Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4907 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hvatberi?

Hvatberi (e. mitochondrion) er frumulíffæri sem finnst í öllum heilkjarna lífverum. Hvatberar eru belglaga, um 0,5–1 μm, en stærð og lögun getur verið breytileg eftir frumutegundum. Þeir eru nægilega stórir til að sjást með ljóssmásjá og voru fyrst uppgötvaðir á 19. öld. Hvatbera er að finna í nánast öllum fr...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig fóru vísindamenn að því að tímasetja nákvæmlega hvenær víkingar voru í Ameríku?

Um ferðir norrænna manna til austurstrandar Ameríku eru til heimildir skrifaðar á 13. öld – Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga – en höfundar þeirra töldu að leiðangrarnir sem sagt er frá hefðu verið skipulagðir af fyrstu kynslóð landnema á Grænlandi, það er á áratugunum eftir 980 eða svo. Fornleifafræðileg ...

category-iconEfnafræði

Er formalín í bóluefninu gegn COVID-19?

Fyrst er rétt að taka fram að bóluefni í þróun við COVID-19 eru mörg og af fjórum gerðum. Þegar þetta svar er skrifað hafa tvö þeirra fengið markaðsleyfi Lyfjastofnunar Evrópu, bóluefni Pfizer og BioNTech og bóluefni Moderna og NIAID. Bæði þessu bóluefni eru svonefnd kjarnsýrubóluefni og innihalda mRNA-bút sem skr...

category-iconEfnafræði

Hvað er kopar og hvenær fóru menn fyrst að nota þann málm?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Hver er munurinn á málmunum kopar og eir, ég sé að annar er gylltur en hinn bronslitaður? Hver fann upp koparinn og hvernig er nafnið kopar tilkomið? Hvað er efnið eir, í hvað er það notað og hver er munurinn á því og kopar? Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfi...

category-iconEfnafræði

Hvaða málmar teljast eðalmálmar?

Orðið eðalmálmur (e. noble metals) vísar til þess að málmurinn sé æðri öðrum málmum, betri en aðrir málmar. Til eðalmálma teljast vanalega gull (Au), platína (Pt), iridín (Ir), osmín (Os), palladín (Pd), ródín (Rh), rúþen (Ru) og silfur (Ag). Allt eru þetta frumefni og nágrannar úr lotu/röð 4, 5 og 6 í lotukerfinu...

category-iconHagfræði

Hver er lægsta upphæð sem dugir til framfærslu á mánuði á Íslandi?

Upphaflega spurningin var í tvennu lagi. Hér er síðari hlutanum svarað. Öll spurningin var þessi: Hver eru lágmarkslaun á Íslandi? Hver er talin lágmarks upphæð í krónum til framfærslu einstaklings? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver eru lágmarkslaun á Íslandi? er óheimilt að greiða lægri lau...

category-iconÞjóðfræði

Er einhver munur á trú karla og kvenna á yfirnáttúruleg fyrirbæri?

Samkvæmt könnunum Félagsvísindastofnunar á þjóðtrú Íslendinga og reynslu þeirra af yfirnáttúrulegum fyrirbærum sem framkvæmdar voru á árunum 1974[1], 2006-2007[2] og 2023[3] er (og hefur lengi verið) stór munur milli trúar karla og kvenna á yfirnáttúruleg fyrirbæri. Það sama gildir um reynslu, þar sem konur virðas...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir Rang- í örnefnum eins og Rangárvellir?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir liðurinn Rang s.s. í Rangárvellir? Samkvæmt Íslensku orðsifjabókinni merkir lýsingarorðið rangur ‘skakkur, snúinn; óréttur, öfugur’, og af rangur er leitt sagnorðið ranga ‘hreyfa til, ...’ og kvenkynsnafnorðið ranga, ‘ranghverfa, sbr. og sams. eins og Rangá og R...

category-iconMálvísindi: almennt

Er gríska elsta tungumál í heimi?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær varð forngríska til? Gríska er þjóðtunga Grikkja og er býsna gamalt tungumál. Hún er alls ekki elsta þekkta tungumálið en gríska er þó sennilega elsta tungumál heims sem á sér óslitna málsögu og enn er talað af innfæddum. Sú gríska sem töluð var í forn...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er vitað um borgina Babýlon til forna?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hver er saga Babýlon, hvar er hún staðsett og hver eru hennar aðaleinkenni? (Íris) Eru enn þá til ummerki um að Babýlon hafi verið til? (Bryndís) Eru til áreiðanlegar heimildir um hengigarðana í Babýlon? Er til nákvæm lýsing á því hvað þetta fyrirbæri var? (Hafstein...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig framleiðir hrökkáll rafmagn?

Rafvirkni í frumum Afar algengt er að ekki séu jafnmargar jákvæðar- og neikvæðar rafhleðslur sitt hvorum megin við frumuhimnur í frumum lífvera. Þessi munur á hleðslum leiðir til þess að spennumunur er yfir frumuhimnurnar og er sú hlið frumuhimnunnar sem snýr inn í frumuna alltaf neikvæð miðað við ytra borð frum...

category-iconHugvísindi

Hvenær komu handritin aftur til Íslands og var það sjálfsagt mál að fá þau hingað?

Spurningin hljómaði svona í heild sinni: Hvenær komu handritin aftur til Íslands og hvað varð til þess að þau komu heim á ný? Eru fleiri handrit enn í Kaupmannahöfn? Undir lok 16. aldar uppgötvuðu fræðimenn í Danmörku og Svíþjóð að á Íslandi væri að finna handrit að sögum sem vörðuðu fjarlæga fortíð þessara l...

category-iconStærðfræði

Hvað er flatarmál?

Þetta er góð spurning og við henni má finna mörg misflókin svör. Það er sameiginlegt með mörgum hugtökum stærðfræðinnar að eiga rætur að rekja til óformlegra, hagnýtra hugmynda en miklu síðar vera gefin formlegri, stærðfræðileg merking. Til dæmis má auðveldlega útskýra hugmyndina um jákvæðar heiltölur fyrir lei...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju virkaði Hubblessjónaukinn ekki almennilega í byrjun?

Hubble-geimsjónaukinn er svonefndur Cassegrain-spegilsjónauki (tveir speglar) af Ritchey-Chrétien gerð, rétt eins og flestir stærstu stjörnusjónaukar heims. Í Ritchey-Chrétien sjónaukum eins og Hubble eru safnspegillinn og aukaspegillinn báðir breiðbogalaga (e. hyperbolic). Í þeim myndast hvorki hjúpskekkja (e. co...

category-iconStærðfræði

Hvað er vedísk stærðfræði?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvað er vedísk stærðfræði/reikningur og er hún kennd hér á landi? Vedísk stærðfræði getur þýtt tvennt: Annars vegar var stærðfræði, sem iðkuð var á Indlandi á svonefndu vedísku tímabili frá því um 1500 til um 500 – 400 fyrir Krist, nefnd vedísk stærðfræði. Indversk stær...

Fleiri niðurstöður