Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5552 svör fundust
Hvað er BMI?
Hér er einnig svar við spurningunni: Hversu áreiðanlegt er að nota BMI til að ákvarða líkamsástand?Líkamsmassastuðull (e. body mass index eða BMI), er einn af þremur leiðbeinandi þáttum til að meta hvort einstaklingur er of þungur. Hinir þættirnir eru mittismál og áhættuþættir sjúkdóma og kvilla sem tengjast offit...
Hvað notuðu konur í staðinn fyrir dömubindi til dæmis fyrir 1000 árum?
Heimildir um þetta virðast ekki á hverju strái en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fundið er nokkuð mismunandi hvað konur með blæðingar hafa notað eða tekið til bragðs í tímans rás. Talið er að nokkuð hafi verið um að þær notuðu ekkert sérstakt og hafi einfaldlega látið blóðið leka í fötin sín. Þetta ge...
Er nautablóð notað til að fá rauða litinn í rauðvín?
Við framleiðslu á rauðvíni eru notuð dökk vínber. Hýði berjanna er látið gerjast, ásamt aldinkjötinu, safanum og steinunum. Ljós vínber eru hins vegar notuð til að búa til hvítvín; þá er hýðið vanalega skilið frá og það sem eftir stendur er látið gerjast. Eiginleikar ólíkra rauðvína koma úr vínberjunum og er le...
Er afsökun möguleg?
Vissulega hljómar íslenska orðið afsökun undarlega þegar við rýnum í það. Ef einhver er sekur um eitthvað, getur hann þá hætt að vera sekur ef hann er af-sakaður? Er sök viðkomandi eitthvað minni en þess sem hefur brotið af sér á sama hátt en hefur ekki hlotið afsökun? Varla getur það verið að hægt sé að breyta st...
Bera jökulár næringarefni til sjávar og væri hægt að skófla þeim upp og sturta í sjóinn ef árnar hverfa?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er það rétt að jökulárnar okkar beri næringarefni fram í sjóinn sem fiskurinn lifir á? Ef svo er hvaðan koma þessi næringarefni upprunalega? Væri kannski hægt að skófla þessum næringarefnum upp og sturta í sjóinn án þess að nota jökulárnar? Stutta svarið: Rétt er að jökulárnar ...
Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni? Er átt við að þeir séu með spjót, sverð, öxi og hand-sax? Langalgengustu vopnin í Íslendingasögunum og þau sem oftast er minnst á að notuð séu í bardaga eru sverð (43%), axir (32%) og spjót eða vopn sem svipa til ...
Hvað varð um börn Loðvíks XVI. og Maríu Antoníettu eftir að þau voru hálshöggvin?
Loðvík XVI. (1754-1793) og eiginkona hans María Antoníetta (1755-1793) eignuðust fjögur börn. Frumburðurinn hét María Theresa og fæddist árið 1778 eftir rúmlega átta ára hjónaband foreldranna. Stúlka gat ekki tekið við krúnunni og því var mikilvægt að þeim hjónum fæddist drengur. Sú varð raunin árið 1781 þegar Lo...
Hvenær eru aldamót, og af hverju hélt fólk að þau væru um áramótin 1999/2000?
Aldamót eru þegar hundraðasta ári aldarinnar lýkur og næsta ár tekur við. Þannig mætast 20. og 21. öldin um áramótin 2000/2001 og þá eru um leið árþúsundamót; annað og þriðja árþúsundið í tímatali okkar mætast. Þetta svar má rökstyðja bæði með almennri vísun til þess hvernig við teljum hluti, tugi, tylftir, hundru...
Af hverju loðir teflon við pönnuna þegar ekkert loðir við teflon?
Það hefur áður verið fjallað um teflon í svari Arnars Halldórssonvar við spurningunni Hvað er teflon? Til upprifjunar er vert að nefna nokkur atriði sem fram koma í því svari. Teflon er vöruheiti á hitaþolnu plastefni sem smíðað er með fjölliðun svonefndra tetraflúoreten-sameinda. Fjölliður finnast til að mynda...
Hve mörg augu hafa kóngulær?
Þó kóngulær eigi það sameiginlegt að hafa átta fætur þá er ekki eins farið með augun. Flestar þeirra hafa þó einmitt átta augu. Allar kóngulóategundir eiga það sameiginlegt að augu þeirra koma í pörum en í sumum tilfellum er eitt parið betur þróað en hin pörin eða hitt parið. Þó algengast sé að kónguló hafi átt...
Hvað er merkilegt við Amasonfljótið, regnskóginn þar og allt dýralífið?
Amasonfljót er vatnsmesta fljót í heimi og það næstlengsta, á eftir Níl. Vatnsmagnið sem fellur til sjávar í Amasonfljótinu er meira en fellur til sjávar samanlagt í Níl, Mississippi- og Yangtze-fljóti en Mississippi-fljót er það þriðja lengsta í heiminum og Yangtze-fljót það fjórða lengsta. Fljótið rennur að mest...
Hvað getið þið sagt mér um borgina Medína Azahara?
Borgin Medína Azahara kallast öðru nafni Madīnat al-Zahrā. Nafnið þýðir bókstaflega hin skínandi borg og var hún höfuðborg Al-Andalus á tímum Umayyad-kalífadæmisins. Borgin var 112 hektarar, staðsett í 5 km beinni loftlínu norðvestur af Córdoba á suðurhlíð Djabal al-Arūs, það er „Brúðarfjallinu“, vi...
Hvað getið þið sagt mér um Barnakrossferðina sem hófst árið 1212?
Barnakrossferðin eða Children’s Crusade var trúarleg hreyfing sem spratt upp í Evrópu sumarið 1212. Hún samanstóð af þúsundum barna sem ætluðu að heimta landið helga úr höndum múslima með kærleika í stað valdbeitingar. Hreyfingin endaði hörmulega, en trúarhitinn sem hún kveikti var meðal þess sem hrinti af stað fi...
Hvaða tilgangi þjónar kertaþráður og af hverju er stundum notaður tvöfaldur þráður í kertum?
Kertaþráðurinn dregur fljótandi vax upp í kertalogann þar sem það brennur og hverfur út í loftið í kring. Ef einfaldur þráður yrði of mjór til að draga vaxið nógu ört má hafa hann tvöfaldan. Kertaþráðurinn þjónar því hlutverki að draga fljótandi vax upp í kveikinn þar sem það brennur, það er að segja gengur...
Er hægt að sekta mann á línuskautum fyrir hraðakstur?
Upphaflega spurningin var svona: Ef maður rennir sér á 25 km hraða á línuskautum í vistgötu þar sem er 15 km hámarkshraði, er þá hægt að sekta hann fyrir of hraðan akstur? Í 2. mgr. 3. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er skilgreint hverjir séu gangandi vegfarendur. Þar segir:Ákvæði um gangandi vegfarendur gild...