Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5550 svör fundust
Hvernig varð Sálumessa Mozarts til?
Sálumessa Mozarts (K. 626) er síðasta verkið sem hann vann að og var ófullgerð þegar hann lést í desember 1791. Af öllum þeim sálumessum sem samdar voru á 18. öld nýtur verk Mozarts mestrar hylli. Hér nær list tónskáldsins að sumu leyti hápunkti sínum, en þó hefur hin óvenjulega tilurðarsaga verksins vafalaust kyn...
Hvers vegna er móðan frá eldstöðvunum í Holuhrauni blá?
Skýring á þessu fyrirbæri er snúin, og fljótt á litið virðist málið mótsagnakennt. Þetta fjallar um þann skrítna eiginleika gastegunda að sýna litasvörun við hvítu ljósi í þunnu formi (við lágan þrýsting/hlutþrýsting) en verða litlausar við hærri þrýsting eða remmu. Bláa blæinn á móðunni frá gosinu í Nornahr...
Hvaða rannsóknir hefur Vilhjálmur Árnason stundað?
Vilhjálmur Árnason er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Siðfræðistofnunar. Í rannsóknum sínum hefur hann einkum fengist við efni á sviði siðfræði, tilvistarheimspeki og heimspeki samfélags og stjórnmála. Vilhjálmur hefur í ritum sínum fjallað um margvísleg viðfangsefni, oft á mörku...
Sjá fiskar vatn?
Öll spurningin frá Foldaskóla var svona: Nemandi í Foldaskóla, Eiríkur Ísak Magnússon í 5. HR spyr: Af því að manneskjan sér ekki loft, sér fiskur þá vatn? Spurningin er: Sjá fiskar vatn? Með bestu kveðju, Kristín námsráðgjafi í Foldaskóla. Stutta svarið er nei; líkt og við sjáum ekki andrúmsloftið í kringu...
Hvar er hægt að nálgast skrá yfir útdauð dýr?
Víða á Netinu er hægt að finna vefsíður með upplýsingum um útdauð dýr. Fyrst má nefna síðu á Wikipedia sem heitir Lists of extinct animals. Þar er að finna marga lista yfir útdauð dýr, flokkaða til dæmis eftir svæðum/heimsálfum og hópum dýra (fuglar, spendýr og svo framvegis). Í mars 2018 dó síðasta karldýrið a...
Hvernig er flæði koltvíoxíðs úr lofti og í sjó háttað við Ísland?
Almennt er fjallað um flæði CO2 milli lofts og sjávar í svari við spurningunni Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn? og bendum við lesendum á að skoða það svar fyrst. Rannsóknir á CO2 í sjó við Ísland hófust 1983 í ársfjórðungslegum leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar til mælinga á ástandi s...
Hver konar kvæði er Lilja sem Eysteinn Ásgrímsson á að hafa ort?
Eysteinn Ásgrímsson (d. 1361) er talinn höfundur Lilju, eins merkasta helgikvæðis sem samið hefur verið á íslensku. Lilja er svokölluð heimssögudrápa þar sem höfundur færir okkur heimssögu kristninnar í bundnu máli frá sköpun heims og fram á dómsdag. Eins og aðrar drápur einkennist Lilja af kvæðaforminu sem skipti...
Hvaða höf liggja að Ítalíu?
Ítalía liggur að mestu leyti á Appennínaskaga, stórum og löngum skaga sem skagar langt út í Miðjarðarhafið og líkist, eins og frægt er, háhæluðu stígvéli. Ríkið nær líka yfir fjölmargar eyjar, tvær langstærstu eyjarnar eru Sikiley og Sardinía, sem eru jafnframt stærstu eyjarnar í Miðjarðarhafi. Skaginn og eyjarnar...
Hver var Léon Foucault?
Franski eðlisfræðingurinn Jean Bernard Léon Foucault, sem yfirleitt gekk undir nafninu Léon Foucault, fæddist í París 18. september 1819. Hann hlaut ekki þjálfun í vísindastörfum en var óvenju næmur að skilja náttúruna og jafnframt gæddur rómaðri handlagni. Þessar gáfur gerðu honum kleift að gera krefjandi og nákv...
Af hverju var fólk alltaf svo alvörugefið á gömlum ljósmyndum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Af hverju sýna ljósmyndir fólk fyrir rúmlega einni öld það alltaf svo alvörugefið? Hef heyrt að það hafi verið vegna þess að ljósop myndavéla var lengi opið og gat því mynd verið óskýr ef ekki var hægt að vera með einn svip - og þá var auðveldast að brosa ekki. Aðrir segja að fó...
Er vísindafólk að þróa nýjar og afkastameiri leiðir til að skima eftir veirunni sem veldur COVID-19?
Kjarnsýruprófin sem nú eru notuð til að greina veirusmit eru býsna áreiðanleg, eins og hægt er að lesa nánar um í svari eftir sama höfund við spurningunni Hversu áreiðanlegar eru niðurstöður úr COVID-19-skimun hér á landi? Þau eru einnig gífurlega næm og geta numið veiruna í sýnum sem hafa aðeins þúsund eintök eða...
Hvenær í þróunarsögu hryggdýra kom kjálkinn fyrst fram og hvaða áhrif hafði það?
Tilkoma kjálkans er talin vera eitt af merkilegustu atvikum í þróunarsögu hryggdýra því hún opnaði nýja möguleika í fæðuöflun. Kjálkar gerðu hryggdýrum kleift að bíta í önnur dýr og þannig nýta aðra fæðu og beita veiðiaðferðum sem voru kjálkleysingjum ómögulegar.[1] Uppruni hryggdýra er að mörgu leyti nokkuð ól...
Af hverju eru hindúakonur oft með rauðan punkt á milli augnabrúnanna?
Bletturinn sem hindúakonur hafa stundum á enni sér kallast bindi, sem merkir einfaldlega 'punktur' eða 'blettur'. Algengt er að rautt bindi sé tákn um að konan sem beri það sé gift. Á seinni árum hefur þó bindi orðið að hálfgerðu tískuskrauti hjá bæði giftum og ógiftum konum. Bletturinn þarf heldur ekkert endilega...
Af hverju er jörðin ekki skrifuð með stórum staf eins og Júpíter?
Þorsteinn Vilhjálmsson fjallar um þetta í svari sínu við sömu spurningu. Þar segir meðal annars:Þessi spurning er sennilega til komin fyrir áhrif frá ensku ritmáli þar sem siður er að skrifa the Earth, the Moon og the Sun þegar átt er við jörðina okkar, tunglið sem fylgir henni og sólina sem er í miðju sólkerfisin...
Hvers vegna er fólk með Down-heilkenni stundum kallað mongólítar?
John Langdon Down var fyrstur til að lýsa Down-heilkenni en hann kallaði það mongólisma.Down-heilkenni er kennt við breska lækninn John Langdon Down (1828-1896) sem var fyrstur til að lýsa því í grein sem hann birti árið 1866. Þá reyndu fræðimenn oft að flokka fólk í kynþætti eftir ýmsum útlitseinkennum, en sú flo...