Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4929 svör fundust
Hvað er tíðahringurinn langur hjá konum?
Tíðahringur kvenna er skilgreindur frá fyrsta degi blæðinga og þar til næstu blæðingar hefjast. Tíðahringir geta verið mislangir milli kvenna og einnig hjá sömu konunni. Að öllu jöfnu er talað um 28 daga tíðahring að meðaltali en fæstar konur hafa reglulegan 28 daga tíðahring. Bandarísk rannsókn á 2316 konum á ald...
Er dagleg vatnsdrykkja umfram tvo lítra holl?
Hér er einnig svarað spurningu Guðrúnar Jóhannsdóttur:Æskilegt er að maður drekki að minnsta kosti 2 lítra af vökva á dag. Skiptir máli hvort það sé vatn eða eitthvað annað, til dæmis ávaxtasafi?Vatn líkamans er um 60% af líkamsþunganum að meðaltali og gegnir margvíslegum hlutverkum sem gerir það lífsnauðsynlegt m...
Hvað á John Stuart Mill sameiginlegt með nýfrjálshyggju?
Það er erfitt að svara þessari spurningu vegna þess að merking orðsins nýfrjálshyggja er á reiki. Það er þýðing á enska orðinu neoliberalism sem hefur helst verið notað af andstæðingum frjálshyggju. Þeir hafa, margir hverjir, reynt að ljá því neikvæðan blæ, án þess að skilgreina eða skýra á hvern hátt þessi „nýja”...
Mig langar að spyrja um ammóníak, framleiðslu þess og notagildi.
Ammóníak Ammóníak er litlaus daunill lofttegund undir venjulegum kringumstæðum (við staðalaðstæður). Sameind ammóníaks samanstendur af einni köfnunarefnisfrumeind (N) og þremur vetnisfrumeindum (H) og er táknuð með efnaformúlunni NH3. Um hættu af völdum ammóníaks er fjallað í svari sama höfundar við spurningunn...
Er það satt að kvak í öndum bergmáli ekki?
Þegar okkur barst þessi undarlega spurning frá tveimur spyrjendum með skömmu millibili, fórum við á stúfana og könnuðum hvort eitthvað væri til í henni. Skemmst er frá því að segja að á mörgum vefsíðum er því haldið fram að kvak anda bergmáli ekki. Á síðunum er oftar en ekki langur listi af svipuðum fullyrðingum, ...
Af hverju eru drekar svona algengir í „þjóðsögum“ allra landa?
Fáar skepnur eru eins algengar í goðsögum, sögnum, þjóðsögum og ævintýrum og drekar. Drekinn er á táknrænan hátt náskyldur slöngunni eða orminum, enda var gríska orðið drakon, sem enska heitið er dregið af, upphaflega notað um hvers kyns sæskrímsli. Drekinn er alþjóðlegt tákn og getur bæði vísað í hið góða og hið ...
Hvað ræður augnalit okkar? Hvort eru blá eða brún augu ríkjandi?
Hér er einnig svar við spurningunni: Geta foreldrar sem bæði eru brúneygð átt bláeygt barn? Gen sem við erfum frá foreldrum okkar ráða því hversu mikið litarefni myndast í lithimnu augans og þar með hvaða augnlit við erum með. Meira litarefni þýðir dekkri (brúnni) augu. Gen sem ráða þessu eru líklega mörg og sa...
Hvað er hestur?
Hestar (Equus caballus) eru hófdýr af ættinni Equidea. Í fornöld tóku menn hestinn í sína þjónustu enda er hann auðtaminn. Í dag eru til ótal ræktunarafbrigði af þessu gresjudýri. Í fyrstu notuðu menn hesta sem veiðidýr. Í eina tíð lifðu ættbálkar manna af indóevrópskum uppruna á sléttum sem nú tilheyra sunnan...
Hvernig verka leitarvélar?
Leitarvélar á vefnum eru samsettar úr tveimur aðskildum einingum. Annars vegar er hópur tölva, svokallaðar köngulær, sem rekja sig í sífellu í gegnum vefinn og geyma allar síður sem þær finna í risastórum gagnagrunni, og hins vegar eru vefþjónar sem fólk um allan heim getur notað til að leita í gagnagrunninum. ...
Er til flautumál á Kanaríeyjum?
Á eyjunni La Gomera, sem er ein af þeim sjö eyjum sem mynda Kanaríeyjar, er til einstakt mál þar sem flaut er notað í stað orða. Flautið heitir á mannamáli el silbo og var áður fyrr notað af bændum og fjárhirðum til að ræða saman þrátt fyrir að miklar vegalengdir skildu menn að. Með ‘el silbo’ er hægt að f...
Hvers vegna myndast magasár?
Hér er einnig svar við spurningunni: Hvaðan kemur bakterían sem veldur magasári, er hún í matinum okkar eða fæðumst við með hana? Magasár er oft notað sem samheiti yfir svonefnd ætisár í maga og skeifugörn. Ætisár eru býsna algeng, en áætlað er að einn af hverjum 100 einstaklingum fái ætisár á lífsleiðinni. ...
Hver fann upp skíðin?
Elstu skíðin sem fundist hafa eru um 4.500 ára gömul. Aðeins annað skíðið fannst reyndar, í Svíþjóð, en það er stutt og breitt, ólíkt löngu og mjóu skíðunum sem tíðkast í dag. Mörg forn skíði hafa fundist á Norðurlöndum, mismunandi að lögun, en reglan hefur verið sú að þau mjókki og lengist eftir því sem norðar dr...
Hvers vegna eru ein auðugustu fiskimið jarðarinnar í kringum Ísland?
Grundvöllur hinna auðugu fiskimiða við Ísland er mikil framleiðni svifþörunga við landið. Svifþörungar eru smásæjar plöntur sjávar. Á sumrin hafast þeir við í yfirborðslögum þar sem þá rekur með straumum. Eins og plöntur á landi búa svifþörungarnir yfir þeim eiginleikum að þeir geta með hjálp sólarljóssins myndað ...
Hvað er hugmynd?
Íslenska orðið hugmynd er yfirleitt notað sem þýðing á erlendum orðum sem rekja uppruna sinn til gríska orðsins idea (enska idea, þýska Idee, franska idée). Upphaflega merkti þetta orð hina sýnilegu hlið hlutar eða persónu, og síðar einnig eiginleika hlutar eða tegund hans. Samkvæmt orðsifjafræðinni er orðið k...
Hverjir eru litir hesta?
Litafjölbreytni er eitt einkenna íslenska hestsins. Helstu litir og litaafbrigði eru þessi: Rauður: Fjölbreytilegur, frá fölrauðum til nánast bleiks yfir í sótrauðan. Liturinn á tagli og faxi er oft svipaður og á búk en einnig ljósari. Bleikur: Ljósari en rauði liturinn. Munurinn felst í því að húðin er ljós...