Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig á maður að svara spurningum?
Engin regla er til um það hvernig beri að svara spurningum. Það er til dæmis ekkert sem segir að ég verði að svara spurningunni „Hvað heitir forseti Íslands?” með svarinu „Ólafur Ragnar Grímsson”; ég gæti alveg eins svarað að tunglið sé úr osti eða að hundar séu skynsamar verur. Stundum er einmitt sagt að stjórnmá...
Hvernig fer veiruvarnarforrit að því að þekkja tölvuveirur?
Veiruvarnaforrit beita fyrst og fremst tveimur aðferðum til að finna tölvuveirur, greiningu byggða á leitarstrengjum annars vegar og grunsamlegri hegðun hins vegar. Fyrri aðferðin byggir á því að fyrirtækið sem býr til veiruvörnina hafi fengið eintak af tölvuveirunni og sérfræðingar þess hafi skoðað hana. Þ...
Getur maginn í mér sprungið ef ég þamba kók og gleypi síðan mentos?
Þó svo að kók gjósi afskaplega vel þegar mentos er sett beint ofan í kókflösku, þá er ekki þar með sagt að það sama gerist við aðrar aðstæður. Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað gerist ef maður lætur eitt mentos ofan í stóra kók? er megin ástæða þess að kókið gýs skyndilega að það er...
Hvenær byrja ungbörn að tárast?
Nýburar tárast ekki. Ástæðan er sú að táragöng þeirra eru ekki fullmynduð. Þegar börn eru um það bil mánaðar gömul hafa táragöngin náð fullum þroska og þá koma tár þegar þau gráta. Grátur er eina leið ungbarna til að tjá tilfinningar sínar en honum fylgja þó ekki alltaf tár þótt táragöngin hafi náð fullum þrosk...
Af hverju rennur engin jökulá úr Snæfellsjökli?
Í riti sínu Enarrationes1 frá 1749 taldi Eggert Ólafsson Snæfellsjökul og Glámu merkilega lík fjöll. Bæði væru miklir jöklar en frá hvorugu runnu jökulár. Nú á dögum þykja þetta mjög ólík fjöll. Snæfellsjökull er jökultyppt eldkeila og meðal stæðilegustu eldfjalla landsins en Gláma er tiltölulega flöt háslétta úr ...
Hvað þýðir orðið kviklæst?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað þýðir orðið kviklæst? Samanber: Hví er hurðin kviklæst? Lýsingarorðið kvikur hefur fleiri en eina merkingu, til dæmis ‘lifandi, fjörlegur, léttur í hreyfingum’. Þaðan er fenginn fyrri liðurinn kvik- í kviklæstur. Orðið virðist ekki mikið notað á prenti en sjálfri finns...
Hvað framkallar fíkn hjá fólki í eiturlyf eða áfengi?
Ágæt skilgreining á fíkn er eftirfarandi:Ákveðin hegðun, til dæmis að drekka áfengi, verður einstaklingnum miklu mikilvægari en áður og mikilvægari en önnur hegðun sem áður skipti máli. Hegðun er haldið áfram þrátt fyrir að hún valdi einstaklingnum skaða. Það er ekki vitað fyrir víst af hverju sumir verða “fíklar...
Hversu hátt hlutfall ferna og bylgjupappa kemur til endurvinnslu á Íslandi?
Úrvinnslusjóður sér um umsýslu úrvinnslugjalds og ráðstöfun þess og heldur utan um upplýsingar um hvað kemur til úrvinnslu. Árið 2006 var farið að leggja úrvinnslugjald á allar umbúðir úr pappa og plasti en fram að þeim tíma voru fernur einu umbúðirnar sem báru slíkt gjald og var það arfleifð frá mjólkuriðnaðinum...
Hvað er heiðlóan lengi að fljúga frá vetrarstöðvum til varpstöðvanna á Íslandi á vorin?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Góðan dag. Við erum hérna á leikskólanum Gefnarborg að vinna með heiðlóuna og við finnum ekki neins staðar hvað hún er lengi að fljúga milli Íslands og heitu landanna. Hafið þið svarið? Kær kveðja. Krakkarnir á Hálsakoti á Gefnarborg Garði. Vetrarstöðvar íslensku heiðlóu...
Hvers konar vöttur er í götunni Vattarás?
Spurningin í heild hljóðaði svona: Sæl, rakst á götuheitið Vattarás og hef ekki hugmynd um af hverju það er dregið eða hvað það þýðir. Nafnorðið vöttur merkir ‘hanski, vettlingur’ og þekkist þegar í fornu máli. Það kemur einnig fyrir sem eiginnafn í Ynglinga sögu í Heimskringlu. Það bar Vöttur, einn jarla Fróð...
Hvaða áhrif hefur hrekkjavakan á hlutabréfamarkaði?
Því er til að svara að hrekkjavakan sem slík hefur líklega ekki merkjanleg áhrif á alþjóðlega hlutabréfamarkaði. Hins vegar er til vel þekkt mynstur í ávöxtun hlutabréfa sem kennt er við hrekkjavökuna. Það lýsir sér þannig að ávöxtun hlutabréfa á alþjóðamörkuðum er lakari sex mánuðina fram að hrekkjavökunni, það e...
Hvers konar steintegund er kléberg?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Steintegundinn kléberg, er til einhver skýring eða hvernig steintegund er það? Í grein sinni „Kléberg á Íslandi“ (1951) segir Kristján Eldjárn að orðið kléberg sé ekki lifandi í íslensku og komi ekki heldur fyrir í fornritum. Ekkert sérstakt heiti hafi þessi steintegund í t...
Mundi vindakerfi jarðar breytast mikið við það að jörðin væri fullkomlega hnöttótt?
Vindar á jörðinni stafa af mismuni í loftþrýstingi sem er til kominn af mismun í hitun loftsins milli svæða. Þættir á borð við snúning jarðar, viðnám við jörð og fasaskipti vatns hafa svo einnig áhrif á hvernig vindar blása. Þótt jörðin væri fullkomlega hnöttótt, þannig að öll fjöll væru jöfnuð út og ummál jar...
Hvernig verkar spegill sem speglar á annarri hliðinni en er gegnsær hinum megin séð?
Spyrjandi vísar í upphaflegri spurningu í yfirheyrsluherbergi í bíómyndum. Spegillinn sem lýst er í spurningunni er aðeins til í skáldsögum og kvikmyndum. Hins vegar má ná fram svipuðum skynhrifum með því að nota flöt sem speglar ljósgeislum að hluta en hleypir hinu í gegn, og hafa rökkvað öðru megin flatar en ...
Er tölugildið af X margliða?
Svarið er nei; tölugildið af $x$ er ákveðið fall sem fellur ekki undir margliður. Tölugildið (enska absolute value, numerical value) af $x$ er yfirleitt táknað sem $|x|$. Það er fall sem tekur jákvæð gildi og gildið $0$ en getur ekki tekið neikvæð gildi. Sem kunnugt er má líta á tölur sem punkta á talnalínunni ...