Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 964 svör fundust
Í hvers konar eldgosum myndast apalhraun?
Apalhraun (e. a'a lava) myndast jafnan í ísúrum gosum. Í slíkum tilvikum er myndun þess óháð framleiðni og tengist beint tiltölulega hárri upphafsseigju kvikunnar. Þegar apalhraun verða til í basaltgosum við flæði beint frá gígum, einkennist gosvirknin af hlutfallslega öflugri kvikustrókavirkni, hvort sem um er að...
Hvaða áhrif getur ófrjósemi haft á andlega líðan og tilfinningar hjá báðum kynjum?
Þegar talað er um ófrjósemi þá er átt við pör sem hafa stundað kynlíf án getnaðarvarna í að lágmarki eitt ár án þess að konan verði barnshafandi.1 Ófrjósemi er ekki sú aðstaða sem fólk kýs sér2 og er talið að hérlendis eigi um 15% para við þetta vandamál að stríða.3 Orsakir má rekja jafnt til karla og kvenna og er...
Hvað eru óræðar tölur og hvernig tengist kvaðratrótin af 2 þeim?
Ekki er hægt að lýsa óræðum tölum án þess að fyrir liggi vitneskja um rauntölur og ræðar tölur. Segja má að rauntala sé samheiti yfir allar tölur sem má nota til að mæla lengdir strika í venjulegri rúmfræði, töluna $0$, og tilsvarandi neikvæðar tölur. Rauntölurnar má sjá fyrir sér á svokallaðri talnalínu, þar sem ...
Hver er forsenda þess að skammtafræðin varð til?
Almennt er hægt að segja að skammtafræðin hafi verið fundin upp til þess að lýsa eðlisfræðilegum kerfum í náttúrunni sem hreyfifræði Newtons eða svo kölluð sígild eðlisfræði gat ekki lýst. Því er hægt að hugsa skammtafræðina sem betri lýsingu á ferlum náttúrunnar. Fyrir mörg kerfi gefur hún því eðlilega sömu svör ...
Hvert er elsta málverk sem vitað er um og er ennþá til í heiminum, og hve gamalt er það?
Þótt spyrjandi geri fyrirvara og spyrji um elsta málverkið sem vitað er um en ekki elsta málverkið yfirleitt er spurningunni samt ekki auðsvarað. Það helgast af því að heimildir um fyrsta tímabil listasögunnar eru ekki miklar. Þá sögu verður að ráða eingöngu af menjum og leifum og þó hægt sé að flokka leifarna...
Hver var faðir og móðir rokksins og hvenær komu þau fyrst fram?
Orðið rokk vísar til þeirrar tónlistarstefnu sem spratt upp í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar og gengur oft undir nafninu „rokk og ról“. Rokk og ról spratt upp sem blanda af ýmsum „svörtum“ tónlistarstílum (jass, blús, gospel og sálartónlist) sem og amerískri kántrítónlist. Núorðið hefur orði...
Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf í Færeyjum?
Líkt og á Íslandi eru fuglar mest áberandi flokkur hryggdýra í Færeyjum. Ekkert villt landspendýr lifir í Færeyjum nema þau sem hafa borist með mönnum. Spendýr Þrjár tegundir spendýra virðast þrífast ágætlega villtar í dag. Þetta eru brúnrotta (Rattus norvegicus), héri (Lepus timidus) og húsamús (Mus musculu...
Hvað gerir Anna Heiða fiskifræðingur í vinnunni?
Anna Heiða Ólafsdóttir er fiskifræðingur á uppsjávarlífríkissviði Hafrannsóknastofnunar. Hún er ábyrg fyrir verkefnum tengdum makríl og kolmunna. Viðfangsefni Önnu í vinnunni eru fjölbreytt og skiptast í vöktunarverkefni, vinnu á sjó, rannsóknir og kennslu. Helstu vöktunarverkefni eru gagnasöfnun fyrir stofnmat og...
Skapa peningar hamingju?
Svarið við þessari spurningu er í stuttu máli: Já, en að takmörkuðu leyti í þróuðum löndum eins og Íslandi. Fræðimenn hafa sýnt fram á að fjölskyldulíf, vinátta og hjónabönd hafa mun meiri áhrif á hamingju fólks á Vesturlöndum heldur en tekjur og eignir. Engu að síður er sú trú útbreidd að peningar og efnislega...
Getið þið útskýrt reglu Rolles og meðalgildissetninguna?
Regla Rolles og meðalgildissetningin eru náskyldar, og sú fyrrnefnda er notuð við sönnun þeirrar seinni. Regla Rolles er kennd við franska stærðfræðinginn Michel Rolle (1652-1719; frb. 'roll' eins og í 'holl' og 'troll') en hann sannaði regluna árið 1691 með örsmæðareikningi. Á þessum tíma voru aðferðir í örsmæðar...
Hvað er sólin þung?
Sólin vegur 1,99*1030 (199 og 28 núll!) kg. Það þýðir að hún er jafn þung og 340.000 Jarðir. Hún er 1.392.000 kílómetrar í þvermál sem nemur 109 Jörðum en þvermál Jarðar er 12.756 kílómetrar. Sólin er 6043°C á yfirborðinu og 1.55*1026°C í miðjunni. Hún er í 149.637.000 kílómetra fjarlægð frá Jörðinni sem þýðir að ...
Er ekki hæpið að segja "gefa e-m gott klapp"? Hvað með að "eyða" leyfinu sínu?
Orðasambandið að gefa einhverjum gott klapp í merkingunni 'að klappa fyrir e-m' virðist vera fremur ungt í málinu. Áður var nær eingöngu notað að klappa fyrir e-m, til dæmis „Við skulum klappa fyrir Jóni.” Að gefa einhverjum gott klapp er íslensk myndun þar sem hugsanlega er tekið mið af erlendri notkun. Til d...
Hvaðan kemur orðið úr í merkingunni klukka?
Orðið úr í merkingunni ‘lítil klukka’ er tökuorð í íslensku og þekkist í málinu frá því á 18. öld. Hingað er orðið sennilegast komið úr dönsku ur sem þegið hefur það úr miðlágþýsku ūr, ūre ‘úr; klukkustund’ eða miðhollensku ūre í sömu merkingu. Í háþýsku í dag er notað orðið Uhr sem einnig var teki...
Hvernig get ég fundið út hvar fólk er jarðað?
Á vefsíðunni Garður.is er hægt að slá inn upplýsingar um látna einstaklinga og finna hvar þeir eru grafnir. Yfirleitt er bæði tiltekið í hvaða garði menn liggja og hvar í garðinum leiði þeirra er. Þeir sem vilja til dæmis finna leiði Jóns Sigurðssonar fá þær upplýsingar að hann sé grafinn í reit R-0418 í Hólavall...
Hvað er átt við með orðinu gjaldkeri?
Orðið gjaldkeri er talið gamalt tökuorð í íslensku í merkingunni ‘féhirðir’. Það er til í nýnorsku sem gjaldkere, fornsænsku sem gjældkyre og í forndönsku gælkyræ, gælkæræ. Hugsanlegt er að vesturnorrænu málin, íslenska og norska, hafi tekið orðið að láni úr austurnorrænu málunum, dönsku eða sænsku. Gjaldkeri er...