Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7117 svör fundust
Af hverju er sagt að maður sé örvhentur en ekki bara vinstrihentur?
Við viljum gefa öllum hlutum einhver nöfn en oft getur verið erfitt að segja til um, af hverju hluturinn hafi þetta heiti en ekki hitt. Við gætum til dæmis spurt hér á móti, af hverju spyrjandinn stingi upp á heitinu 'vinstrihentur' en ekki einhverju enn öðru. Þeir sem nota heldur hægri höndina eru kallaðir rétthe...
Ef allir jarðarbúar tækju sig saman og mynduðu hring um jörðina, hve marga hringi kæmumst við?
Þegar þetta er skrifað, í október 2006, er talið að mannkynið allt sé um 6,6 milljarðar. Ef við gefum okkur að allt þetta fólk stæði nokkuð þétt saman, héldist í hendur og myndaði keðju þar sem hver einstaklingur tæki að meðaltali um 50 cm eða 0,5 m yrði sú keðja 3.300.000.000 m eða 3.300.000 km löng. Ummál j...
Hvaða dýrategund hefur náð hæstum aldri hingað til?
Svonefndar kúskeljar (Arctica islandica) ná hæstum aldri allra dýra. Vísindamenn frá Bangor-háskóla fundu nýlega lifandi kúskel fyrir norðan Ísland sem þeir telja að sé rétt rúmlega 400 ára gömul. Svona lítur kúskel út. Kúskelin sem þeir fundu var þess vegna á sínu bernskuskeiði um það leyti sem enska leikritask...
Af hverju springur ljósapera?
Í venjulegum ljósaperum er fínn þráður úr málmi sem hitnar og fer að glóa þegar rafstraumur er leiddur um hann. Við notkun eyðist vírinn smám saman þannig að hann verður grennri á einhverjum stöðum. Þetta endar þannig að málmþráðurinn fer í sundur á slíkum stöðum. Þegar vírinn fer í sundur getur hlaupið neisti ...
Hvað er húðin mörg prósent af manninum?
Í fróðlegu svari Stefáns B. Sigurðssonar við spurningunni Er húðin líffæri? kemur fram að húðin er stærsta líffæri líkamans. Í fullorðnum manni er yfirborð húðarinnar um 2 fermetrar og hún vegur um það bil 5 kg eða um 15% af líkamsmassanum. Nánar má lesa um húðina í svarinu sem nefnt var hér í byrjun og öðrum s...
Af hverju er þyngdaraflið svona skrýtið á tunglinu?
Þyngdarkrafturinn á tungluni er ekkert skrýtnari eða öðruvísi en annars staðar. Á tunglinu verkar alveg sami þyngdarkraftur og á jörðinni en eini munurinn er sá að þyngdarkrafturinn á tiltekinn hlut á tunglinu er miklu minni en á sama hlut á jörðinni og hluturinn virðist því léttari þar en við yfirborð jarðar. ...
Ég veit hvað ófreskja er, en hvað er þá freskja?
Orðið ófreskja merkir í nútímamáli ‛skrímsli, óvættur’ en hafði í fornu máli einnig merkinguna ‛skyggnigáfa’. Nafnorðið ófreski merkir ‛skyggni, skyggnigáfa‛ og lýsingarorðið ófreskur ‛skyggn, sá sem sér það sem öðrum er hulið’. Lýsingarorðið freskur merkir þá ‛óskyggn’. Ekki...
Hvað er rekill eða driver í tölvum og hvaða hlutverki gegnir hann?
Rekill (e. driver) sér um samskipti við vélbúnað í tölvum. Allur vélbúnaður sem er tengdur við tölvuna þarf á rekli að halda svo hægt sé að nota hann. Allur vélbúnaður sem er tengdur við tölvuna þarf á rekli að halda. Fjölmargir reklar eru til staðar í stýrikerfi tölvunnar. Þegar nýr hlutur er tengdur við tölvu ...
Hvað þýðir orðið aflands ríki? Er þetta nýtt orð?
Orðasambandið aflands ríki er ekki gamalt í málinu. Fyrri hluti þess er þýðing á enska orðinu offshore en ein merking þess er ‘vörur eða fjármunir sem varðveittir eru í öðru landi’. Íslenska orðið aflands þýðir orðrétt ‘af landi’, það er frá landi til sjávar og er fyrst og fremst notað um veðurfar, til dæmis aflan...
Hvenær kemur orðið prjón og sögnin að prjóna fyrst fyrir í íslensku máli eða riti?
Orðið prjón og sögnin að prjóna koma hvorki fyrir sem flettur í fornmálsorðabók Johans Fritzner né í seðlasafni Stofnunar Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn með orðum úr fornu óbundnu máli. Elstu dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans um sögnina að prjóna eru frá síðari hluta 16. aldar en dæmin um prjón eru eitthvað yngr...
Hvernig lætur maður kné fylgja kviði?
Orðasambandið merkir orðrétt að fella einhvern og halda honum niðri með hnénu. Það er einnig notað í yfirfærðri merkingu um að fylgja eftir sigri, sem unnist hefur, oft á harðneskjulegan hátt. Kviður merkir ‛magi’ og má sjá fyrir sér mann liggja á bakinu eftir fall í átökum og annan sem heldur honum niðr...
Af hverju sækjast ormar í mold?
Segja má að moldin sé kjörbúsvæði fyrir ánamaðka (orma). Þar fá þeir fæðu, vatn og skjól. Í moldinni nærast ánamaðkar á rotnandi plöntuleifum. Þeir eru mikilvægir fyrir niðurbrot lífrænna efna og hjálpa til við hringrás margra grundvallarfrumefna í vistkerfinu. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvað éta ...
Hvaðan kemur orðatiltækið „að sitja á hakanum“ og hver er upprunaleg merking þess?
Orðasambandið sitja á hakanum merkir að ‛verða út undan, mæta afgangi’. Það þekkist frá 18. öld. Annað svipað frá sama tíma kemur fyrir í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar sem gefin var út 1814. Það er að verða á hakanum sem Björn segir notað um það að fá ysta eða versta sætið. Fleiri afbr...
Hvað er kýfingur sem kemur fyrir í samsetta orðinu auðkýfingur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur „kýfingur“ úr orðinu „auð-kýfingur“ og hvað þýðir það? Orðið -kýfingur er dregið af sögninni kýfa ‘setja kúf á, hrúga niður’. Sem ópersónuleg sögn er hún til dæmis notuð í sambandinu það kýfir niður snjó ‘það snjóar mikið’. Hér hefur kýft niður snjó. ...
Er ekki hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi?
Upprunalega spurningin var þessi: Í ljósi allra þeirrar tækni sem er til staðar í dag væri þá ekki auðveldlega hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi? Ef notkun seðla og myntar væri hætt og í staðinn yrðu aðeins leyfð rafræn viðskipti sem færu um miðlæga grunna væri þá ekki hægt að koma í veg fyrir nánast ...