Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 983 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Talsverður ruglingur virðist vera í orðabókum varðandi web site og web page. Hvort er hvað?

Í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar, sem er í umsjón málræktarsviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er íslenska orðið yfir web site ‛vefsetur’ en yfir web page ‛vefsíða’. Heimildirnar eru fengnar úr fleiri en einu orðasafni. Ef litið er í Tölvuorðasafn, sem gefið var út 2005, þá stendur vi...

category-iconFélagsvísindi

Væri ólöglegt að setja upp tollhlið við Seltjarnarnes?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Væri ólöglegt að setja upp tollhlið við Seltjarnarnes, ef svo er, hvers vegna? Tollsvæði íslenska ríkisins er eins og segir í tollalögum landið ásamt eyjum og útskerjum sem því tilheyra, svo og tólf mílna landhelgi umhverfis það eins og hún er afmörkuð í lögum um la...

category-iconHugvísindi

Hvað eru þjóðsögur og hverjir urðu fyrstir til að safna þeim hér á landi?

Þjóðsögur eru frásagnir sem lifað hafa í munnmælum mann fram af manni. Við notum hugtakið þjóðsaga þó aðallega um sögur sem menntamenn tóku að safna af vörum alþýðu á 19. öld og skrá á bækur, innblásnir af rómantískum hugmyndum sem lögðu áherslu á forn fræði og listræna sköpun alþýðu. Frumkvæðið má rekja til þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum ólík því sem tíðkast annars staðar?

Upprunalega spurningin var: Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum eftirfarandi: nf., þf., þgf., ef, þegar hún er nf., ef., þgf., þf. í öðrum tungumálum? Í umfjöllun um latínu hefur verið viðtekin venja um aldir að hafa röð fallanna nf., ef., þgf., þf. Sá sem fyrstur skrifaði íslenska mállýsi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er hægt að skilgreina íslenska tungu?

Við sem eigum íslensku að móðurmáli erum ekki í vandræðum með að þekkja hana þegar við heyrum hana talaða eða sjáum hana á prenti, en málið vandast ef við eigum að skilgreina tunguna. Fram á síðustu öld hefði dugað að segja: „Íslenska er það tungumál sem er talað á Íslandi“, því að tæpast voru önnur tungumál töluð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hurfu rostungar frá Íslandi?

Það er rétt að rostungar (Odobenus rosmarus L.) hafa ekki haft fasta viðveru við Ísland um alllangt skeið (margar aldir). Þau stöku dýr sem sjást hér öðru hvoru, um eitt dýr að jafnaði tíunda hvert ár miðað við síðustu 4–5 áratugi, eru flækingar, líklega mest frá Grænlandi. Þau hafa hér skamma dvöl og eru iðulega ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er þörf á staðlaðri stafsetningu í íslensku ritmáli?

Með hugtakinu staðlaðri stafsetningu er átt við sameiginlegar og yfirleitt opinberar reglur um hana. Fyrstu opinberu stafsetningarreglurnar hér á landi eru ekki eldri en frá 1918 (sjá Jón Aðalstein Jónsson 1959:110–111) og saga opinberra reglna um stafsetningu nær því aðeins aftur um liðlega eina öld. Aðrar opi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er baunakaffi?

Í Orðabók Menningarsjóðs (1983) er orðið baunakaffi skýrt sem 'kaffi úr ómöluðum baunum (heimabrenndum)'. Þessi skýring fær ekki staðist því að kaffibaunir eru alltaf malaðar eða að minnsta kosti steyttar áður en lagað er úr þeim kaffi. Skýringin hefur nú verið lagfærð í Íslenskri Orðabók (2002), 'kaffi búið til ú...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið mötuneyti?

Orðið mötuneyti er sett saman af orðunum mata ‛fæða, matur, nesti (í verið)’ og -neyti sem leitt er af sögninni neyta ‛njóta, eta, drekka’. Orðið þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‛hafa sameiginlegt ferðanesti, njóta matar með öðrum’. Mötunautur var þá sá sem var í mötuneyti með einhverjum...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hversu gamalt er orðið forseti?

Orðið forseti kemur þegar fyrir í fornu máli, annars vegar sem sérnafn á goðveru, hins vegar sem hauksheiti í þulum um fuglanöfn. Í Snorra-Eddu segir: Forseti heitir sonr Baldrs ok Nönnu Nepsdóttur. Hann á þann sal á himni, er Glitnir heitir. En allir, er til hans koma með sakarvandræði, þá fara allir sáttir á bra...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið foreldrar bæði til í karlkyni og hvorugkyni?

Orðið foreldrar, sem að formi er karlkynsorð í fleirtölu, merkir sem kunnugt er 'faðir og móðir' en hvorugkynsorðið foreldri er nú einkum notað þegar tala þarf um annaðhvort móður eða föður án þess að tiltaka hvort er; merkingin er með öðrum orðum 'móðir eða faðir'. Upprunalega eru þetta tvímyndir sama orðs sem ko...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir heiti fjallsins Baulu í Borgarfirði?

Upprunalega Spurningin hljóðaði svona: Mér leikur forvitni á að vita hver er merking nafnsins á fjallinu Baulu í Borgarfirði. Örnefnið Baula er til á nokkrum stöðum í landinu: Baula í Borgarfirði, keilulaga fjall úr líparíti. Af því dregur orðið baulusteinn (= líparít) nafn sitt. Sker í Rifgirðingum ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er lof ekki bara til í eintölu? Hvaða „lof“ eru það þegar menn ráða lögum og lofum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Að ráða lögum og lofum. Getið þið sagt mér hvaða lof þetta eru? Í beygingarlýsingu er hvorugkynsorðið lof einungis til í eintölu. Hér er einnig svarað spurningu Orra Matthíasar:Af hverju segir maður að einhver ráði lögum og lofum? Nafnorðið lof merkir ‘hrós’ í nútímamáli e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið kviklæst?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað þýðir orðið kviklæst? Samanber: Hví er hurðin kviklæst? Lýsingarorðið kvikur hefur fleiri en eina merkingu, til dæmis ‘lifandi, fjörlegur, léttur í hreyfingum’. Þaðan er fenginn fyrri liðurinn kvik- í kviklæstur. Orðið virðist ekki mikið notað á prenti en sjálfri finns...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir nafnið á fossinum Glanna?

Örnefnið Glanni er að minnsta kosti á tveimur stöðum á Vesturlandi, annars vegar foss í Norðurá í Mýrasýslu, suður undan Hreðavatni. Hann hét áður Glennrar (máldagi 1306) eða Glennunarfoss (1397) (Íslenskt fornbréfasafn IV:122; Glunnrarfoss í nafnaskrá). Í sóknarlýsingu eftir sr. Jón Magnússon frá 1840 er talað um...

Fleiri niðurstöður