Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 506 svör fundust

category-iconStærðfræði

Er hægt að teikna 19-hyrning með allar hliðar jafnlangar? Ef það er hægt, hvernig þá?

Hér að ofan má sjá mynd af 19-hyrningi sem hefur allar hliðar jafnlangar. Hann er teiknaður með því að búa til 19 jafnlöng strik og hafa jafnstórt horn milli hverra tveggja aðliggjandi strika. Engu máli skiptir hve margar hliðarnar (eða hornin) eru; það er alltaf hægt að teikna marghyrning sem hefur allar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að sanna að 0,999... = 1 með venjulegum reikningsaðferðum?

Spyrjandi setur spurningu sína upphaflega fram sem hér segir:Ég heyrði þessa skýringu á að 1 væri = 0,99.. óendanlega oft:\(x = 0,99...\) \(10x = 9,99...\) \(10x - x = 9\) eða \(9x = 9\) \(x = 1\)Er þetta rétt?Spurningin vísar í svar Jóns Kr. Arasonar við spurningunni Er talan 0,9999999... = 1? og er lesanda...

category-iconVísindavefur

Hvenær dó Beethoven?

Ludwig van Beethoven lést 26. mars 1827 í Vínarborg, Austurríki, en þar í grennd hafði hann búið og starfað mest alla sína ævi. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Beethoven fæddist, að minnsta kosti var það í Bonn, Þýskalandi, árið 1770 en hann var skírður 17. desember það ár. Faðir Beethovens var söngvari og byrj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvert er rétt nafn hljóðfærisins: harmonika, harmonikka, harmóníka, harmoníka?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo: Harmonika, harmonikka, harmóníka, harmoníka? Hvaðan er íslenska nafnið dregið og hvernig er réttast að skrifa það á góðri íslensku? Nafnið á hljóðfærinu, sem spurt er um, hefur frá því að það barst til landsins verið ritað á marga vegu. Í Íslenskri orðsifjabók er orðið ri...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg Ágústsdóttir stundað?

Ingibjörg Ágústsdóttir er dósent í breskum bókmenntum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru breskar 19., 20. og 21. aldar bókmenntir, skoskar bókmenntir á 20. og 21. öld og sögulegur skáldskapur frá 19. öld fram til dagsins í dag. Hún hefur rannsakað vinsældir Túdor-tímabilsi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er valdefling og hvenær kemur orðið fram í íslensku?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég er að skrifa um hugtakið valdeflingu sem er mikið notað í dag í hinum ýmsu fræðum. Hugtakið finnst ekki í orðabók Eddu og ég er að velta því fram hvenær það kemur fyrst fram í málinu og hver sé viðurtekin skilgreining á hugtakinu á íslensku. Með góðri kveðju, Rétt er...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað þurfti margar kálfshúðir í eina bók á Sturlungaöld?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þurfti margar nautshúðir í eina bók á Sturlungaöld? Það fór eftir því hve stór bókin var, það er í hve stóru broti hún var, en það fór líka eftir því hversu þykk hún var, það er hve mörg blöð voru í henni. Bókfell er það kallað þegar búið er að verka skinn á þa...

category-iconHugvísindi

Hver fann Danmörku?

Þessari spurningu getur enginn svarað með því að nefna einhvern mann en engu að síður má læra margt af henni. Menn fóru nefnilega að búa á því svæði sem við köllum Danmörku löngu, löngu áður en sögur hófust, það er að segja löngu áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna getum við aldrei vitað svarið við s...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er að segja um eðlisfræði skæra?

Skæri eru býsna snjöll uppfinning og skærin í kringum okkur eru margs konar ef að er gáð: Eldhússkæri, naglaskæri, fataskæri og svo framvegis. Og ef við hugsum okkur um sjáum við að ýmis áhöld sem við köllum klippur eru í rauninni náskyld skærum. Má þar nefna einfaldar grasklippur, trjáklippur, þakjárnsklippur og ...

category-iconBókmenntir og listir

Er bókin The Clay Marble byggð á sönnum staðreyndum?

Bókin The Clay Marble er skrifuð af taílenska rithöfundinum Minfong Ho. Bókin segir sögu tveggja stúlkna, Döru og Jantu, og gerist í Kambódíustríðinu sem geisaði 1979-1989. The Clay Marble nálgast því skilgreiningu sögulegrar skáldsögu, þar sem hún segir frá afdrifum persóna sinna í sögulegu umhverfi, raunverulegu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef tíu frambjóðendur keppa um sex sæti í prófkjöri, á hve marga vegu geta sætin þá skipast?

Spyrjandi bætir svo við:Getur verið að það sé um 150 þúsund vegu?Það er rétt hjá spyrjanda að sætin geta skipast á rúmlega 150 þúsund vegu eða nákvæmlega 151.200 vegu. Hægt er að hugsa dæmið þannig að hver hinna tíu frambjóðenda gæti lent í fyrsta sæti. Þá gæti einhver hinna níu lent í öðru sæti; átta möguleika...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er rúmmál einingarkúlu?

Einingarkúla er kúla með geislann einn. Það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvort yfirborð kúlunnar er talið með eða ekki, en það breytir ekki rúmmálinu. Stundum er miðja kúlunnar sett í upphafspunkt hnitakerfisins til hagræðis en það hefur ekki heldur áhrif á rúmmálið. Þeir sem hafa á reiðum höndum jöfnuna um ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver bjó til tungumálið íslensku?

Okkur er tamt að hugsa okkur að ýmsir hlutir eða fyrirbæri séu verk einhvers eins aðila þegar hitt er kannski nær sanni að margir hafi komið við sögu. Við fáum margar spurningar á Vísindavefinn sem snúast um þetta. Tungumálið er ágætt dæmi. Það liggur eiginlega í eðli tungumálsins að það getur ekki verið sköp...

category-iconLandafræði

Hvaða orð er rétt að nota um fólk frá tilteknum löndum? Er fólk til dæmis litháenskt eða litháískt?

Upprunalega spurningin var þríþætt og hljóðaði svona: Hvers lenskt er fólk frá Litháen, er það litháenskt eða litháískt? Hvað með fólk frá Filippseyjum, er það filippseyskt eða filippískt? Hvað kallast japanskt fólk, Japanir eða Japanar? Í mörgum tilfellum vefst það lítið fyrir fólki hvað kalla skuli íbúa ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað var rússneski fútúrisminn?

Í Rússlandi var fútúrismi mikill áhrifavaldur á lista- og menningarlíf á öðrum áratugi 20. aldar. Rússnesku fútúristarnar nefndu sig í fyrstu kúbó-fútúrista og töldu sig eiga lítið sameiginlegt með ítölsku fútúristunum. Meginmunur hreyfinganna fólst í því að hinir rússnesku voru ekki eins uppteknir af tækninýjungu...

Fleiri niðurstöður