Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er útópía?

Útlenda orðið utopia er dregið af riti enska húmanistans Thomasar More (1477-1535) Utopia, sem skrifað var á latínu árið 1516. Það er myndað af grísku orðunum ou, sem merkir ‘ekki’, og topos sem er ‘staður’. Það þýðir þess vegna bókstaflega ‘enginn staður’ og hefur því verið þýtt með orðinu staðleysa. Það orð má þ...

category-iconStjórnmálafræði

Hvernig geta smáríki haft áhrif á alþjóðavettvangi þar sem stóru ríkin virðast ráða öllu?

Þótt stór ríki hafi yfirburði á flestum sviðum í alþjóðasamfélaginu geta smáríki eigi að síður haft áhrif. Smáríki verða hins vegar að beita öðrum leiðum en stór ríki til áhrifa. Almennt til einföldunar má segja að í alþjóðasamfélaginu séu þrjár leiðir til að hafa áhrif á stefnur ríkja og alþjóðastofnana: Beita of...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Páll postuli og hvert var framlag hans til kristinnar trúar?

Páll postuli er ein af athyglisverðustu og mikilvægustu persónum í sögu kristinna trúarbragða. Það er auðvelt að færa rök fyrir því að með trúboðsstarfi sínu og stofnun söfnuða í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs á 1. öld þessa tímatals hafi hann lagt grunninn að starfi kristinna kirkna allt fram á okkar daga. ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvaða skaðleg áhrif hefur sætuefnið aspartam á líkamann?

Aspartam er selt undir nafninu Nutrasweet og er tilbúið efni sem finnst ekki í náttúrunni. Það er um 200 sinnum sætara en venjulegur sykur og á því byggist notkun efnisins. Aspartam er búið til úr tveimur amínósýrum en prótein eru einnig búin til úr amínósýrum. Þegar aspartam berst inn í líkamann klofnar það niður...

category-iconEfnafræði

Er hægt að drekka súrefni á vökvaformi?

Stutta svarið við þessari spurningu er „já“. Hins vegar er rétt að vekja athygli á því að það að drekka súrefni á vökvaformi er stórhættulegt og mundi líklega valda dauða þess sem reyndi það! Mörgum finnst svalandi að drekka kalda drykki en við erum ekki vön að drekka vökva sem eru kaldari en við frostmark, sem...

category-iconEfnafræði

Hvernig fer títrun á edikssýru með natrínhýdroxíði fram?

Áður hefur verið fjallað um títrun á Vísindavefnum, meðal annars í svari við spurningunni Getið þið útskýrt fyrir okkur hvernig títrun fer fram? Þar er farið yfir sýru-basa títrun. Það er ástæða til þess að minnast líka á títrun edikssýru með natrínhýdroxíði. Orðið römm sýra var notað í fyrra svari, en það þýði...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er uppruni íslensku pönnukökunnar?

Tíundi kafli í Einfalda matreiðsluvasakverinu fyrir heldri manna húsfreyjur, sem kom út í Leirárgörðum aldamótaárið 1800, hefst á uppskrift af pönnukökum. Í pönnukökur er tekinn rjómi eður góð mjólk, saman við hana vel hrærð fáein egg, eður í þeirra stað lítið eitt af broddmjólk, og þar ofan í sigtað hveiti o...

category-iconVísindi almennt

Eru skrímsli til?

Fljótt á litið kann einfalda svarið að virðast vera: Nei, skrímsli eru ekki til í raun og veru. Hið rétta er að svarið er flóknara en svo og öllu áhugaverðara. Það er nokkuð á reiki hvaða eiginleikum lífvera þarf að vera búin til að teljast skrímsli því þeir eiginleikar eru breytilegir frá einum tíma til annars...

category-iconHugvísindi

Hvað var Píningsdómur?

Píningsdómur er kenndur við Diðrik Píning sem var höfuðsmaður Danakonungs á Íslandi frá 1478 til 1491. Diðrik var þýskur flotaforingi. Snemma árs 1490 gerði Hans Danakonungur (1455-1513) samning við Englendinga þar sem réttur þeirra síðarnefndu til að stunda fiskveiðar og verslun á Íslandi er viðurkenndur. Engl...

category-iconUnga fólkið svarar

Er hægt að finna svar við öllu milli himins og jarðar?

Að sjálfsögðu er hægt að finna svar við öllu á milli himins og jarðar. Ef einhver spyr til að mynda hvernig sólin sé á litinn er hægt að gefa mörg svör, til að mynda "sólin er gul", "sólin er græn", "sólin hefur ekki lit heldur eru litir einungis til í huga skynjandans" eða jafnvel bara "42" (en 42 var samkvæmt bó...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á skjali og skýrslu?

Í stuttu máli er skýrsla stundum ýtarlegri heimild heldur en skjal. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008 er til að mynda um 2.000 síður og var gefin út í níu bindum. Fáum hefði dottið í hug að nefna slíkan doðrant skjal. Annar munur er sá að skýrslur geta veri...

category-iconHeimspeki

Hvað eru sleipurök?

Fótfesturökin Undirritaður hefur ekki rekist á íslenska orðið sleipurök áður en líklegt er að átt sé við tegund raka sem á ensku heitir slippery slope, og kallast yfirleitt fótfesturök á íslensku. Fótfesturök eru notuð til þess að vara einhvern við því að fallast á tiltekið atriði því þá þurfi sá hinn sami ...

category-iconLífvísindi: almennt

Getið þið sagt mér hvað verður um trén eftir að þau deyja?

Tré deyja af ýmsum ástæðum. Ung tré geta drepist vegna skugga frá eldri og stærri trjám. Skógareldar og skordýraplágur drepa tré, stundum á stórum samfelldum svæðum. Ef tré ná að verða gömul er algengt að stofnar þeirra fúni í miðjunni, sem að lokum leiðir þau til dauða. Dánarorsökin hefur talsverð áhrif á það hvo...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er tíminn mismunandi eftir löndum?

Einfalda svarið við þessu er á þá leið að við viljum í grófum dráttum miða tímann á hverjum stað við sólarganginn, þannig að klukkan sé um það bil 12 þegar sól er hæst á lofti. Vegna kúlulögunar jarðar gerist þetta á mismunandi tímum eftir stöðum. En þó að þessu sé svarað til getum við haldið áfram að spyrja: A...

category-iconJarðvísindi

Hvað er helluhraun og hvar er slík hraun helst að finna?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað getur þú sagt mér um helluhraun? Hvað er það, hvar er það helst að finna og hverjar eru helstu upplýsingar um slík hraun? Helluhraun (e. pahoehoe) er algengasta tegund basalthrauna á landi. Eins og nafnið gefur til kynna, auðkennist yfirborð helluhrauna af samfelld...

Fleiri niðurstöður