Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Vilhjálmur Árnason stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vilhjálmur Árnason er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Siðfræðistofnunar. Í rannsóknum sínum hefur hann einkum fengist við efni á sviði siðfræði, tilvistarheimspeki og heimspeki samfélags og stjórnmála.

Vilhjálmur hefur í ritum sínum fjallað um margvísleg viðfangsefni, oft á mörkum ólíkra fræðigreina og með áherslu á þýðingu þeirra fyrir íslenskt samfélag og menningu. Til dæmis hefur hann fjallað um siðferði og samfélagsgerð í Íslendingasögunum, siðferðileg álitamál tengd kvótakerfinu, heilbrigðisþjónustu og gagnagrunnsrannsóknum. Hann var formaður vinnuhóps sem var skipaður af Alþingi til að meta hvort íslenska bankahrunið mætti rekja til siðferðis og starfshátta. Í kjölfar þess hafa rannsóknir hans beinst að íslensku lýðræði fyrir og eftir hrun með sérstöku tilliti til þess hvernig nýta megi rökræðukenningar til að styrkja stofnanir fulltrúalýðræðisins.

Í bókinni Siðfræði lífs og dauða. Erfiðar ákvarðanir í heilbrigðisþjónustu (Háskólaútgáfan 1993) fjallar Vilhjálmur um helstu siðferðileg álitamál tengd heilbrigðisþjónustu og rannsóknum á fólki. Endurskoðuð útgáfa (2003) kom út í þýskri þýðingu sem Dialog und Menschenwürde. Ethik im Gesundheitswesen (LIT-Verlag 2005). Rannsókn á stöðu aldraðra á hjúkrunarheimilum kom út í ritinu Sjálfræði og aldraðir í ljósi íslenskra aðstæðna (meðhöfundur Ástríður Stefánsdóttir, Háskólaútgáfan 2004).

Í rannsóknum sínum hefur Vilhjálmur einkum fengist við efni á sviði siðfræði, tilvistarheimspeki og heimspeki samfélags og stjórnmála.

Niðurstöður evrópsks rannsóknaverkefnis undir hans stjórn birtust í bókinni The Ethics and Goverance of Human Genetic Databases. European Perspectives (Cambridge University Press 2007). Á seinni árum hafa rannsóknir Vilhjálms einkum beinst að siðfræðilegum spurningum um notkun erfðaupplýsinga í heilbrigðisþjónustu og áhrifum þess bæði á félagslegt heilbrigðiskerfi og vísindalega borgaravitund.

Bókin Siðfræði lífs og dauða hlaut viðurkenningu Hagþenkis fyrir mikilsverð fræðastörf 1993. Bækurnar Siðfræði lífs og dauða og Farsælt líf, réttlátt samfélag. Kenningar í siðfræði (Heimskringla 2008) voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita. Vilhjálmur fékk viðurkenningu Háskóla Íslands fyrir lofsvert framlag til rannsókna (2017).

Vilhjálmur er fæddur í Neskaupstað 1953. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1973 og BA-prófi í heimspeki og almennri bókmenntasögu frá Háskóla Íslands 1978. Hann stundaði framhaldsnám í heimspeki við Purdue-háskóla í Indiana og lauk þaðan doktorsprófi 1982. Hann hefur starfað við Háskóla Íslands frá 1983. Hann var rannsóknarstyrkþegi Alexander van Humboldt-stofnunarinnar í Berlín 1993, hjá Clare Hall í Cambridge 2006 og Fondation Brocher í Sviss 2010.

Mynd:

Útgáfudagur

4.2.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Vilhjálmur Árnason stundað?“ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2018. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75185.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 4. febrúar). Hvaða rannsóknir hefur Vilhjálmur Árnason stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75185

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Vilhjálmur Árnason stundað?“ Vísindavefurinn. 4. feb. 2018. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75185>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Vilhjálmur Árnason stundað?
Vilhjálmur Árnason er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Siðfræðistofnunar. Í rannsóknum sínum hefur hann einkum fengist við efni á sviði siðfræði, tilvistarheimspeki og heimspeki samfélags og stjórnmála.

Vilhjálmur hefur í ritum sínum fjallað um margvísleg viðfangsefni, oft á mörkum ólíkra fræðigreina og með áherslu á þýðingu þeirra fyrir íslenskt samfélag og menningu. Til dæmis hefur hann fjallað um siðferði og samfélagsgerð í Íslendingasögunum, siðferðileg álitamál tengd kvótakerfinu, heilbrigðisþjónustu og gagnagrunnsrannsóknum. Hann var formaður vinnuhóps sem var skipaður af Alþingi til að meta hvort íslenska bankahrunið mætti rekja til siðferðis og starfshátta. Í kjölfar þess hafa rannsóknir hans beinst að íslensku lýðræði fyrir og eftir hrun með sérstöku tilliti til þess hvernig nýta megi rökræðukenningar til að styrkja stofnanir fulltrúalýðræðisins.

Í bókinni Siðfræði lífs og dauða. Erfiðar ákvarðanir í heilbrigðisþjónustu (Háskólaútgáfan 1993) fjallar Vilhjálmur um helstu siðferðileg álitamál tengd heilbrigðisþjónustu og rannsóknum á fólki. Endurskoðuð útgáfa (2003) kom út í þýskri þýðingu sem Dialog und Menschenwürde. Ethik im Gesundheitswesen (LIT-Verlag 2005). Rannsókn á stöðu aldraðra á hjúkrunarheimilum kom út í ritinu Sjálfræði og aldraðir í ljósi íslenskra aðstæðna (meðhöfundur Ástríður Stefánsdóttir, Háskólaútgáfan 2004).

Í rannsóknum sínum hefur Vilhjálmur einkum fengist við efni á sviði siðfræði, tilvistarheimspeki og heimspeki samfélags og stjórnmála.

Niðurstöður evrópsks rannsóknaverkefnis undir hans stjórn birtust í bókinni The Ethics and Goverance of Human Genetic Databases. European Perspectives (Cambridge University Press 2007). Á seinni árum hafa rannsóknir Vilhjálms einkum beinst að siðfræðilegum spurningum um notkun erfðaupplýsinga í heilbrigðisþjónustu og áhrifum þess bæði á félagslegt heilbrigðiskerfi og vísindalega borgaravitund.

Bókin Siðfræði lífs og dauða hlaut viðurkenningu Hagþenkis fyrir mikilsverð fræðastörf 1993. Bækurnar Siðfræði lífs og dauða og Farsælt líf, réttlátt samfélag. Kenningar í siðfræði (Heimskringla 2008) voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita. Vilhjálmur fékk viðurkenningu Háskóla Íslands fyrir lofsvert framlag til rannsókna (2017).

Vilhjálmur er fæddur í Neskaupstað 1953. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1973 og BA-prófi í heimspeki og almennri bókmenntasögu frá Háskóla Íslands 1978. Hann stundaði framhaldsnám í heimspeki við Purdue-háskóla í Indiana og lauk þaðan doktorsprófi 1982. Hann hefur starfað við Háskóla Íslands frá 1983. Hann var rannsóknarstyrkþegi Alexander van Humboldt-stofnunarinnar í Berlín 1993, hjá Clare Hall í Cambridge 2006 og Fondation Brocher í Sviss 2010.

Mynd:

...