Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1765 svör fundust

category-iconVerkfræði og tækni

Af hverju er oft sagt að Rómverjar hafi unnið ýmis verkfræðiafrek?

Svarið er einfalt, það er vegna þess að mörg af mannvirkjum þeirra geta vart talist annað en verkfræðiafrek, ekki síst þegar haft er í huga að Rómverjar bjuggu ekki yfir sömu tækni og við: engir byggingarkranar, engar jarðýtur eða aðrar vinnuvélar og þar fram eftir götunum. Samt gátu þeir reist stórfengleg mannvir...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er hæsta lifandi vera há?

Eftir því sem næst verður komist er tré af tegundinni Sequoia sempervirens, sem kallast strandfura á íslensku, hæsta lífvera á jörðinni. Þetta tiltekna tré gengur undir heitinu Hyperion og er 115,55 m hátt. Rúmmál þess er áætlað um 502 m3. Hyperion fannst árið 2006 í Redwood-þjóðgarðinum í Kaliforníuríki í Bandarí...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað liggja Hvalfjarðargöngin langt undir sjávarbotninum?

Á vefsetri fyrirtækisins Spalar sem á og rekur Hvalfjarðargöngin er að finna ýmsar tölur og upplýsingar um göngin. Þar kemur til dæmis fram að heildarlengd þeirra er 5,8 kílómetrar og þar af eru 3,8 km undir sjó. Hallinn að sunnanverðu er minni en í Kömbunum og hallinn að norðanverðu er svipaður og í Bankastræti í...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til mörg afbrigði af bleikju í íslensku ferskvatni?

Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst í stöðuvötnum, ám og lækjum á norðurslóðum. Margir vita að bleikja er góður matfiskur, en færri vita hins vegar um þann mikla fjölbreytileika sem finnst meðal bleikju hér á landi. Á Íslandi finnst bleikjan bæði sem sjóbleikja (e. anadromous charr) og l...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Hallgrímskirkja há?

Turn Hallgrímskirkju er 74,5 metra hár. Eftir því sem næst verður komist er hann sjötta hæsta mannvirki á Íslandi. Hæst er mastur á Gufuskálum á Snæfellsnesi sem er 412 m hátt en það er notað fyrir langbylgjuútsendingar Ríkisútvarpsins. Þetta mastur er jafnframt hæsta útvarpsmastur í Vestur-Evrópu. Hallgrímskir...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver munur á tómum geisladiski og geisladiski sem er búið að brenna efni á?

Flestir skrifanlegir geisladiskar eru þannig að aðeins er hægt að skrifa þá einu sinni, svokallaðir CD-R diskar (e. CD-recordable discs). Það sem hér kemur á eftir á eingöngu við um þá diska. Tómir skrifanlegir geisladiskar hafa engin gögn. Spíralbrautin á disknum hefur því engar holur fyrir leysigeislann til ...

category-iconEfnafræði

Hvað er sýrustig (pH)?

Upphafleg spurning var:Hvert er sýrustig (pH) vatns? en hér er í rauninni svarað víðtækari spurningu. Fyrst ber að geta þess að sýrsutig (pH) ómengaðs vatns við stofuhita (25°C) hefur gildið 7. Sýrustig (pH) vatnslausna er mælikvarði sem segir til um það hversu súrar viðkomandi lausnir eru. Sýrustig ákvarðas...

category-iconJarðvísindi

Hvort er Eyjafjallajökull 1666 metrar eða 1651 metri?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvort er Eyjafjallajökull 1666 metrar eða 1651 metri? Ég sé mismunandi hæðartölur. Breyttist hæðin eitthvað við gosið? Mörg atriði geta haft áhrif þegar hæð lands er mæld. Þar má nefna mismunandi mæliaðferðir og mismunandi skilgreining á 0-punkti. Með nútíma mæliaðferðum er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Why do male last names in Icelandic end with -son instead of -sonur?

In Old Icelandic, when the word sonr formed the second part of a compound, i.e. Magnús-son, Sigurðs-son, the final -r (-ur) was dropped in nominative singular, and the same morphology is used in Modern Icelandic. E.g.: Nom. Magnús Sigurðsson (son(u)r) Acc. Magnús Sigurðsson (son) Dat. Magnúsi Si...

category-iconSálfræði

Hver var Kurt Lewin og hvert var framlag hans til fræðanna?

Kurt Lewin er gjarnan nefndur faðir félagssálfræðinnar og er frumkvöðull vísindalegra rannsókna á hópum og hegðun þeirra. Lewin var lærifaðir margra frægra félagssálfræðinga, til dæmis Festinger, White, Lippit, Schachter og fleiri, sem áttu eftir að halda nafni hans á lofti og marka framtíð fræðanna. Hugmyndafræði...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast standberg?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvar er hæsta standberg við sjó á Íslandi og í Evrópu? Standberg nefnist lóðréttur eða nær-lóðréttur klettaveggur, oftast við sjó. Slík hamraþil myndast yfirleitt þannig að hafaldan grefur undan berginu uns lóðrétt spilda hrynur utan af því (sjá svar sama höfundar við spurningunn...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er munurinn í metrum á milli flóðs og fjöru á mismunandi stöðum við landið?

Sjómælingar Íslands, deild innan Landhelgisgæslunnar, gefa út töflur um sjávarfallahæð á tæplega 50 stöðum á landinu. Þessar töflur, sem og annað útgefið efni Sjómælinga, má nálgast hjá sjókortasölum víðs vegar um landið. Munur flóðs og fjöru í Reykjavík er 3,8 m í stórstreymi. Samkvæmt töflum Sjómælinga er mun...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær komu kettir fyrst til Íslands?

Líklegt er að landnámsmenn hafi flutt ketti með sér til Íslands strax á 9. öld líkt og önnur húsdýr; hunda, kindur, geitur, svín, nautgripi og hesta. Húsdýrin þjónuðu öll ákveðnum tilgangi en kettir hafa að líkindum verið fluttir til landsins til að hafa hemil á músagangi (Páll Hersteinsson, 2004). Til að fræðast ...

category-iconSálfræði

Af hverju hafa sumir meiri kynlífslöngun en aðrir?

Sálkönnuðurinn Sigmund Freud fjallaði um libido sem ákveðna lífsorku en lagði sérstaka áherslu á kynlífsorkuna (Garsee og Schuster, 1992). Oftast er fjallað um libido sem kynlöngun einstaklingsins. Aðeins um tuttugu ár eru síðan byrjað var að greina skerta kynlöngun (hypoactive sexual desire). Við frekari rannsókn...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru karlar líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi en konur?

Einfalda svarið við þessari spurningu er já. Ef við tökum allt líkamlegt ofbeldi alls staðar í heiminum þá eru karlar mun líklegri til að vera gerendur en konur. En hér þarf marga fyrirvara. Ein af ástæðum þess að karlar eru líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi er einfaldlega að víða eru þeir (en ekki konur) þj...

Fleiri niðurstöður