Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 868 svör fundust
Er prótín frumefni?
Hvert frumefni er úr einni gerð frumeinda og er ekki hægt að greina þau niður í smærri einingar með hefðbundnum efnafræðilegum aðferðum eða búa þau til úr öðrum efnum. Dæmi um frumefni sem fjallað hefur verið um á Vísindavefnum eru kolefni (C), súrefni (O), vetni (H), kvikasilfur (Hg), neon (Ne) og járn (Fe). P...
Eru lóðir undir hús virkilega nefndar eftir verkfæri til að mæla þyngd?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna eru lóðir (land undir hús) nefndar eftir, að því er virðist, verkfæri til að mæla þyngd. Hver er uppruni orðsins lóð sem land undir hús? Til gamans má nefna að spyrjandi vinnur við að afmarka jarðir, lönd og lóðir Íslands. Nafnorðið lóð er til í tveimur kynjum, ...
Hvað er gervigreind?
Orðið gervigreind hefur verið notað á ýmsa vegu í tímans rás, en í daglegu tali nú á dögum er yfirleitt átt við það að tölva geti skynjað og skilið umhverfi sitt og síðan tekið eigin ákvarðanir á svipaðan hátt og manneskjur. Upphaf gervigreindar sem rannsóknarverkefnis má rekja til ráðstefnu sem haldin var í Banda...
Af hverju verða gervihnettir að vera yfir miðbaug jarðar ef þeir eiga ekki að hringsóla um hana?
Skýringin á þessu er fólgin í þyngdarlögmálinu ásamt svonefndu öðru lögmáli Newtons. Af þessum lögmálum leiðir að braut gervihnattar er alltaf í sömu sléttunni (plane) sem við köllum brautarsléttu og sú slétta liggur auk þess um jarðarmiðju. Ef braut gervihnattar liggur einhvers staðar norður fyrir miðbaug hlýtur ...
Hver eru fylgitungl Neptúnusar?
Umhverfis Neptúnus ganga að minnsta kosti 11 tungl. Þrjú þeirra er tiltölulega nýbúið að uppgötva og hafa þau því þegar þetta er skrifað (júlí 2003) enn ekki fengið venjulegt heiti. Heiti tungla Neptúnusar eru fengin úr grísku/rómversku goðafræðinni en nánari skýringar á nöfnunum fylgja umfjöllun um hvert tungl. ...
Hvernig er dýralífið í Marokkó?
Marokkó í Norður-Afríku er eitt þriggja landa í heiminum sem á strönd bæði að Atlants- og Miðjarðarhafi. Líffræðilegur fjölbreytileiki er töluvert mikill í Marokkó enda eru náttúrlegar aðstæður, landslag, veður- og gróðurfar, nokkuð ólíkar eftir því hvar í landinu borið er niður. Landið er fjalllent, í norðurhluta...
Hvað er blindsýn (blindsight)?
Blindsýn (e. blindsight) er undarlegur og jafnframt nokkuð umdeildur eiginleiki sem getur komið fram við skemmdir í frumsjónberki (e. primary visual cortex, striate cortex) heilans. Frumsjónbörkur er þannig upp byggður að tiltekin svæði innan hans samsvara ákveðnum hluta sjónsviðsins. Skemmist partur af sjónbe...
Er eyðing regnskóganna bara af mannavöldum eða á náttúran einhvern þátt í henni?
Náttúruöflin hafa alltaf haft áhrif á regnskóga. Eldar, þurrkar, stormar og eldgos, svo nokkuð sé nefnt, hafa mikil áhrif á vöxt og viðgang regnskóganna og geta valdið raski á stórum svæðum. Náttúrleg röskun er þó harla ólík röskun af mannavöldum. Eldar, þurrkar og stormar eyða skóginum ekki algjörlega. Hluti v...
Hvað getið þið sagt mér um froskdýrin Atelopus pinangoi og Atelopus naney?
Atelopus pinangoi og Atelopus nanay eru smávaxnar körtutegundir af ættkvíslinni Atelopus. Til þessarar ættkvíslar teljast að minnsta kosti 84 tegundir. Helsta einkenni þeirra er skært og áberandi litafar. Þær eru dagförular, það er að segja virkar að degi til en halda sig til hlés í myrkri. Þessar tegundir finnast...
Hvað er gjóska?
Hugtakið gjóska er samheiti yfir laus gosefni, óháð stærð og gerð, sem koma upp í eldgosi og berast í lofti frá gosopi. Alþjóðlega fræðiheitið er tefra (e. tephra) dregið af grísku orði sem merkir aska. Á ensku er hugtakið 'pyroclastic debris' einnig notað yfir gjósku. Gjóska er tiltölulega nýtt orð í málinu. Þ...
Hversu langan tíma tekur það nýtt hraun að verða að hörðum steini?
Hraun myndast við það að bráðin bergkvika storknar og er því storkuberg. Hrein efni eins og gull (Au), vatn (H2O) eða kísiloxíð (SiO2) storkna við eitt ákveðið hitastig, gullið við 1064°C, vatnið við 0°C og kísiloxíðið við 2269°C. Þetta merkir að ofan við 1064°C er gull bráðið, en storkið neðan við 1064°C. Ólík...
Móðir mín er spænsk listakona og ætlar að þýða hluta af Njáls sögu, getið þið hjálpað henni að skilja orðið gandreið?
Öll spurningin hljóðaði svona: Móðir mín er spænsk listakona og elskar íslenska menningu og samfélag. Hún las Njáls sögu í fyrra sumar og núna ætlar hún að þýða hluta af sögunni á spænsku og nota textann á nýja listaverkið sitt. En hún er með spurningu sem ég gat ekki svarað; kannski gætuð þið hjálpað...
Af hverju eru aðventukertin stundum fimm?
Aðventukransar sem við þekkjum á Íslandi eru með fjögur kerti. Hins vegar tíðkast það sums staðar að hafa kertin fimm. Það merkir þó ekki að aðventan sé lengri heldur er fimmta kertið tileinkað Jesúbarninu og kveikt á því á jóladag. Aðventukransinn byggist á norður-evrópskri hefð. Hið sígræna greni táknar lífið...
Hvað geturðu sagt mér um Satúrnus?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvenær fannst Satúrnus og af hverju heitir hún Satúrnus? (Fríða Guðrún f. 1989)Hver er eðlismassi Satúrnusar og hvað er hann þungur? (Fríða Guðrún f. 1989)Hvernig er Satúrnus frábrugðin hinum reikistjörnunum? (Harpa Gunnarsdóttir)Hvernig er lofthjúpur Satúrnusar? (S...
Hver er saga rappsins?
Rappið hefur alltaf verið til. Þegar Guð talaði við Adam, Móses og alla spámennina rappaði hann, það gerði Shakespeare líka, hann rappaði og rímaði. Rappið hefur þess vegna alltaf verið til. Þannig hljóðar skilgreining eins af frumkvöðlum rappsins, Afrika Bambaataa, á fyrirbærinu. Hér verður þó notuð þrengri skil...