljóslega uppeldismálum, samanber spurninguna hvort það sé siðferðilega rétt að segja börnum sínum að jólasveinar séu til. Þorsteinn Gylfason skilgreindi sannleika einu sinni í fyrirlestri þannig að „sannleikurinn sé sá sem við kennum börnum okkar að segja“1. Sannleikurinn er líklega ætíð sagn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getið þið útskýrt fyrir mér hvað sin er? Úr hverju eru sinar og hvert er hlutverk þeirra?

Sin er seigt knippi úr trefjóttum bandvef sem tengir vöðva við bein. Þegar vöðvi dregst saman togar hann í sinina sem togar þá í bein og stuðlar að hreyfingu þess. Stundum tengjast sinar öðru en beini, til dæmis augum, og stuðla að hreyfingu þeirra þegar augnvöðvarnir dragast saman. Í grófum dráttum líkjast sinar ...

category-iconJarðvísindi

Hvaða áhrif hefur Hekla þegar hún gýs?

Tjón af völdum Heklugosa getur orðið af ýmsum orsökum. Helstar eru gjóskufall, flóð, hraunrennsli, jarðskjálftar og gasútstreymi. Gjóskufall hefur verið mesti skaðvaldurinn fyrr og síðar. Stóru forsögulegu gjóskugosin breyttu stórum svæðum í vikurauðnir sem voru lengi að gróa upp, og gjóskan veldur enn skaða me...

Fleiri niðurstöður