Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4910 svör fundust
Hvernig er hægt að rökstyðja þá fullyrðingu að allir Íslendingar séu komnir af Jóni Arasyni?
Nógu langur tími er liðinn frá því að Jón Arason var uppi til þess að engin ástæða er til að draga þessa fullyrðingu í efa. Ef hver afkomandi Jóns á að meðaltali 3 börn sem eignast aftur börn, og tvítalningar eru undanskildar, þá gengur dæmið þokkalega upp. Hér verður að sinni fjallað um þessa spurningu...
Hvers vegna eru stjörnurnar hvítar?
Í raun eru stjörnurnar ekki allar hvítar. Þær virðast aðeins vera það vegna þess að þær eru of litlar og daufar til að augu okkar greini litina í þeim. Augljósasta sannindamerkið um það að stjörnur eru ekki allar hvítar blasir við á himninum. Sólin okkar er stjarna og eins og allir vita er hún gul á l...
Ef ekkert líf er á Júpíter, hvaða tilgangi getur hann þá þjónað?
Orðið tilgangur felur í sér vísun til geranda sem hefur vilja; við tölum um að eitthvað hafi tilgang fyrir einhvern. Raunvísindamenn nú á dögum gera ekki ráð fyrir slíkum geranda og því er þeim ekki tamt að taka svona til orða. Menn gera til dæmis ekki ráð fyrir því að fyrirbæri geimsins hafi einhvern sérstakan ti...
Væri hægt að búa til einfaldara og notendavænna stýrikerfi fyrir tölvur ef gömlum hug- og vélbúnaði væri hent?
Þetta er spurning sem er erfitt að svara afdráttarlaust með jái eða nei-i. Mín skoðun er sú að mjög vafasamt sé að halda slíku fram. Væntanlega er fyrirspyrjandi að tala um að það standi í vegi fyrir framþróun stýrikerfa að þau þurfi að vera samhæfð við eldri útgáfur af hug- og vélbúnaði. Ég er alls ekki viss u...
Er það rétt að diet-gos bindi vökva í líkamanum og því sé ekkert betra að drekka það en venjulegt gos?
Ólíklegt verður að teljast að sykurlausir gosdrykkir bindi vökva að einhverju marki í líkamanum. Gosdrykkir innihalda yfirleitt vatn, bragðefni, litarefni, stundum rotvarnarefni og síðan ýmist sykur eða sætuefni. Sætuefni eru efni sem gefa sætt bagð en veita yfirleitt mun minni orku en sykurinn sjálfur. Gosdrykkir...
Hvers vegna er orka jarðarinnar ekki betur nýtt?
Af samhengi má ráða að spyrjandi á við jarðvarma þegar hann talar um orku jarðarinnar. Meginástæðan er sennilega sú hve ódýr olían er enn þá. Þegar olíukreppan reið yfir á 8. áratugnum jókst mjög áhugi Vesturlandabúa á endurnýjanlegum orkugjöfum, svo sem vindorku, sólarorku og fleira. Þegar svo tókst að knýja olíu...
Hvernig eru hugtökin dreifbýli og landsbyggð skilgreind hér á landi?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvernig er dreifbýli (rural) skilgreint á Íslandi? Er skilgreiningin á orðinu landsbyggð (countryside) eitthvað öðruvísi en fyrir dreifbýli?Samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum er þéttbýli skilgreint sem “húsaþyrping með minnst 200 íbúum og fjarlægð milli húsa yfirleitt ekki mei...
Er veður í einhverri mynd á öðrum plánetum?
Í aðalatriðum er svarið já: Ef lofthjúpur er á tiltekinni reikistjörnu eða tungli í sólkerfi þá er þar líka nær alltaf "veður" í þeim skilningi sem eðlilegt er að leggja í það orð. Það sem við köllum veður er í rauninni hreyfingar og aðrar breytingar í lofthjúpnum kringum okkur. Vindurinn er í rauninni loftstr...
Fær móðir sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan sambúðar?
Já, samkvæmt 2. málsgrein 30. greinar barnalaga nr. 20/1992 er meginreglan sú að móðir fær sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan hjúskapar eða sambúðar. Þessi regla tekur mið af þörfum barnsins við upphaf ævinnar. Þó eru undantekningar frá þessari meginreglu. Samkvæmt 1. mgr. 33. gr. barnalaga geta fore...
Hversu mikla orku þarf til að rafgreina vetni úr vatni? Við hvaða straum næst besta nýtnin?
Við rafgreiningu á vatni er rafstraumi hleypt frá straumgjafa eða spennugjafa gegnum vatn. Þetta má gera með þeim hætti sem sýnt er á meðfylgjandi mynd, þar sem rafleiðslur eru tengdar frá skautum rafhlöðu eða rafhlaða í rafskaut í vatni. Þá leiðir rafstraumur frá skautunum í gegnum vatnið. Afleiðing þessa er sú a...
Hvers vegna á að lengja skólaárið?
Skólaárið í íslenskum grunnskólum og framhaldsskólum hefur verið allmiklu styttra en í nágrannalöndum okkar. Þetta er ein ástæðan til þess að nemendur hér á landi eru „á eftir” jafngömlum nemendum erlendis samkvæmt alþjóðlegum könnunum, til dæmis á sviðum eins og stærðfræði og raungreinum þar sem auðvelt er að ger...
Af hverju heldur fólk að storkurinn komi með börnin?
Það er fullmikið sagt að fólk trúi því að storkurinn komi með börnin. Hér er um að ræða hefðbundna hugmynd sem stundum er haldið að börnum þegar fullorðnir nenna ekki að lýsa í smáatriðum hvernig börnin verða til. Sumir eru líka haldnir þeirri hugmynd að eitthvað sé óviðurkvæmilegt við samfarir karla og kvenna og ...
Af hverju er fólk stundum með augu hvort í sínum lit?
Í svarinu er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Af hverju erum við ekki með eins lituð augu? Af hverju erum við með lit á augunum? Lithimna kallast vöðvarík himna í auganu sem umlykur sjáaldrið og liggur framan við augasteininn. Augnlitur fólks ræðst af lit lithimnunar. Samdráttur í vöðvum h...
Er hægt að sitja einhvers staðar annars staðar en á rassinum?
Eftir nokkrar vettvangsrannsóknir, verklegar tilraunir og aðrar raunir hefur ritstjórn komist að þeirri niðurstöðu að það er vissulega hægt að sitja annars staðar en á rassinum. Í undirbúningi jólanna er stundum svo mikið kapp lagt á að gera "allt klárt" að sjálf börnin sitja á hakanum. Það er fremur ónotalegt ...
Hvað merkir Catch-22?
„Catch-22” er orðatiltæki sem merkir ástand sem er ómögulegt að vinna sig út úr, hve mikið sem maður reynir; svipað íslenska orðinu 'sjálfhelda'. Orðatiltækið dregur nafn sitt af samnefndri bók, eftir bandaríska rithöfundinn Joseph Heller (1923-1999). Bókin vakti athygli hjá ungu fólki sem dýrkaði umdeilt og undar...