Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2496 svör fundust

category-iconHagfræði

Hver var Arnljótur Ólafsson og hvað getið þið sagt mér um hann?

Árið 1848 var byltingarár og konungar víða um Evrópu riðuðu til falls, en meðal annars varð konungur Dana að afsala sér einveldi sínu. Þeir Karl Marx (1818-1883) og Friedrich Engels (1820-1895) rituðu Kommúnistaávarpið og Jón Sigurðsson (1811-1879) „Hugvekju til Íslendinga“. Það var þó ekki fyrr en veturinn 1849-5...

category-iconSálfræði

Hver var Jacques Lacan og hvert var framlag hans til fræðanna?

Jacques Lacan (1901-1981) var franskur sálgreinir og geðlæknir. Verk hans hafa haft mikil áhrif á kenningar bæði í félags- og hugvísindum. Lacan, sem oft hefur verið kallaður „hinn franski Freud“, var áhrifamikill í menningarlífi Parísarborgar á síðari hluta 20. aldar og iðulega var þétt setinn bekkurinn á málstof...

category-iconHeimspeki

Hvaða rök eru fyrir efahyggju?

Efahyggja er almennt hugtak sem nær yfir hugmyndir um að ekki sé hægt að öðlast þekkingu á tilteknum hlutum eða þáttum. Oft takmarkast efahyggjan við einhverja tiltekna hluti eða þætti mannlegs lífs. Til dæmis er talað um trúarlega efahyggju þegar efast er um að hægt sé að vita að Guð sé til. En efahyggja getur lí...

category-iconHeimspeki

Ættu framhaldsnemar að læra siðfræði vísinda og rannsókna?

Hvers vegna ættu framhaldsnemar við Háskóla Íslands að læra undirstöðuatriði í siðfræði vísinda og rannsókna?[1] Þegar leitað er svara við þessari spurningu tel ég rétt að minna á meginmarkmið háskólamenntunar. Það er hlutverk menntunar að gera nemendum kleift að öðlast þekkingu í þeirri fræðigrein sem þeir hafa v...

category-iconLæknisfræði

Er Alzheimers-sjúkdómurinn ættgengur?

Alzheimers-sjúkdómur hefur væntanlega alltaf verið til en honum var fyrst lýst í grundvallaratriðum í byrjun síðustu aldar af vísindamönnum í Mið-Evrópu. Fyrstur þeirra svo vitað sé var Oskar Fischer (1876–1942) í Prag sem kynnti sínar niðurstöður árið 1905 en hann er nánast öllum gleymdur. Annar þeirra var Alois ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um gosvirkni í Geysi og hvenær gaus hann líklega fyrst?

Goshverinn Geysir er líklegast þekktasta jarðfræðifyrirbæri Íslands. Um aldir var hann nánast eini þekkti goshverinn í hinum vestræna heimi og hefur nafn hans ratað inn í flest erlend mál sem almennt heiti á goshverum. Að vísu eru fjölmargir aðrir goshverir virkir hér á landi en Geysir er þeirra mestur og hefur ha...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er vitað um rauða hænsnamítilinn á Íslandi?

Rauði hænsnamítillinn Dermanyssus gallinae (Mesostigmata, Acari) fannst nýverið í miklu magni í húsi fimm varphænsna í bakgarði íbúðarhúss í vesturbæ Kópavogs. Vikurnar á undan hafði varp hænsnanna minnkað og ein hænan drepist. Hér á eftir verður leitast við að svara spurningunni um það hvort þetta sníkjudýr sé al...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í hvaða fylkingar er dýrum skipt?

Dýrum (Animalia) er skipt upp í rúmlega þrjátíu fylkingar. Munur er á mismunandi flokkun hinna ýmsu flokkunarfræðinga. Í þessu svari eru þær 33 talsins. Til að átta sig á skiptingu dýra þá eru öll dýr flokkuð í ríki dýra og síðan skipt niður í fylkingar. Margar þeirra innihalda tegundir sem flestir hafa ekki heyrt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um dýralíf í Íran?

Þeir sem eru lítt kunnugir Íran halda ef til vill að þar séu aðallega sólþurrkaðar gresjur og eyðimerkur og dýralíf því fábreytt. Þetta er ekki alls kostar rétt því í landinu er að finna nokkuð stóra og merkilega skóga sem fóstra fjölskrúðugu fánu og eins geta gróðursnauð svæði alið af sér fjölbreytt dýralíf. T...

category-iconJarðvísindi

Gæti hækkandi sjávarstaða ógnað byggð á Seltjarnarnesi?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru líkur á því að sjávaryfirborð muni hækka t.d. í kringum Seltjarnarnesið þannig að það ógni byggð? Hafa verið byggðir eða stendur til að byggja flóðgarða til að sporna við slíku þar eða hér á landi? Stutta svarið er að ekki hefur verið nógu mikið gert á höfuðborgarsvæði...

category-iconTölvunarfræði

Hvers konar tölvunarfræði er að baki rafrænu myntinni bitcoin?

Rafmyntin bitcoin og aðrar sambærilegar rafmyntir, byggja á nokkuð mörgum uppgötvunum á ýmsum sviðum tölvunarfræði og stærðfræði. Frá sjónarhóli tölvunarfræðinnar er áhugaverðast hvernig bitcoin hagnýtir sér aðferðir sem ekki hafa verið notaðar saman á viðlíka hátt áður. Einnig er athyglisvert hvernig bitcoin nýti...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getur þú sagt mér um finnsku borgarastyrjöldina 1918?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju varð borgarastríð í Finnlandi 1918? þá var mjög viðkvæmt ástand í Finnlandi í byrjun árs 1918. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Efnahagsástand var erfitt, fyrri heimsstyrjöldin hafði klippt á viðskiptasambönd Finnlands til vesturs og rússneska bylting...

category-iconBókmenntir og listir

Er munur á góðri og skemmtilegri tónlist?

Höfundur þessa svars er mikill aðdáandi Bítlanna. Besta plata þeirra að hans mati er meistaraverkið Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band (1967). Plata sem breytti tónlistarlandslaginu á sínum tíma og er krúnudjásn sveitarinnar, verk sem verður ekki toppað, hvorki af Bítlum né öðrum. En höfundur á líka uppáhalds Bí...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað ræður endingu á íbúaheitum, af hverju eru Kínverjar ekki Kínar eða Finnar Finnlendingar?

Upprunalega spurningin var: Af hverju köllum við fólk frá Finnlandi „Finna“ en ekki „Finnlendingar“ og fólk frá Kína „Kínverja“ en ekki „Kínar“? Hvað ræður því hvernig endingin á þjóðerni hljómar? Heiti á íbúum annarra landa eru sérstakur geiri í íslenska orðaforðanum sem hefur þurft sinn tíma til að mótas...

category-iconJarðvísindi

Hvað ræður straumi í ám?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Við vorum að keyra meðfram Krossá um helgina og Kári 8 ára var að velta fyrir sér afhverju áin væri svona straummikil. Umræða spannst um magn vatns og mögulega halla landsslags. En er annað sem hefur áhrif á straum í ám t.d. botninn, dýpt og breidd farvegs. Og eykst stau...

Fleiri niðurstöður