Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1884 svör fundust
Hvað er hæsta lifandi vera há?
Eftir því sem næst verður komist er tré af tegundinni Sequoia sempervirens, sem kallast strandfura á íslensku, hæsta lífvera á jörðinni. Þetta tiltekna tré gengur undir heitinu Hyperion og er 115,55 m hátt. Rúmmál þess er áætlað um 502 m3. Hyperion fannst árið 2006 í Redwood-þjóðgarðinum í Kaliforníuríki í Bandarí...
Hvað liggja Hvalfjarðargöngin langt undir sjávarbotninum?
Á vefsetri fyrirtækisins Spalar sem á og rekur Hvalfjarðargöngin er að finna ýmsar tölur og upplýsingar um göngin. Þar kemur til dæmis fram að heildarlengd þeirra er 5,8 kílómetrar og þar af eru 3,8 km undir sjó. Hallinn að sunnanverðu er minni en í Kömbunum og hallinn að norðanverðu er svipaður og í Bankastræti í...
Hvað getið þið sagt mér um Arthur Schopenhauer og hver eru hans helstu verk?
Arthur Schopenhauer fæddist 22. febrúar árið 1788 í borginni Danzig sem nú heitir Gdańsk í Póllandi. Faðir hans var nokkuð stöndugur verslunarmaður sem leist ekkert á blikuna þegar borgin féll undir prússnesk yfirráð árið 1793. Flutti hann því með fjölskyldu sína til Hamborgar en þar var einna mest frjálsræði...
Hvað er Hallgrímskirkja há?
Turn Hallgrímskirkju er 74,5 metra hár. Eftir því sem næst verður komist er hann sjötta hæsta mannvirki á Íslandi. Hæst er mastur á Gufuskálum á Snæfellsnesi sem er 412 m hátt en það er notað fyrir langbylgjuútsendingar Ríkisútvarpsins. Þetta mastur er jafnframt hæsta útvarpsmastur í Vestur-Evrópu. Hallgrímskir...
Hvað hefur vísindamaðurinn Rögnvaldur G. Möller rannsakað?
Rögnvaldur G. Möller stundar rannsóknir í grúpufræði. Grúpufræði er ein af megingreinum nútíma algebru. Grúpa $G$ er mengi með einni reikniaðgerð sem kölluð er margföldun þannig að þegar tvö stök i grúpunni eru margfölduð saman þá er útkoman nýtt stak í grúpunni. Um reikniaðgerðina þarf að gilda að $(fg)h=f(gh)$ f...
Hver var Maria Montessori?
Æviágrip: Maria Montessori fæddist í Chiaravelle nálægt Ancona á Ítalíu 31. ágúst 1870 og dó í Noordwijk í Hollandi 6. maí 1952. Hún varð fyrst ítalskra kvenna til þess að ljúka prófi í læknisfræði frá háskólanum í Róm, árið 1896, og starfaði að því loknu með þroskahömluðum börnum á San Giovanni-sjúkrahúsinu þar...
Hvaða rannsóknir hafa verið stundaðar á lífríki Surtseyjar?
Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Vísindamönnum varð snemma ljóst að myndun eyjunnar gaf ekki aðeins einstakt tækifæri til að rannsaka virka jarðfræðilega ferla heldur einnig landnám lífríkis á nýju landi. Grannt hefur verið fylgst með landnámi tegunda all...
Þekkist samkynhneigð hjá íslenskum hrossum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Eru til dæmi um samkynhneigð hjá íslenskum hrossum, hryssum og stóðhestum og hvernig má þá greina það? Hjá íslenskum hrossum, rétt eins og öðrum hestakynjum, þekkist samkynhneigt kynatferli, en einnig þekkjast fleiri atferlismynstur milli samkynja hrossa sem benda til sterkra ...
Getið þið sagt mér hvað spunatala er?
Spuni (e. spin) er grundvallareiginleiki allra einda sem byggja upp kraftsvið. Hann er einnig grundvallareiginleiki öreinda sem allt efni í alheiminum er sett saman úr, en það eru eindir á borð við ljóseindir, róteindir eða atómkjarnar. Spunatala er tala sem ákvarðar stærð og stefnu viðkomandi spunaeiginleika. ...
Hvernig myndast standberg?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvar er hæsta standberg við sjó á Íslandi og í Evrópu? Standberg nefnist lóðréttur eða nær-lóðréttur klettaveggur, oftast við sjó. Slík hamraþil myndast yfirleitt þannig að hafaldan grefur undan berginu uns lóðrétt spilda hrynur utan af því (sjá svar sama höfundar við spurningunn...
Hver var Auguste Comte og hvert var hans framlag til heimspekinnar?
Það eru öruggar heimildir fyrir því að Isidore Auguste Marie François Xavier Comte fæddist í borginni Montpellier í Suður-Frakklandi. Hins vegar má deila um það hvort hann hafi fæðst þann 19. febrúar árið 1798, eða fyrsta dag mánaðarins pluviôse (sem þýðir rigningarsamur) árið 4. Reyndar vísa báðar dagsetningar ti...
Hver er munurinn í metrum á milli flóðs og fjöru á mismunandi stöðum við landið?
Sjómælingar Íslands, deild innan Landhelgisgæslunnar, gefa út töflur um sjávarfallahæð á tæplega 50 stöðum á landinu. Þessar töflur, sem og annað útgefið efni Sjómælinga, má nálgast hjá sjókortasölum víðs vegar um landið. Munur flóðs og fjöru í Reykjavík er 3,8 m í stórstreymi. Samkvæmt töflum Sjómælinga er mun...
Hvaða áhrif getur ófrjósemi haft á andlega líðan og tilfinningar hjá báðum kynjum?
Þegar talað er um ófrjósemi þá er átt við pör sem hafa stundað kynlíf án getnaðarvarna í að lágmarki eitt ár án þess að konan verði barnshafandi.1 Ófrjósemi er ekki sú aðstaða sem fólk kýs sér2 og er talið að hérlendis eigi um 15% para við þetta vandamál að stríða.3 Orsakir má rekja jafnt til karla og kvenna og er...
Eru líkur á að ísöld eða annars konar hamfarir sem eyða öllu lífi á jörðu komi aftur?
Svo spáði spaks manns vör að allt sem hefur gerst, geti gerst aftur og muni gera það. Þær hamfarir hafa að vísu ekki orðið að allt líf hafi eyðst, en komi til þess er því miður líklegast að það verði af manna völdum en ekki náttúrunnar. Ekki er langt síðan margir lifðu í stöðugum ótta við kjarnorkustyrjöld stórvel...
Hverjir eru helstu áhættuþættir lungnakrabbameins?
Reykingar eru taldar valda að minnsta kosti um 85% tilfella lungnakrabbameins og þannig er meira vitað um orsakir þess en nokkurs annars krabbameins. Tengslin eru sterkust við flöguþekjukrabbamein og smáfrumukrabbamein, en heldur veikari fyrir kirtilmyndandi krabbamein.[1][2] Í íslenskri rannsókn á 105 sjúkling...