Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3714 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvert fer ljósið þegar ég slekk á peru?

Hér er einnig svarað spurningunni: Litli bróðir minn vildi fá að vita hvernig ljós kæmist út úr lokuðu herbergi þegar það er slökkt. Getið þið svarað? Hugtakið ógegnsæ efni er notað um efni sem hleypa ekki ljósi í gegnum sig. Þau eiga það sameiginlegt að gleypa sýnilegt ljós að hluta til og endurkasta afgangin...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig virka COVID-heimapróf?

Upprunalega spurningin var: Hvernig mæla COVID-heimapróf smit? Algengustu heimaprófin sem mæla kórónuveirusmit byggja á svokallaðri mótefnaskiljun (e. immunochromatography), en nafnið er dregið af því að mótefni gegn prótínum SARS-CoV-2-veirunnar eru notuð til að mæla hvort veiran sé til staðar í sýni eða e...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar bókmenntastefna er klassisismi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða bókmenntastefna tíðkaðist á tímum upplýsingarinnar? Upplýsingin var ekki eiginleg bókmenntastefna þó að áherslumál hennar birtust með ýmsum hætti í skáldskapnum. Mikið var lagt upp úr skynsemi og þekkingarleit en bókmenntir áttu líka að vekja ánægju. Svokallaður ...

category-iconEfnafræði

Af hverju verður silfurborðbúnaður hreinn þegar hann er látinn liggja í matarsóda, soðnu vatni og álpappír?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Þegar ég fægi silfrið mitt þá set ég matarsóda og álpappír út í sjóðandi vatn, hendi silfrinu úti og bíð róleg um stund. Svo tek ég upp skínandi fínt silfur en álpappírinn verður svartur. Hvað gerist? Silfur (Ag) dökknar með tíð og tíma þegar það hvarfast við brenni...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða áhrif hafði fútúrismi á tónlist snemma á 20. öld?

Fútúrismi var hreyfing sem mest kvað að í bókmenntum og myndlist á fyrri hluta 20. aldar. Hreyfingin kom bæði fram á Ítalíu og í Rússlandi. Ítalski fútúrisminn einkenndist af mikilli dýrkun á vélum og hraða nútímans en hafði ímugust á fortíðinni. Eitt helsta einkenni fútúrismans voru stefnuyfirlýsingar af ýmsu tag...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu margir fórust þegar Reykjaborginni var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hversu margir sjómenn fórust þegar Reykjaborgin var skotin niður í stríðinu og komust einhverjir lífs af? Reykjaborg RE 64 var sökkt þann 10. mars 1941 og var það fyrsta íslenska skipið sem hlaut þau örlög í seinni heimsstyrjöldinni. Reykjaborgin var stærsti togari Íslendi...

category-iconHagfræði

Hver er lægsta upphæð sem dugir til framfærslu á mánuði á Íslandi?

Upphaflega spurningin var í tvennu lagi. Hér er síðari hlutanum svarað. Öll spurningin var þessi: Hver eru lágmarkslaun á Íslandi? Hver er talin lágmarks upphæð í krónum til framfærslu einstaklings? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver eru lágmarkslaun á Íslandi? er óheimilt að greiða lægri lau...

category-iconNæringarfræði

Hvers vegna geymist kex lengur en brauð?

Munurinn á kexi og brauði liggur fyrst og fremst í vatnsinnihaldinu. Samkvæmt Íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) þá er heildarvatnsinnihald í kexi um það bil 2-5% meðan brauð inniheldur 35-50% raka. Heildarvatnsinnihald segir þó ekki alla söguna. Vatnið í matnum okkar er tvenns konar. Annar...

category-iconVísindavefurinn

Flett upp í svörum Vísindavefsins um 300.000 sinnum í mánuði árið 2022

Gestir Vísindavefs Háskóla Íslands flettu að meðaltali 300 þúsund sinnum í svörum vefsins í hverjum mánuði árið 2022. Alls voru flettingar ársins rúmlega 3,3 milljónir og heimsóknir um 2,6 milljónir. Það samsvarar um 214 þúsund gestum mánaðarlega. Þessar tölur jafngilda því að í hverri viku hafi um 50 þúsund ge...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða áhrif hefur nikótín á líkamann?

Nikótín telst til svokallaðra alkalóíða en það eru basísk lífræn efni sem finnast í plöntum. Nikótín finnst í blöðum tóbaksplöntunnar Nicotiana tabacum sem óx upphaflega í Ameríku en barst til Evrópu fyrir um 500 árum. Hreint nikótín var fyrst unnið úr tóbaki á fyrri hluta 19. aldar. Það er í fljótandi formi og ...

category-iconÞjóðfræði

Hvernig var jólamaturinn í gamla daga?

Frá því er ekki sagt berum orðum í fornritum hver hafi frá alda öðli verið helsti jólamatur á Íslandi, en allt bendir til að það hafi verið kjötmeti af einhverju tagi, og upphaflega nýtt kjöt. Einna gleggst sést þetta af ákvæði í þjóðveldislögunum að slátrun fjár til matar var eitt af hinu fáa sem leyft var að vin...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Gæti verið að alheimurinn sem við lifum í sé bara eitt atóm í öðrum miklu stærri heimi?

Það er erfitt að hugsa sér að það gæti gilt um okkar alheim að hann væri aðeins eitt atóm í öðrum alheimi, að minnsta kosti ef við höfum í huga hinn hefðbundna skilning á hugtakinu atóm. Hugmyndin um atóm er venjulega kennd við grísku heimspekingana Demókrítos og Levkippos. Sá fyrrnefndi fæddist um 460 f.Kr. e...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna eru jöklar mikilvægir?

Jöklar eru mikilvægur hlekkur í hringrás vatns um jörðina. Snjór fellur úr lofti, safnast á jökla en leysingarvatn fellur frá þeim til sjávar þar sem vatn gufar upp og berst síðan með vindum um andrúmsloft uns það fellur aftur til jarðar, að hluta til á jöklana. Samfélög manna og vistkerfi, plöntur og dýr hafa...

category-iconJarðvísindi

Getið þið útskýrt framhlaup jökla?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Getið þið útskýrt framhlaup jökla? Heyrist mikið hljóð? Gerist þetta á skömmum tíma? Er hægt að spá fyrir um framhlaup? Jöklar hníga fram við aflögun íss undan eigin fargi og renna jafnframt á sleipum botni. Einnig geta deig setlög undir jöklunum mjakast fram. Að sumri er skrið...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér frá ferðum Kólumbusar til Ameríku?

Hér er margs að gæta og ekki sama hvernig spurningin er orðuð. Ísland tilheyrir Evrópu landfræðilega þó að það sé ekki áfast við meginland hennar, eins og lesa má nánar um í svari Sigurðar Steinþórssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til ...

Fleiri niðurstöður