Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6229 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um ísmanninn Ötzi?
Í september árið 1991 voru þýskir ferðamenn á göngu í Ölpunum, á svæði sem kennt er við Ötztal. Í 3200 metra hæð gengu þeir fram á lík af manni og sat neðri hluti líkama hans fastur í ís. Í ljós kom að þetta voru líkamsleifar karlmanns á fimmtugsaldri, sem við nánari athugun reyndist hafa látist fyrir um 5300 ár...
Hver er saga krukkunnar og hver fann eiginlega upp krukkur?
Í tímans rás hafa matvæli og vökvar af ýmsu tagi verið geymd og varðveitt í alls kyns ílátum, oftast búnum til úr leir. Krukkurnar sem við þekkjum í dag, sem yfirleitt eru úr gleri með áskrúfuðu málmloki, hafa líkast til þróast frá ákveðinni tegund krukkna, svonefndum albarello-krukkum, sem fyrst voru búnar til í ...
Hvað gerðu víkingar sér til gamans?
Í svari Gísla Sigurðssonar við spurningunni Hvaða íþróttir stunduðu víkingar? kemur margt fram um skemmtanir og dægradvöl víkinga. Þar segir meðal annars frá átkeppni, kapphlaupi, kappdrykkju og glímu. Einnig er minnst á hestamennsku, sund, tafl, smíðar, bogfimi og margt fleira. Í Íslendingasögum segir nokkr...
Hvað hétu allir guðir Egypta?
Egyptar til forna tilbáðu fjöldamarga guði, svo margar raunar að nær ómögulegt væri að telja þá alla upp í svari sem þessu. Skúli Sæland segir í svari sínu við spurningunni Hverjir voru guðir Egypta til forna? að í upphafi hafi egypskir guðir verið af tvennum toga; annars vegar voru guðir í dýrsmynd sem tilhey...
Eru virkilega enn í gildi lög um réttdræpi Tyrkja á Íslandi?
Það er hugsanlegt að í kjölfar Tyrkjaránsins árið 1627 hafi verið gefin út tilskipun eða lög um einhvers konar varnarviðbrögð. Undirritaðri og þeim sögugrúskurum sem hún bar málið undir, er ekki kunnugt um lög af þessu tagi. Á þjóðdeild Landsbókasafnsins er hægt að hafa uppi á tilskipunum frá fyrri hluta 17. alda...
Hvernig leit snareðla út og hvenær var hún uppi?
Leifar snareðlu (Velociraptor) hafa fundist í jarðlögum frá efri hluta krítartímabils í Rússlandi, Mongólíu og Kína. Aldur þeirra er talinn vera 80-85 milljónir ára. Fyrstu leifarnar fann H.F. Osborn í Mongólíu árið 1924, en nú eru þekktar leifar að minnsta kosti 12 dýra. Snareðla tilheyrir skriðdýraættbálknum...
Hvað getið þið nefnt mér margar kattartegundir sem lifðu á ísöld?
Allar þær villtu kattartegundir sem finnast í dag voru einnig á ferli á ísöld þó útbreiðsla þeirra hafi verið önnur. Við lok ísaldar urðu miklar loftslagsbreytingar, sérstaklega á norðurhveli jarðar, og í kjölfarið dóu nokkrar kattartegundir út. Hér verður fjallað nánar um þau kattadýr sem hurfu við lok síðasta jö...
Hvernig var samfélag Mayanna, við hvað unnu þeir og hver var heimsmynd þeirra?
Öll samfélög Mayanna byggðu á akuryrkju þar sem maísræktun var undirstaðan og maís meginfæða íbúanna. En þeir ræktuðu ótrúlegan fjölda nytjajurta, svo sem fjölda afbrigða af sílípipar og baunum, sætar kartöflur, tómata, lárperur, grasker, kakó, vanillu, tóbak, baðmull og henekvín (e. henequin). Reyndar ræktuðu May...
Á hverju byggist munklífi?
Upprunalega spurningin var:Á hverju byggist munklífi? Hvaða verkefnum var sinnt í munka- og nunnuklaustrum á miðöldum? Er munka- og nunnuklaustur það sama? Allt frá fyrstu öldum kristni hefur gætt þeirrar hugsjónar að kristnum mönnum beri að líkja eftir lífi Krists og breytni á sem bókstaflegastan hátt. Nefna m...
Af hvaða vöru er mest flutt inn til landsins?
Mest er flutt inn til Íslands af olíu- og olíuafurðum, svo sem bensíni, hvort heldur reiknað er eftir þyngd eða verðmæti. Árið 2002 voru flutt inn til landsins 740 þúsund tonn af slíkum afurðum, fyrir um 16 milljarða króna. Næst kom súrál, hvort heldur reiknað er eftir verðmæti eða þyngd. Flutt voru inn 524 þúsund...
Hversu mörgum konum var drekkt í Drekkingarhyl og fyrir hvað?
Aftökur tíðkuðust á Íslandi á 17. öld fyrir nokkrar tegundir afbrota sem yfirvöld töldu að væru sérlega alvarleg. Var hugmyndin sú að með því að taka sakamenn af lífi myndu aðrir forðast glæpi og jafnframt yrði afstýrt reiði guðs yfir ósiðlegu framferði landsmanna. Ætla má að frá lokum 16. aldar fram á fyrstu ár 1...
Hver er talin ástæða þess að menning Inka og Maya í Suður-Ameríku féll?
Það voru Astekar sem voru að mestu leyti búnir að herja svo á Mayana að það var auðveldur leikur fyrir Spánverjana að ljúka verkinu. Veldi Asteka byggðist á mikilli kúgun með mannfórnum á öðrum Indjánaþjóðum sem studdu spænska herforingjann Cortes við að leggja undir sig ríki Asteka í núverandi Mexíkó. Eftir þ...
Hvað eru til mörg orð í íslensku?
Ómögulegt er að nefna eina tölu yfir fjölda orða í íslensku. Á hverjum degi eru búin til orð sem sum hver eru ef til vill aðeins notuð einu sinni. Oftast er um samsetningar að ræða sem verða til af því að lýsa þarf á stundinni einhverju atviki eða einhverju áþreifanlegu og orð skortir. Slík orð, sem oft komast ekk...
Hverjar eru heildartekjur allra Íslendinga á hverjum degi?
Á vef Hagstofu Íslands má nálgast öll þau gögn sem þarf til að reikna út svar við þessari spurningu og reyndar fjölmörgum öðrum. Nýjustu tölur um tekjur og atvinnuþátttöku Íslendinga eru frá árinu 2008. Þar kemur meðal annars fram að fjöldi starfandi einstaklinga var 178.600, þar af voru 140.600 í fullu starfi ...
Hvað er hljóðdvalarbreyting?
Með hljóðdvalarbreytingu er átt við breytingu á framburði sérhljóða sem lengdin ein hafði aðgreint í öndverðu. Talið er að þessi breyting hafi gengið yfir á 16. öld. Áður en breytingin hófst gátu áhersluatkvæði bæði verið stutt og löng. Ef áhersluatkvæði voru stutt höfðu þau stutt sérhljóð með stuttu samhljóði á e...