Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5550 svör fundust
Af hverju koma plastílát alltaf blaut úr uppþvottavélinni?
Mörg hafa eflaust tekið eftir því að þegar uppþvottavélin er opnuð, eða þegar hún opnast sjálfkrafa, í lok keyrslu eru hlutirnir í vélinni misblautir. Oft er einhver bleyta á leirtaui og málmhlutum, eins og pottum, pönnum og hnífapörum, en yfirleitt þorna þessir hlutir á tiltölulega skömmum tíma. Plastílát eru hin...
Hvað getur þú sagt mér um Júpíter?
Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og sú langstærsta. Hún er 11 sinnum stærri en jörðin að þvermáli, 142.984 km við miðbaug, og 318 sinnum massameiri eða 1,899 * 1027 kg. Massi Júpíters er 71% af samanlögðum massa allra reikistjarnanna. Ef Júpíter væri holur að innan, kæmust meira en 1.000 jarðir fyrir inni ...
Getið þið sagt mér allt um Flóabardaga?
Flóabardagi er eina sjóorrustan sem háð hefur verið við Íslandsstrendur þar sem Íslendingar skipuðu bæði lið. Orrustan fór fram á Húnaflóa 25. júní árið 1244 og þar mættust lið Þórðar kakala Sighvatssonar og Kolbeins unga Arnórssonar. Þórður kakali var af ættum Sturlunga, sonur Sighvats Sturlusonar og því bróðurso...
Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?
Ef Sókrates lifði í dag á sama hátt og hann lifði í Aþenu frá 470 til 399 fyrir Krists burð, væri svarið augljóst: Nei. Hugsanlega kemur upp í huga margra þegar hugsað er um líf Sókratesar, mynd af hvítskeggjuðum öldungi sem situr á tröppum Aþenutorgs, umkringdur ungum mönnum sem þyrstir í visku. Hann ræðir við...
Af hverju segjum við halló þegar við svörum í símann?
Málvísindamenn nota stundum svonefnd boðskiptalíkön til að útskýra og greina hvernig boðskipti eiga sér stað milli manna. Einfölduð mynd af þannig líkani gæti litið svona út:sendandi --> boð --> viðtakandiÞað er að segja sendandi sendir boð til einhvers viðtakanda. Boðskipti geta verið af ýmsu tagi. Hér eru nokkur...
Úr hverju er augað?
Hér er einnig svarað spurningunni:Getið þið lýst líffræði augans? Eins og önnur líffæri er augað gert úr mörgum mismunandi vefjum. Augað sjálft er knöttur úr þremur lögum og er um 2,5 cm í þvermál. Ysta lagið er trefjahjúpur (e. fibrous tunic) sem er gerður úr glæru (e. cornea) að framan og hvítu (e. sclera...
Hver var Andreas Vesalius?
Flestir hafa heyrt um menn eins og Charles Darwin og þróunarkenningu hans, Sir Isaac Newton og lögmálin hans, sólmiðjukenningu Aristarkosar og síðar Kópernikusar eða Galíleó og tungl Júpíters. Færri hafa þó heyrt um Andreas Vesalius og aðferðir hans, en hann er einn þeirra manna sem lögðu grunn að nútímalæknavísi...
Hvers vegna er ekki hægt að segja að tvíburinn í tvíburaþversögninni sem heima situr fari í ferðalag? Hver er munurinn?
Tvíburaþversögnin er afleiðing af takmörkuðu afstæðiskenningunni. Áður hefur verið skrifað um afstæðiskenninguna hér á Vísindavefnum, til dæmis í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig „verkar“ afstæðiskenning Einsteins? Hvernig getur hún útskýrt betur hvað er að gerast í alheiminum? og í svari Þó...
Hver var Karl Landsteiner?
Austurrísk-bandaríski líffræðingurinn og læknirinn Karl Landsteiner (1868-1943) er þekktastur fyrir að hafa uppgötvað blóðflokkana, það er að hafa þróað ABO-blóðflokkakerfið árið 1901 og Rhesus-kerfið árið 1940 og gerði uppgötvun hans mönnum kleift að framkvæma blóðinngjafir á öruggari og árangursríkari hátt. Fyri...
Hvenær barst metrakerfið til Íslands?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær barst metrakerfið til Íslands, hvernig barst það til Íslands og hvers vegna? Metrakerfið er upprunnið á dögum frönsku stjórnarbyltingarinnar og var formlega tekið í notkun í Frakklandi árið 1795. Það var andsvar við mörgum og ólíkum kerfum mælieininga sem oll...
Hver var Edward W. Said og hvert var hans framlag til vísinda og fræða?
Edward W. Said var palestínsk-amerískur bókmenntafræðingur, kunnastur fyrir orðræðugreiningu sína á textum og myndmáli Vesturlandabúa um Austurlönd og Austurlandabúa. Í þekktustu bók sinni Orientalism sýndi hann fram á tengsl nútíma Austurlandafræða við heimsvaldastefnu og viðvarandi hugmynda um framandleika hins ...
Hvað er graðhestatónlist og af hverju fóru menn að nota þetta orð?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni eða hvenær er orðið graðhestatónlist fyrst notað? Hvers konar tónlist er það og af hverju notuðu menn þetta heiti? Elsta dæmið um samsetta orðið graðhestatónlist virðist vera í grein um firmakeppni hesta í tímaritinu Fálkinn frá árinu 1964. Þar er orðið nota...
Hverjir eru helstu hátíðisdagar kirkjuársins og hvað gerðist á þeim?
Í þessu svari er aðallega fjallað um hátíðisdaga íslensku þjóðkirkjunnar en aðrar kirkjudeildir geta haft fleiri eða færri hátíðisdaga. Kirkjuárið hefst með fyrsta sunnudegi í aðventu eða jólaföstu, sem getur verið frá 27. nóvember til 3. desember. Á einu kirkjuári er farið í gegnum líf og starf Jesú Krists á ...
Hvaða strik er átt við þegar menn ná sér á strik?
Orðasambandið að ná sér á strik merkir ‘takast eitthvað eftir að áður hafði illa gengið’. Það er þekkt frá fyrri hluta 20. aldar. Strik merkir þarna ‘stefna’. Hugsanlegt er talið að það tengist því þegar menn sigldu eftir áttavita og ákveðinni stefnu var náð. Í Mergi málsins eftir Jón G. Friðjónsson (2006:846)...
Eru „skilnaðarbörn” líklegri en hin til að lenda í erfiðleikum eða skilnaði í sínu eigin sambandi?
Í félagsvísindum jafnt sem á klínískum vettvangi ber mönnum saman um að ekki sé hægt að skoða skilnaðaráfallið sem einn einstakan atburð heldur sé um langtímaferli að ræða. Því hafa skilnaðarrannsóknir í vaxandi mæli byggt á greiningu langtímaáhrifa á börnin sérstaklega og orsakavalda sem tengjast þeim. Þær hafa m...