Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4350 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hver er sagan á bak við hinn gríska þurs Argos? Hverjar eru grunnheimildir?

Argos hafði viðurnefnið panoptes á grísku, en það þýðir bókstaflega 'alsjáandi' enda var skrokkur hans alsettur 100 augum. Í grískum goðsögum kemur hann mest við sögu í einu af mörgum framhjáhöldum Seifs. Mynd af morði Argosar á fornum grískum vasa. Hermes leggur til Argosar og Íó í kvígulíki stendur hægra me...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru yrðlingar stórir við fæðingu?

Orðið yrðlingur er oftast notað um ung afkvæmi refs (þar á meðal heimskautarefs, Alopex lagopus), en stundum annarra dýra, til dæmis músa. Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvað refayrðlingar séu stórir þegar þeir fæðast. Eftir um 49-57 daga meðgöngu gýtur lágfóta eða bleyðan, eins og ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu ljón lifað á grænmetisfæði?

Svarið við þessari spurningu er að öllum líkindum nei. Engu að síður eru dæmi um það að ljón hafi verið alin á grænmetisfæði. Snemma á seinustu öld var ljónshvolpinum Tyke bjargað úr kjafti móður sinnar sem hafði sært hann illa og drepið systkini hans. Hugrakkur dýragarðsstarfsmaður bjargaði Tyke og gaf hann hjónu...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær fólk krabbamein ef það reykir?

Tóbak var fyrst flutt frá Vesturálfu til Evrópu, fyrst og fremst Spánar og Portúgals, á miðri 16. öld. Einni öld síðar var notkun þess orðin almenn í Vestur-Evrópu. Fljótlega varð ljós skaðsemi tóbaks og þegar um miðja 18. öld birtust varnaðarorð um efnið, þar á meðal krabbameinsvaldandi verkun þess. Þessi varn...

category-iconFornfræði

Um hvað fjallar samræðan Gorgías eftir Platon?

Samræðan Gorgías eftir Platon fjallar að minnsta kosti á yfirborðinu um mælskulist enda hlaut hún undirtitilinn Um mælskulistina þegar í fornöld. Samræðan á að eiga sér stað einhvern tímann á 3. áratug 5. aldar f. Kr. Mælskulistarkennarinn Gorgías frá Leontíní (um 485-380 f. Kr.) er kominn til Aþenu og þegar samræ...

category-iconLögfræði

Hvers vegna er lögum um fyrirtækjanöfn ekki framfylgt?

Lengi vel var ekki allt sem sýndist þegar kom að nöfnum íslenskra fyrirtækja því að það tíðkaðist um hríð að fyrirtæki hétu íslenskum nöfnum í firmaskrá en notuðu önnur og jafnvel erlend nöfn í viðskiptum sínum. Margir kannast til dæmis við það að á yfirlitum um greiðslukortaviðskipti standa oft önnur fyrirtækjanö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Verða kettir veikir og hvaða sjúkdómseinkenni fá þeir þá?

Kettir geta veikst rétt eins og öll önnur dýr. Margir vel þekktir sjúkdómar leggjast á ketti, bæði smitsjúkdómar og sjúkdómar af erfðafræðilegum toga. Meðal helstu einkenna sem koma fram hjá veikum ketti eru minni matarlyst og aukin svefnþörf. Kettir eru í eðli sínu afar íhaldssamir og því getur verið auðvelt...

category-iconTrúarbrögð

Hvenær er dagur tónlistardýrlingsins heilagrar Sesselju?

Dagur heilagrar Sesselju er 22. nóvember, bæði samkvæmt kaþólskri trú og í rétttrúnaðarkirkjunni (e. orthodox church). Flestum heimildum ber saman um að Sesselja hafi verið uppi á þriðju öld, en sumar telja að hún hafi verið uppi á annarri öld. Sesselja er sögð hafa verið af rómverskum aðalsættum og átti að h...

category-iconHugvísindi

Hvernig var líf kvenna í Kína á árunum 1000 f.Kr. til 200 f.Kr.?

Þar sem þetta tímabil spannar afar mikilvægt umbrotaskeið í sögu Kína til forna er rétt að veita fyrst örstutt yfirlit yfir það. Zhou-keisaraveldið tók við af hinu grimmilega Shang-veldi á 11. öld f.Kr. Fyrstu aldirnar var þetta friðsamlegt blómaskeið þar sem fjölmörg einkenni kínverskrar siðmenningar festust í se...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu skyldir eru hundar og kettir?

Það má segja réttilega að hundar og kettir séu fjarskyldir ættingar, enda báðar tegundir innan ættbálks rándýra (Carnivora). Til að átta okkur á skyldleika þeirra þurfum við að fara aftur í jarðsögunni um 60 milljón ár, það er til tíma áður en eiginleg rándýr komu til sögunnar. Eftir að risaeðlur dóu út varð mi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Um hvaða mávategund er ort í ljóðinu um fuglinn í fjörunni?

Fuglinn í fjörunni hann heitir már. Silkibleik er húfan hans og gult undir hár. Er sá fuglinn ekki smár, bæði digur og fótahár, á bakinu svartur, á bringunni grár. Bröltir hann oft í snörunni, fuglinn í fjörunni. „Fuglinn í fjörunni“ er gömul alþýðuvísa eða þula sem skáldkonan Theódóra Thoroddsen (1863-1954)...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ef heilum hunds og kattar yrði víxlað, hvort mundi kötturinn með hundsheilann gelta eða mjálma?

Við fyrstu sýn virðist þessi spurning frekar í ætt við vísindaskáldskap en vísindi, en raunar er hún ekki svo fjarri því sem sumir taugavísindamenn hafa rannsakað undanfarin ár. Reynt hefur verið með margvíslegum hætti að endurtengja heila dýra og athuga hvaða áhrif það hafi. Til að mynda hafa taugabrautir frá...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerist þegar maður fær heilahristing?

Heilinn er gerður úr mjög mjúkum og viðkvæmum vef. Hann er umlukinn heilahimnum og heilavökva sem ásamt höfuðkúpunni vernda hann. Þegar höfuðið verður fyrir áfalli eins og höggi kastast heilinn utan í harðan beinvef höfuðkúpunnar. Þetta getur valdið því að vefir í heilanum rifni eða togni og truflar það boðflutnin...

category-iconEfnafræði

Hvernig er áfengisprósenta drykkja reiknuð? Hvernig tengist hún mólstyrk?

Þegar talað er um áfengisprósentu í drykk er yfirleitt átt við hlutfall etanóls af rúmmáli hans. Einnig er stundum átt við hlutfall etanóls af massa drykkjarins, en slíkt er þó sjaldgæfara. Þegar þeirri aðferð er beitt er því ástæða til að taka það sérstaklega fram. Mólmassi etanóls er um það bil 46 g/mól og e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað heitir Bitis arietans á íslensku og hvað getið þið sagt mér um hana?

Hér er spurt um einn þekktasta snák Afríku. Á ensku kallast hann puff adder en á íslensku hefur hann verið nefndur hvæsir eða blísturnaðra (Bitis arietans eins og spyrjandi nefnir). Blísturnaðran finnst víða í Afríku, en það er aðeins á regnskógarsvæðum eða þurrustu eyðimörkum álfunnar sem hana er ekki að finn...

Fleiri niðurstöður