Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8401 svör fundust

category-iconFornfræði

Hver var Hómer og eru til einhverjar traustar heimildir um hann?

Einfaldast er að svara spurningunni á þá leið að Hómer sé skáldið sem Grikkir eignuðu elstu bókmenntaverk sín, Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu. Um þetta skáld vitum við nánast ekki neitt og meira að segja hafa menn efast um að kviðurnar séu verk einhvers eins höfundar. Hómer í fornöld Grikkir eignuðu skáldinu ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr búa í Brasilíu og hver þeirra eru í útrýmingarhættu?

Ómögulegt er að telja upp eða fjalla um öll þau dýr sem lifa í Brasilíu í einu svari þar sem það myndi sjálfsagt fylla mörg bindi af bókum, svo mikill er fjöldinn þar. Hér verður því aðeins gerð grein fyrir fjölda tegunda í hinum ýmsu flokkum, en athyglinni síðan beint að dýrum í mikilli útrýmingarhættu. Hvergi...

category-iconUmhverfismál

Hvað er metýl-ísósýanat og hver eru áhrif þess á umhverfið?

Metýl-ísósýanat (CH3NCO), gjarnan skammstafað MIC (e. methyl isocyanate), er litlaus eldfimur vökvi sem gufar hratt upp þegar hann kemst í snertingu við loft. Efnið hefur sterka, einkennandi lykt og veldur bráðum eituráhrifum. Þegar metýl-ísósýanat kemst undir bert loft myndar það gas sem brotnar niður í andrú...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er merking máltækisins "Að lifa eins og blóm í eggi"?

Orðatiltækið að lifa eins og blóm í eggi er notað um að ganga allt í haginn, njóta lífsins, lifa í vellystingum. Blóm merkir í þessu sambandi ‘eggjarauða’ en hún er einnig nefnd blómi (kk.). Blóm í merkingunni ‘eggjarauða’ er líklegast tökumerking úr dönsku, æggeblomme. Eggjarauða, eða blóm. Annað orðtak sem...

category-iconSálfræði

Hvað gerir taugasálfræðingur og hver er munurinn á honum og taugalækni?

Bæði taugalæknar og taugasálfræðingar eru löggildir sérfræðingar sem starfa gjarnan innan heilbrigðiskerfisins eða á akademískum rannsóknarstofnunum. Taugalæknar vinna þó oftar en taugasálfræðingar á eigin vegum. Taugasálfræðingar og taugalæknar hafa þjálfun í að greina og meðhöndla margs konar heila- og taugasjúk...

category-iconVísindavefur

Hver er stærsti jökull í heimi og hvað er hann stór?

Lambertjökull á Suðurskautslandinu er stærsti jökull í heimi. Heimildum ber ekki alveg saman um stærð hans en á Wikipediu er hann sagður 80 km breiður, rúmlega 400 km langur og 2,5 km á þykkt. Það var ameríski landfræðingurinn John H. Roscoe sem fyrstur dró útlínur jökulsins, lýsti honum og gaf honum nafnið ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er merkingin á bak við orðatiltækið ‘að hleypa í brýnnar’?

Orðasambandið að hleypa í brýnnar er notað um að láta í ljós óánægju eða reiði með því að draga saman augabrúnirnar. Einnig er talað um að hleypa brúnum í sömu merkingu. Ýmsar aðrar sagnir eru notaðar til að lýsa óánægju eða reiði með einhvers konar augngrettum. Vel er þekkt að yggla brýnnar og setja í brýnnar...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Anna Frank og fyrir hvað er hún svona fræg?

Anna Frank, fædd 12. júní 1929, var þýsk stúlka af gyðingaættum sem neyddist til að fara í felur á meðan ofsóknir nasista gegn Gyðingum stóðu yfir. Þann 6. júlí 1942 flúði fjölskylda Önnu heimili sitt og kom sér fyrir í leyniherbergi á vinnustað föður hennar í Amsterdam í Hollandi. Þar höfðust þau við í 25 mánuði ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er uppruni pundsmerkisins og af hverju er það táknað með £?

Pundsmerkið sem er yfirleitt táknað svona: £, er heiti á gjaldmiðli í nokkrum löndum, til dæmis Englandi, Egiftalandi, Líbanon og Sýrlandi. Merkið er myndað eftir latneska orðinu libra sem var massaeining Rómverja. Það orð er dregið af orðum eins og libro sem merkir að koma í jafnvægi, eins og þegar vog er kom...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er fræðilega skýringin á því hvar hringur endar og byrjar?

Til að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að vita hvernig hringur er skilgreindur. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig skilgreinir maður hring? segir svo:Hringur eða hringferill er mengi þeirra punkta í sléttu eða plani sem eru í tiltekinni fjarlægð frá gefnum punkti. Sá punktur nefnist...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver fann upp keiluíþróttina, hvenær var það og hvernig gerðist það?

Eins og við á um margar spurningar um uppruna fyrirbæra, eru skýr og klár svör ekki alveg á hreinu. Þetta geta menn til dæmis séð ef þeir lesa svar við spurningunni Hver fann upp fótboltann?. Þar kemur fram að hægt er að rekja sögu fótbolta eins og við þekkjum hann langt aftur, eftir ýmsum leiðum. Til dæmis til kí...

category-iconStærðfræði

Hver var Paul Erdös og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Paul Erdös var einn mikilvirkasti stærðfræðingur sögunnar, en einnig afar sérstakur persónuleiki. Hann fæddist í Búdapest (sem Pál Erdös) 1913. Þar sem einu systkini hans dóu úr skarlatssótt daginn sem hann fæddist, þá ólst hann upp við dekur og ofurumhyggju móður sinnar. Erdös hlaut doktorsgráðu 21 árs og tók þá ...

category-iconSálfræði

Hver var Gustav Fechner og hvert var framlag hans til tilraunasálfræði?

Gustav Theodore Fechner (1801-1887) var þýskur tilraunasálfræðingur, sem lagði grunninn að sáleðlisfræði, vísindagrein þeirri sem fæst við að ráða í tengsl áreitis og þeirrar skynhrifa sem þau vekja, og magnbinda þessi tengsl. Það er öllum ljóst að þegar kveikt er á vaxkerti í myrkvuðu herbergi sjáum við mikin...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Roman Jakobson og hvert var framlag hans til hugvísinda?

Jakobson var örugglega mest heillandi allra minna kennara. Að baki kennslu hans og skrifum var alltaf einhvers konar ráðgáta. Hann útskýrði hvaða vandamál vöktu forvitni hans og hvers vegna þau skiptu máli, hann gerði mann furðulostinn með afburðalausnum sínum á þeim en langaði mann sjálfan til að spreyta sig á sl...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er Noam Chomsky og hvers vegna er hann öndvegisfyrirlesari Hugvísindasviðs?

Uppruni og menntun Noam Chomsky fæddist 7. desember 1928 í Fíladelfíu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru William og Elsie Chomsky. Faðirinn var þekktur fræðimaður í hebreskum fræðum, prófessor við Gratz College í Pennsylvaníu og innflytjandi frá Úkraínu. Móðirin ólst upp í Bandaríkjunum, átti æt...

Fleiri niðurstöður