Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6578 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðið kommóða komið?

Orðið kommóða var tekið að láni úr dönsku kommode. Þangað barst orðið úr frönsku commode en að baki liggur latneska lýsingarorðið commodus: 'hentugur, mátulegur'. Latneska orðið er sett saman úr forskeytinu con- 'sam-' og modus 'máti, háttur'. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um kommóðu á prenti eru frá síðast...

category-iconUnga fólkið svarar

Hve mikið af pappír fæst úr einu meðalstóru tré?

Þar sem tré eru misstór er erfitt að segja hve mikill pappír kemur úr einu tré. Ef við tækjum hinsvegar einn faðm af höggnum viði (3,6 rúmmetra), þá gefur það tæpar 90.000 blaðsíður af bókapappír, eða 3375 eintök af 28 blaðsíðna Fréttablaði. Notkun á pappír í heiminum er komin upp í 268 milljónir tonna á ár...

category-iconJarðvísindi

Hvað er hrafntinna, hvar finnst hún og í hvað hefur hún verið notuð?

Hrafntinna er svart eða dökklitað gler, yfirleitt með samsetningu rhýólíts (líparít, ljósgrýti) en gler er ókristallað fast efni. Berg og steindir eru yfirleitt því smákornóttari sem þau hafa storknað hraðar. Hrafntinna myndast þannig við frekar hraða kælingu kísilríkrar kviku með lágt gasinnihald. Algengast er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju syngja fuglar?

Á vorin vaknar náttúran hér á landi úr vetrardvala og í langflestum húsagörðum í Reykjavík ómar þá fuglasöngur. Á Suðvesturlandi eru fyrirferðamestu garðsöngvararnir skógarþrestir (Turdus iliacus) og starrar (Sturnus vulgaris). En hvað býr að baki áköfum söngvum þessara fugla? Mest er um fuglasöng á pörunartím...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta ánamaðkar?

Til að svara þessari spurningu er nauðsynlegt að átta sig fyrst á líffæragerð ánamaðka (oligochaeta). Kjafturinn á ánamöðkum er staðsettur á framenda dýranna. Í munnholinu (e. buccal cavity) er líffæri sem þjónar svipuðum tilgangi og bragðlaukar okkar. Með þessu líffæri metur ánamaðkurinn hvort fæða sem hann rekst...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er íslenska heitið á Meerkat?

Spyrjandi bætir við:Lat. Suricata suricatta. Heitið er ekki marköttur en dýrið virðist falla undir mongús flokkinn. Hér er um að ræða tegund af ætt þefkatta (Viverridae). Þefkettir eru fjölskipuð ætt smávaxinna rándýra og telur nú um 70 tegundir. Dýr af tegundinni Suricata suricatta hafa verið nefnd jarðkettir...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna stendur oft Ltd, eða limited, á eftir fyrirtækjanöfnum? Dæmi: R. Winter & Co. Ltd.

Limited þýðir takmarkaður og þessi skammstöfun vísar til þess að ábyrgð eigenda á rekstrinum er takmörkuð. Skammstöfunin er meðal annars notuð í Bretlandi. Með henni er bent á að ekki er hægt að krefjast þess að eigendur greiði úr eigin vasa það sem upp á vantar ef félagið á ekki fyrir skuldum. Það er því verið að...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvert er hlutverk safabólu?

Safabólur eru vökvafylltir dropar í umfrymi fruma og gegna þær margvíslegu hlutverki allt eftir sérhæfingu viðkomandi frumu. Ein gerð safabóla er fæðubóla sem sér um flutning hráefna frá yfirborði frumanna inn í „vinnslustöðvar“ í fryminu. Annað hlutverk safabólunnar er geymsla afurða sem fruman hefur framl...

category-iconEfnafræði

Hvað ákvarðar bræðslumark frumefna og efnasambanda?

Bræðslumark er það hitastig þar sem jafnvægi ríkir milli storkuhams (fastefnisfasa) og vökvafasa viðkomandi efnis. Bræðslumark er háð þrýstingi sem umleikur efnið. Storka eða fast efni einkennist af reglubundinni niðurröðun efniseinda (sameinda eða frumeinda) í kristallsgrind. Slík kristallögun helst vegna te...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð Ísland til?

Ísland hefur hlaðist upp við síendurtekin eldgos á nokkrum tugmilljónum ára. Undir Íslandi er svokallaður heitur reitur, en það eru staðir á jörðinni sem einkennast af mikilli eldvirkni og rísa hátt yfir umhverfið. Þannig er heitur reitur líka undir Hawaii-eyjum svo dæmi sé tekið. Ísland byrjaði að myndast fyr...

category-iconLögfræði

Hvar get ég fengið upplýsingar um gömul dómsmál, og skiptir þá máli hvort höfðað var einkamál eða opinbert mál?

Í lýðræðissamfélagi þykir mikilvægt að almenningur hafi aðgang að dómum sem dómstólar kveða upp. Eru því allir dómar aðgengilegir almenningi. Hægt er að nálgast dóma hæstaréttar, allt frá stofnun hans, í dómasöfnum sem er að finna á helstu bókasöfnum landsins, til dæmis Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Á...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið frímerki?

Frímerki er tökuorð úr dönsku, en samsvarandi danskt orð er frimærke. Um miðja 19. öld var farið að ræða á þingi um að taka upp notkun frímerkja eins og í Danmörku. Í Tíðindum frá Alþíngi Íslendinga 1855 segir svo: „en eg held, að skoðun hans breyttist, ef hér væri innfærð „frímerki“, eins og í Danmörk“. Þarna er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðatiltækið "að sofa í hausinn á sér" til?

Orðasambandið að sofa í hausinn á sér er notað í merkingunni 'fara að sofa'. Það er allvel þekkt í talmáli þótt ekki hafi það komist í orðabækur eða orðtakasöfn enn. Fólk á miðjum aldri og eldra þekkir sambandið allt frá bernsku og segir að það hafi aðeins verið notað við krakka sem tregir voru til að fara að sof...

category-iconFornfræði

Ég var að ráða krossgátu og lenti í vandræðum með nafn á eiginkonu Bakkusar. Hver var það?

Eiginkona Díonýsosar eða Bakkusar var Aríaðna, dóttir Mínosar konungs á Krít og sú hin sama og hjálpað hafði Þeseifi að ráða niðurlögum Mínótárosar. Þegar Þeseifur hafði drepið Mínótáros flýði Aríaðna með honum frá Krít til að forðast reiði föður síns. En Þeseifur skildi hana eftir á eynni Naxos. Þá kom Díonýsos h...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru punktar í lánum?

Hugtakið punktur er notað í fjármálaheiminum til að tákna einn hundraðasta úr einu prósenti, það er 0,01%. Vaxtakjör eru oft tilgreind sem tiltekið álag ofan á eitthvert viðmið og álagið þá gefið upp í punktum. Til dæmis gæti lán í evrum verið veitt með 50 punkta álagi ofan á þá vexti sem bönkum bjóðast í evru...

Fleiri niðurstöður