Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7709 svör fundust
Hvenær komst Fidel Castro til valda á Kúbu?
Lögfræðingurinn Fidel Castro gerði fyrstu byltingartilraun sína 26. júlí 1953 þegar hann gerði misheppnaða árás á herstöð í Santiago de Cuba. Eftir árs útlegð í Mexíkó gekk Castro á land í Oriente-héraði á Kúbu ásamt 80 mönnum 2. desember 1956. Flestir þessara manna féllu eða voru handteknir, en eftir rúmlega t...
Eru hundar með nafla, og ef svo er hvar er hann?
Hundar hafa nafla rétt eins og menn og raunar öll spendýr. Ef vel er að gáð eru fuglar og önnur dýr sem klekjast úr eggjum líka með nafla. Í þeirra tilviki tengist naflastrengurinn ekki við legköku (e. placenta) líkt og hjá legkökuspendýrum eins og okkur, hundum og hestum svo dæmi séu tekin, heldur við svonefndan ...
Endar geimurinn eða er hann alveg endalaus?
Í þessari spurningu felast nokkrar aðrar, til dæmis þessar: ef geimurinn endar, hvað er þá þar fyrir utan og ef geimurinn er endalaus merkir það þá að hann hafi átt sér upphaf og hvað gerðist þá fyrir upphaf alheimsins? Í svari við spurningunni Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak v...
Er tunga gíraffans svört?
Tunga gíraffans er dökk á lit en misjafnt er eftir heimildum hvernig henni er lýst. Hún er ýmist sögð vera dimmsvört, svarblá, fjólublá eða jafnvel blá að lit, en gera má ráð fyrir að þarna sé um einhvern breytileika að ræða líkt og með flest annað í lífríkinu. Gíraffinn notar langa tungu sína til að slíta lauf...
Hvort er réttara að skrifa Krýsuvík eða Krísuvík?
Í heild hljóðar spurningin svona: Hvort er réttara að skrifa Krýsuvík eða Krísuvík? Báðar útgáfur af þessu orði koma fyrir í fræðiritum og bókum. Í Landnámu (Íslensk fornrit I:392 og víðar) og fornbréfum er nafnið ritað Krýsuvík. Uppruni þess er óviss. Alexander Jóhannesson taldi að forliður nafnsins gæti verið...
Hver er merkingin í að 'ryðja sér til rúms'?
Orðasambandið að ryðja sér til rúms er notað í merkingunni 'dreifast, breiðast út, hljóta almenna viðurkenningu'. Það er þekkt þegar í fornu máli í eiginlegri merkingu. Í Flateyjarbók stendur til dæmis:ek spurða þá, hvar ek skyldi sitja. Hann bað mik þar sitja sem ek gæta rutt mér til rúms ok kippt manni ór sæti. ...
Hvers vegna heitir hringdúfa þessu nafni?
Heitið hringdúfa hefur sjálfsagt borist í málið úr dönsku því Danir nefna Columba palumbus 'ringdue'. Svíar kalla dúfuna 'ringduva' og Norðmenn 'ringdue'. Á þýsku er hún nefnd 'ringeltaube' og Hollendingar nota orðið 'houtduif'. Nafngiftin á hringdúfunni gæti verið tilkomin vegna þess að hún hefur hvítt hálfmán...
Hvað eru bomsur og eru til fleiri en ein skýring á orðinu?
Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elsta dæmi um bomsur úr blaðinu Speglinum frá 1932:Gúmmístígvjel á börn og fullorðna, með bæjarins lægsta verði. Bomsur og skóhlífar í miklu úrvali. Stefán Gunnarsson Skóverslun Austurstræti 12.Heldur eldri dæmi er að finna á timarit.is eða úr Vísi frá 1928. Öll elstu dæmin er...
Af hverju heita grýlukerti þessu nafni?
Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um grýlukerti er úr Ferðabók Þorvalds Thoroddsens þar sem hann lýsti kísildrönglum niður með árfarvegi og líkti þeim við grýlukerti á þaki. Það sýnir að orðið grýlukerti er eldra í málinu en í bók hans. Kalksteinsstrókar, sem hanga niður úr hellisloftum, eru gjarnan kallaðir g...
Af hverju er stundum bláleitur litur á mýrum og mýrarvatni, eins og olía? Hvaða efni er þetta og hvernig myndast það?
Uppleyst efni í mýravatni eru einkum af þrennum toga:lífræn kolefnasambönd úr rotnandi gróðurleifum, uppleyst efni úr berggrunni, öskulögum og áfoki (til dæmis járn, magnesín, kalsín, kísill), og loks efni úr andrúmslofti og regni (súrefni, koltvísýringur, nitur). Undir yfirborði mýrarinnar er vatnið súrefnissn...
Hver er Judith Butler og hvert er hennar framlag til fræðanna?
Judith Butler er bandarískur heimspekingur sem hefur haft mikil áhrif á fræði og kenningar innan félags- og hugvísinda. Hún er jafnan talin ein af upphafsmönnum hinsegin fræða (e. queer theory). Rit hennar Kynusli (e. Gender Trouble) markaði straumhvörf í hugmyndasögu femíniskra kenninga vegna þeirrar gagnrýni á s...
Hvað er gamelan-tónlist?
Gamelan er heiti á ákveðnum tegundum hljómsveita sem eiga uppruna sinn að rekja til Malasíu og Indónesíu, einkum eyjanna Jövu og Balí. Gamelanhefð þessara tveggja eyja er að mörgu lík en með einhverjum frávikum. Hér verður að mestu talað um gamelan frá Jövu. Tónlistin er að mestu leyti ásláttartónlist (e. percuss...
Hvaða heimspeki er í The Truman Show?
Kvikmyndir geta veitt nýja innsýn í heimspekileg viðfangsefni. Á síðustu árum hafa til dæmis myndirnar The Truman Show og The Matrix vakið mikla athygli fyrir heimspekileg efnistök. Efniviður beggja myndanna er að stofni til þekkt heimspekilegt viðfangsefni: hvað ef veruleikinn er í grundvallaratriðum frábrugði...
Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur heppni eða Bjarni Herjólfsson?
Norrænir menn munu hafa siglt til Norður-Ameríku um aldamótin 1000, og frá því segir þýski presturinn Adam frá Brimum strax á öldinni á eftir. En enginn Ameríkufari er nafngreindur í ritum sem hafa verið skráð fyrr en í fyrsta lagi um aldamótin 1200, tveimur öldum eftir atburðina. Því er útilokað að segja með viss...
Hvers vegna heyrist í jarðskjálfta áður en hann kemur?
Hljóðið sem við heyrum frá jarðskjálftum kemur frá skjálftabylgjunum undir fótum okkar. Okkur finnst það stundum berast á undan skjálftanum vegna þess að fyrstu jarðskjálftabylgjurnar eru þá of veikar til að við finnum þær glöggt en hins vegar nógu sterkar til að mynda hljóð í loftinu, enda er eyrað býsna næmt mæl...