Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2856 svör fundust
Er blóðblöndun hættuleg, til dæmis ef tveir heilbrigðir einstaklingar nudda saman opnum sárum á þumalfingrum?
Margir hættulegir sjúkdómar, til dæmis alnæmi og lifrarbólga C, smitast manna á milli með blóði. Smit getur átt sér stað jafnvel þó um lítið magn blóðs sé að ræða eins og til dæmis ef sár snertast. Það eru þekkt dæmi um það að einstaklingar beri sjúkdóm sem þeir vita ekki af og smiti fólk óvart með þessum hætti. ...
Hverjir eru helstu stærðfræðilegu eiginleikar sporbaugs?
Keilusnið (e. conic sections) eru skurðferlarnir sem myndast þegar keila er skorin með sléttum fleti. Þessir skurðferlar geta orðið þrenns konar eftir því hvernig slétti flöturinn hallar og þannig fást þrjár ólíkar gerðir keilusniða: Sporbaugar (e. ellipse), fleygbogar (e. parabola) og breiðbogar (e. hyperbola). ...
Hvenær hófst kaffidrykkja í heiminum og hvernig breiddist hún út?
Kaffitré vaxa villt á nokkrum svæðum í Afríku og sú tegund (Coffea arabica) sem fyrst nýttist til kaffigerðar rekur upphafleg heimkynni sín til fjalla í Eþíópíu. Ekki er ólíklegt að þar hafi menn lengi tuggið kaffiber sér til hressingar, en þess verður fyrst vart í Jemen (handan við Rauðahaf) um eða fyrir miðja 15...
Hvað er fjölblöðrueggjastokkaheilkenni?
Svonefnt fjölblöðrueggjastokkaheilkenni er notað um það þegar konur mynda blöðrur á eggjastokkum í stað þess að fá egglos. Það gengur yfirleitt undir skammstöfuninni PCOS (Polycystic Ovarian Syndrome). Fjölbröðrueggjastokkaheilkenni er með algengari innkirtlakvillum hjá konum og er talinn hrjá allt að 20% kvenna í...
Hvernig myndast sýklalyfjaþol?
Sýklar eru meðhöndlaðir með margskonar lyfjum en stundum verða þeir þolnir. Einnig er talað um lyfjaónæma stofna baktería. Orsökin fyrir tilurð þeirra er sú að sýklalyf eru sterkur valkraftur, sem leiðir til breytinga á stofni sýklanna. Hér er að verki náttúrulegt val, sem Charles Darwin og Alfred Wallace uppgötvu...
Hver var Roger Bacon og hvert var framlag hans til vísindanna?
Nafn Rogers Bacon (1214–1292) ber oftast á góma í sömu andrá og nöfn heimspekinga og vísindamanna frá Bretlandseyjum sem áttu þátt í að skapa þá vísindalegu aðferðafræði sem við þekkjum í nútímanum. Hann og nafni hans Francis Bacon (1561-1626) eru þá gjarnan nefndir sem nokkurs konar andlegir feður þeirrar þekking...
Hvað er beindrep?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er beindrep? og hverjar eru helstu orsakir? Hvaða afleiðingar hefur beindrep og er einhver lækning til? Bein eru alls ekki dauð, hörð fyrirbæri heldur lifandi og sístarfandi líffæri eins og sést best á því hversu hratt beinbrot gróa. Í heilbrigðum beinum er nýr beinvefur s...
Stenst það hjá Bjarna Benediktssyni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei í aðdraganda kosninga 2013 lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...
Hvers vegna eru bara tveir stjórnmálaflokkar í Bandaríkjunum?
Í Bandaríkjunum er svokallað tveggja flokka kerfi (e. two party system) þar sem tveir stórir flokkar bera höfuð og herðar yfir aðra flokka og skipta með sér völdum á öllum stigum stjórnkerfisins. Flokkarnir skiptast þá á að vera í meirihluta og minnihluta en aðrir flokkar komast lítið sem ekkert að. Í Bandaríkjunu...
Hvað getið þið sagt mér um non-Hodgkins-krabbamein?
Eitilfrumuæxli eru illkynja æxli upprunnin í eitilfrumum, nema þau æxli sem teljast til Hodgkins-sjúkdóms. Á ensku hefur verið vísað til þessa æxlishóps sem non-Hodgkin lymphomas. Þessi æxli, sem hér eftir verður vísað til aðeins sem eitilfrumuæxli, eru hópur illkynja æxla sem á upptök sín í eitilvef og eru um 3% ...
Hver var Per Henrik Ling og hvert var hans framlag til sjúkraþjálfunar?
Per Henrik Ling fæddist í Södra Ljunga í Svíþjóð 15. nóvember 1776. Þess má geta að langalangafi hans í móðurætt var hinn frægi vísindamaður Olof Rudbeck (1630-1702) sem lýsti sogæðakerfi mannsins. Ling var prestssonur og fetaði í fótspor föður síns og lauk prófi í guðfræði árið 1797. Að því loknu hélt hann til K...
Hvað er lýðræði?
Orðið lýðræði getur annars vegar snúið að því hvernig grunnstofnunum er fyrir komið í samfélaginu og hvernig fólk velur valdhafa eða skiptir um þá. Einnig getur lýðræði snúist um það hvernig taka skuli ákvarðanir í hópi fólks. Í svarinu er einnig fjallað um svonefnt fulltrúalýðræði í samanburði við beint lýðræði. ...
Hvað getið þið sagt mér um barrskógabeltið?
Barrskógabelti jarðar, sem gengur gjarnan undir orðinu taiga í erlendum málum, liggur aðallega á svæðum á milli 50° og 60° norðlægrar breiddar, allt í kringum norðurpól. Mestir eru barrskógarnir í Rússlandi þar sem langstærstur hluti þeirra vex, auk þess sem skógarnir teygja sig suður yfir landamærin til norðurhlu...
Hvað getið þið sagt mér um breiðnef?
Breiðnefurinn (Ornithorhynchus anatinus) er spendýr, þótt enga hafi hann spenana. Hann nærir ungviði sitt á mjólk sem smitast út um húðina líkt og hjá mjónefnum (Tachyglossus aculeatus). Breiðnefurinn telst til ættbálks nefdýra (Monotremata) rétt eins og mjónefurinn, en nefdýr eru ein þriggja greina spendýra (Mamm...
Hver var Marie-Anne Lavoisier og hvert var framlag hennar til vísindanna?
Lengi fram eftir öldum var fátítt í sögu Vesturlanda að konur gegndu störfum utan heimilis. Það á við um mörg starfsvið eins og til dæmis lögfræði, læknisfræði, verkfræði, handverk og ekki síður um vísindastörf. Í þessum starfsgreinum koma konur því lítið við sögu fyrr en kemur fram á 19. eða 20. öld. Frá forn...