Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2710 svör fundust

category-iconHeimspeki

Ef líf þróast á annarri plánetu er þá rökrétt að gáfaðasta eða þróaðasta lífveran verði á endanum svipuð mönnum?

Nei, það er ekki rökrétt að þróun stefni að slíku marki. Til þess að sama útgáfa fáist eftir milljón ára þróun á aðskildum stöðum þyrftu ótal mörg skilyrði að vera hin sömu. Og jafnvel þó að slík skilyrði væru til staðar gera flestir ráð fyrir að tilviljanir séu innbyggðar í þróunina. Þannig telur mikill meirihlut...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verkar tölvupóstur?

Þegar maður sendir tölvupóst fer af stað löng atburðarás sem lýkur yfirleitt nokkrum sekúndum síðar er pósturinn lendir á áfangastað. Ef ég ætlaði að senda þessa grein í tölvupósti myndi ég ýta á "Senda" takkann á póstforritinu mínu. Þá gerist eftirfarandi: Póstforritið byrjar á að mynda skjalið sem verður ...

category-iconLandafræði

Hvað þurfa margir að búa í bæ til að hann verði að borg?

Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um hvar mörkin liggi á milli bæjar og borgar. Spurningarnar eru meðal annars: Hvenær verður bær að borg? Hvað þurfa margir að búa í Akureyrabæ til að hann verði kallaður borg? Hvenær verður bær að borg og kauptún að kaupstað? Hvenær breytist Kópavogur úr bæ í borg...

category-iconHagfræði

Hver yrði árlegur kostnaður Íslands við aðild að ESB?

Beint framlag íslenska ríkisins til Evrópusambandsins eftir hugsanlega aðild að sambandinu yrði að öllum líkindum á bilinu 13-15 milljarðar íslenskra króna árlega. Erfitt er að meta hversu mikið Ísland fengi til baka í formi styrkja; það veltur aðallega á niðurstöðum aðildarviðræðna en einnig á frumkvæði Íslending...

category-iconVísindi almennt

Er hægt að særa djöfulinn úr andsetnu fólki?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Eru þekkt dæmi um það að djöfullinn sé til í fólki og hægt sé að særa hann út? (5. R í MR). Eru andsæringar til í alvörunni? Er hægt að sanna það að fólk hafi verið andsett. (Jenný Björk Ragnarsdóttir) Andsetning (e. possession) kallast það fyrirbæri þegar einstaklingur...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr leynast í rúmum og teppum landsmanna?

Um árabil var það trú manna að rykmaurar, sem nú eru kallaðir rykmítlar (sjá svar við spurningunni Eru rykmaurar það sama og rykmítlar?) lifðu á húðflögum og væru algengir í rúmum og teppum innan húss, til dæmis í svefnherbergjum. Öpuðu menn þetta hver upp eftir öðrum og standa þessar fullyrðingar víða á prenti. N...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig virka erfðapróf?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er DNA og hvernig virka DNA-próf? Til þess að svara fyrri hluta upprunalegu spurningarinnar er vísað á svar Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra? Engir tveir einstaklingar hafa sama erfðaefni, nema auðvitað eineggja...

category-iconÞjóðfræði

Eru þekkt dæmi um að álfar eða huldufólk hafi stoppað vegagerð?

Á undanförnum áratugum hafa komið upp einstaka tilvik þar sem trú á álfabyggðir og álagabletti hefur tengst vegaframkvæmdum. Um þetta er fjallað almennt í svari sama höfundar við spurningunni Er vegum oft breytt vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt? en hér lýst fjórum atburðum sem ge...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Akhenaten og konu hans Nefertiti?

Akhenaten var faraó í Egyptalandi sem ríkti á tímum átjándu konungsættarinnar. Hann er talinn hafa ríkt í 17 ár og dó annaðhvort 1336 eða 1334 f.Kr. Eitt helsta einkenni á stjórnartíð Akhenaten er að hann lagði af fjölgyðistrú í Egyptalandi og beitti sér fyrir tilbeiðslu sólguðs sem kallaðist Aten. Eftir þessi ...

category-iconHeimspeki

Hvort eru konur eða karlar fremri í heimspeki?

Sennilega er engin leið til að svara þessari spurningu með skýrum hætti, ekki síst vegna þess að hún vekur í raun ótal spurningar sem erfitt er að svara. Hvað gerir eina manneskju fremri annarri í heimspeki? Hvaða mælikvarða á að nota? Og ef flókið er að meta hvað gerir einn einstakling fremri öðrum í heimspeki, h...

category-iconStærðfræði

Hver var Vilhjálmur Ögmundsson og hvert var hans framlag til stærðfræðinnar?

Vilhjálmur Ögmundsson (1897–1965), bóndi á Narfeyri á Skógarströnd, stundaði rannsóknir í stærðfræði nær alla sína ævi einn síns liðs og án þeirrar formlegu menntunar sem nauðsynleg hefur talist til að takast á við slík verk. Störf hans vöktu undrun og aðdáun stærðfræðinga og við ævilok höfðu niðurstöður rannsókna...

category-iconHagfræði

Hvert var framlag Adams Smiths til hagfræðinnar?

Nú á tímum er Adams Smiths einkum minnst fyrir framlag sitt til hagfræðinnar og er Auðlegð þjóðanna (An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations) oft sögð marka upphaf hagfræðinnar sem vísindagreinar. Auðlegð þjóðanna er löng bók, tæplega eitt þúsund blaðsíður að lengd. Hún er í fimm mislöngum h...

category-iconNæringarfræði

Hvað er hægt að svelta líkamann lengi um kolvetni, t.d. á ketófæði?

Fyrstu sólarhringana í kolvetnasvelti klárast glýkógenbirgðir líkamans sem eru í vöðvum og lifur. Eftir það fer sykurnýmyndun af stað þegar lifrin breytir prótínum/amínósýrum í glúkósa til að halda blóðsykrinum stöðugum og næra heilann sem brennir glúkósa undir eðlilegum kringumstæðum. En eftir um það bil viku fer...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu oft er veiruerfðaefni magnað upp þegar sjúkdómurinn COVID-19 er greindur í mönnum?

Upprunalega spurningin var: Hver er algengasti afritunarfjöldinn (e. cycle threshold) í kjarnsýrugreiningum á Íslandi vegna veirunnar SARS-CoV-2? Til að svara þessari spurningu þarf fyrst að útskýra hugtakið kjarnsýrumögnun (e. polymerase chain reaction, PCR) og setja það í samhengi við COVID-19 (sem orsaka...

category-iconHeimspeki

Er siðferðilega rétt að veiða lax í þeim eina tilgangi að sleppa honum?

Á undanförnum árum hefur orðið mikil viðhorfsbreyting á því hvernig við teljum æskilegt að koma fram við umhverfi okkar. Margt af því sem áður þótti eðlilegt þykir núna fullkomlega óásættanlegt. Stærstu breytingarnar tengjast líklega því hvernig við förum með úrgang og rusl, en á síðustu árum hafa viðhorf okkar ti...

Fleiri niðurstöður