Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6213 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er langt síðan Eyjafjallajökull gaus síðast og varð mikið jökulhlaup þá?

Eyjafjallajökull er eldkeila sem rís 1667 m yfir sjó. Á fjallinu er 80 km2 jökulhetta og út frá henni teygja sig nokkrir skriðjöklar og eru Gígjökull og Steinholtsjökull þeirra þekktastir. Í kolli Eyjafjallajökuls er lítil askja sem er um 2,5 km í þvermál, full af ís, og úr norðurenda hennar skríður Gígjökull (Hau...

category-iconHugvísindi

Hvað hét bústaður Freys og annarra norrænna goða?

Úr brám Ýmis gerðu goðin virkisgarð umhverfis mannheim til að verjast jötnum. Þessi víggirta borg heitir Miðgarður. Eftir að Bors synir höfðu skapað fyrstu mennina komu þeir saman ásamt goðum og gyðjum á Iðuvöllum og reistu sér borg í miðjum heimi sem fékk nafnið Ásgarður, því næst voru bústaðir Ásgarðs byggðir. Í...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig urðu risaeðlur til?

Risaeðlur eiga að öllum líkindum ættir að rekja til svokallaðra boleðla sem hægt er að lesa meira um í svari við spurningunni Hvernig varð fyrsta risaeðlan til? Fyrstu risaðlurnar voru í raun ekki risar. Stjakeðlur og sindreðlur voru um 30 kg á þyngd. Risavöxtur dýranna kom fyrst fram hjá jurtaætunum og síðan h...

category-iconLandafræði

Hvort eru fleiri menn eða kindur á Íslandi?

Í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvað eru margar kindur á Íslandi? kemur fram að árið 2000 voru alls 465.777 kindur í landinu miðað við tölur frá Hagstofu Íslands og hafði þeim fækkað um tæplega helming frá árinu 1978. Nýjustu tölur á vef Hagstofunnar um fjölda sauðfjár eru fyrir árið 2002 en þa...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju eru salerni merkt með stöfunum WC?

Skammstöfunin WC stendur fyrir water closet 'vatnssalerni'. Closet er notað í fleiri en einni merkingu:fataskápur, fataherbergilítið herbergi notað til hvíldar eða til þess að draga sig í hlé.Orðið er skylt latnesku sögninni claudo 'ég loka, læsi' en af henni er dregið nafnorðið claustrum 'læstur staður'. Fyrr á t...

category-iconHugvísindi

Eru til ritaðar heimildir um að Hitler hafi sagt að Ísland væri hið fullkomna land?

Ekki er alveg ljóst hvað átt er við með „fullkomið land“ en þegar spurt er um skoðanir Hitlers á Íslandi er líklegast að átt sé við hugmyndafræði hans um yfirburði kynstofns aría. En spurningin gæti einnig verið tilvísun til hernaðarlegrar lykilstöðu Íslands á Atlantshafinu í tilraunum Þjóðverja til að rjúfa hafnb...

category-iconHugvísindi

Hverjar eru helstu rökvillurnar og hvernig er best að forðast þær?

Allt frá því að Aristóteles samdi ritið Spekirök (Sophistici elenchi) á 4. öld f.Kr. hefur tíðkast meðal rökfræðinga að gera grein fyrir helstu rökvillum. Sennilega er besta leiðin til að forðast rökvillur einfaldlega að kynna sér þær og gefa sér tíma til að fara vandlega yfir eigin röksemdafærslur. Það eru mar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar búa úlfar og hvað geta þeir orðið stórir?

Fyrr á öldum voru úlfar (Canis lupus) sennilega útbreiddasta rándýrið á þurrlendi jarðar. Í Norður-Ameríku lifðu þeir allt frá Grænlandi og heimskautasvæðum Kanada og Alaska suður til Mexíkó. Í Evrasíu voru úlfar um alla Evrópu og Asíu, nema á hitabeltissvæðunum. Með fólksfjölgun voru skógar ruddir og þá gekk á l...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr eru algeng í Árnessýslu?

Hænur eru algengasta dýrið í Árnessýslu, alla vega ef átt er við húsdýr. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofu Íslands voru samtals 37.096 hænur í þeim sveitarfélögum sem tilheyra Árnessýslu árið 2006 (nýrri upplýsingar lágu ekki fyrir). Til samanburðar voru íbúar á þessu svæði 12.629 þetta sama ár, eða þrisv...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margir bílar í Reykjavík?

Á heimasíðu Hagstofunnar er að finna upplýsingar um fjölda skráðra ökutækja á Íslandi og má þar sjá tölur fyrir mörg af stærri sveitarfélögum landsins. Því miður eru nýjustu upplýsingarnar frá árinu 2006 en gera má ráð fyrir að bílum hafi fjölgað eitthvað á landinu síðan þá þar sem gengi krónunnar var innflytjendu...

category-iconVísindavefurinn

Hvernig gekk Grenvíkingum að leysa þrautir í vísindaveislu Háskólalestarinnar?

Vísindaveisla Háskólalestarinnar var haldin á Grenivík laugardaginn 19. maí 2018. Vísindavefur Háskóla Íslands lagði fyrir Grenvíkinga og aðra góða gesti ýmsar þrautir að spreyta sig á. Þrautirnar voru 7 talsins, meðal annars Gáta Einsteins, kúlupíramídi, ferningsþraut og litapúsl. Enginn náði að leysa allar þ...

category-iconHugvísindi

Hvenær kom fyrsti gaddavírinn til landsins?

Nákvæmlega hvenær fyrsti girðingarvírinn kom er sennilega erfitt að segja. Fjöldaframleiðsla girðingarvírs hófst í Ameríku á seinni hluta 19. aldar. Gaddavír er fyrst fluttur 1895-1900, en ekki er hægt að sjá nákvæmlega árið af verslunarskýrslum. Árið 1901 urðu gaddavírsgirðingar styrkhæfar úr sjóðum búnaðarfélaga...

category-iconHugvísindi

Hvað er akrópólis og hvaða tilgangi þjónaði staðurinn hjá Grikkjum?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvaða byggingar voru á Akrópólis í Aþenu og rústir hverra eru þar eftir?Gríska orðið pólis hefur verið þýtt á íslensku sem 'borgríki' og orðið akrópólis merkir 'háborg' og er notað um víggirtar hæðir forngrískra borga. Grískar borgir voru oft byggðar í hlíðum og frá ...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvernig geta glæponarnir bjargað sér úr steypunni?

Þegar lögreglan braust inn í falda vöruskemmu Als Capones í þriðja skiptið í sama mánuði varð hann sannfærður um að það væri uppljóstrari á hans snærum. Eftir að hafa gert ítarlega úttekt á sínu liði voru aðeins fjórir manna hans sem komu til greina, þeir Tony, Sunny, Donny og Jimmy. Ævareiður yfir þessum sviku...

category-iconHugvísindi

Búa margir gyðingar í Póllandi og hvaða aðrir trúarhópar eru í landinu?

Fjöldi gyðinga í Póllandi er nokkuð á reiki og ber heimildum ekki saman, þeir eru sagðir vera allt frá rúmlega 5.000 til um eða yfir 20.000. Hvor talan er nær lagi breytir ekki öllu í þessu svari því niðurstaðan er sú sama, gyðingar eru aðeins örlítið brot þeirra rúmlega 38 milljóna manna sem búa í Póllandi í dag....

Fleiri niðurstöður