Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6051 svör fundust
Hver er nýjasta gagnrýnin á kenningu Piagets?
Ekki er auðvelt að dæma um hvað sé glænýjast í gagnrýni á Piaget, en sjálfsagt mál og athyglisvert að gera í nokkrum orðum grein fyrir gagnrýni á kenninguna. Fyrst er að tiltaka að rit Piagets eru mikil að vöxtum og rannsóknir hans margar. Nokkurrar þróunar gætti í skrifum hans. Hann brást við gagnrýni og tók þátt...
Hvernig kemur maður konunni sinni í gott skap?
Þetta er góð og mikilvæg spurning sem margir hafa glímt við árum saman án þess að verða nokkurs vísari. Hún hefur vakið miklar umræður í ritstjórn en niðurstaðan birtist nú eftir 8 mánaða meðgöngu. Meginatriðið er náttúrlega að byrja á því að gera sér ljóst að það er ekki til neitt almennt svar við þessu því a...
Notar íslenska lögreglan lygamæla og standast slíkar mælingar fyrir dómstólum?
Eftir því sem höfundur kemst næst eru lygamælar ekki notaðir á Íslandi og alls ekki á neinn almennan og skipulagðan hátt. Það er hins vegar fróðlegt er að velta fyrir sér sönnunargildi slíkra upplýsinga. Rétt er að árétta í upphafi að ekki er hægt að neyða mann til að gangast undir próf með lygamæli, enda er ...
Í hvaða landi lifa flestar dýrategundir?
Það þarf ekki að koma á óvart að þau lönd, þar sem flestar dýrategundir finnast, eru víðlend og liggja á regnskógasvæðum. Ríkið sem hefur flestar tegundir lífvera (bæði úr dýra- og plönturíkinu) innan sinna landamæra er Brasilía. Til að mynda vex ein af hverjum fjórum tegundum plantna sem fundist hafa á jörðinni í...
Hvað eru babúskur og hvenær urðu þær til?
Babúskur eru rússneskar dúkkur eða tréfígúrur í mismunandi stærðum sem raðast saman hver inn í aðra. Þær eru málaðar, venjulega sem konur í skrautlegum klæðum en einnig eru til aðrar útfærslur svo sem fjölskylda, ævintýrapersónur eða stjórnmálamenn. Einnig geta þær verið skreyttar til dæmis með kúlum eða gleri. ...
Er hægt að komast að því hvort maður hafi hraðar eða hægar vöðvafrumur og hvernig er farið að því?
Í stuttu máli er svarið já, það er hægt að komast að því hvort maður hafi hraðar eða hægar vöðvafrumur. Til þess að finna út úr því þarf að taka vöðvasýni á stærð við strokleður á blýanti úr einum eða fleiri vöðvum. Sýnið er svo greint á rannsóknarstofu og að því loknu er hægt að reikna út hlutfall hraðra og hæ...
Hvað er bankaleynd og hversu víðtæk er hún?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo: Bankaleynd hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Yfir hvaða svið bankaviðskipta nær leyndin? Hvað má upplýsa og hvað ekki? Í 7. kafla laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 er kveðið á um trúnaðarskyldur starfsfólks þeirra. Þar er lögð almenn skylda á allt starfsfólk f...
Hvernig eru veirur nýttar til að flytja erfðaefni inn í frumur?
Algengt er að nota víxlveirur (e. retrovirus) af flokki lentiveira til þess að ferja gen í frumur. Það þarf þó að vanda vel til verka til að veiran virki einungis sem genaferja en geti ekki fjölgað sér og sýkt frumur sem henni er ekki ætlað að sýkja. Þetta er gert á þann veg að frumur í rækt eru notaðar sem pökkun...
Hvernig fer danski seðlabankinn að því að láta dönsku krónuna fylgja gengi evrunnar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig framkvæmir danski seðlabankinn það frá degi til dags að halda krónunni (DKK) fasttengdri við evruna? Þótt Danir séu í Evrópusambandinu hafa þeir ekki tekið upp evruna að öllu leyti. Þeir hafa í þess stað fest gengi dönsku krónunnar við gengi evrunnar. Nánar til...
Hvaða geimför eru að lenda á Mars núna?
Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningum:Hvenær verður mannað geimfar sent til annarrar plánetu í sólkerfinu og til hvaða plánetu verður það sent? Hvernig gengur undirbúningur hjá NASA um mannaðar ferðir til Mars?Þegar þetta er skrifað sveima tvö geimför umhverfis reikistjörnuna Mars, Mars Global Su...
Hver er Terence Tao og hvert er hans framlag til stærðfræðinnar?
Terence Tao er ástralskur stærðfræðingur. Tao er undrabarn í stærðfræði, hann keppti í alþjóðlegum stærðfræðikeppnum aðeins tíu ára gamall, lauk doktorsprófi tvítugur og var 24 ára þegar hann varð prófessor við UCLA-háskólann. Tao hlaut hin virtu Fields-verðlaun 31 árs. Sú stærðfræðiniðurstaða sem hann er einna þe...
Hvers vegna nota Íslendingar föðurnöfn en fólk á öðrum Norðurlöndum ættarnöfn?
Upprunalega spurningin var: Hvers vegna erum við Íslendingar með föðurnöfn en fólk á Norðurlöndum með ættarnöfn? Sá siður að kenna karla og konur við feður sína, og í sumum tilvikum við mæður ef feður voru látnir, var ríkjandi á öllum Norðurlöndum á landnámsöld. Íslendingar einir hafa haldið þessum sið, þót...
Hverjar voru orsakir Kóreustríðsins?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvað orsakaði Kóreustríðið? (Hvers vegna braust stríðið út?) Ekki eru allir á einu máli um hvað réð mestu um upphaf Kóreustríðsins en hægt er að rekja það til samspils fjögurra meginþátta:Yfirráða Japana í Kóreu á árunum 1910-1945;Hugmyndafræðilegs ágreinings Sovétríkjanna...
Hvað felst í fráfalli friðhelgisréttinda Íslands samkvæmt 18. gr. Icesave-samningsins?
Í þjóðarétti er það meginregla í samskiptum ríkja að ekkert ríki hefur lögsögu yfir öðru. Í því felst að lausn ágreiningsmála og deilumála fer allajafna fram með öðrum hætti en í samskiptum einstaklinga. Málsóknir fyrir dómstólum eru til dæmis háðar því að samkomulag milli ríkjanna sé um slíkt og eitt ríki verður ...
Hvernig virkar bitcoin og aðrar rafmyntir?
Spurningin var upphaflega: Hvernig virkar bitcoin og aðrar rafmyntir og má eiga þær á Íslandi þrátt fyrir gjaldeyrishöftin? Hver er munurinn á rafmynt eins og bitcoin og venjulegum peningum? Tæknin sem rafmyntir byggja á er oft kennd við ‘blockchain’ á ensku. Engin íslensk þýðing á þessu hugtaki hefur ná...