Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8057 svör fundust
Hvernig er mengun grunnvatns á Íslandi samanborið við Norðurlöndin?
Undirrituðum er ekki kunnugt um skýrslu þar sem gerður er samanburður á mengun grunnvatns milli Norðurlanda. Hins vegar eru til gögn sem sýna samanburð á styrk næringarefna (áburðarefna) í stöðuvötnum. Í töflu 1 hér að neðan (Brit Lisa Skjelkvåle og fleiri (2001)) er gerður samanburður á styrk köfnunarefnis mið...
Hvað eru til margir kraftar?
Hér er væntanlega átt við hversu margar tegundir krafta séu til, því að ýmiss konar kraftar verka milli flestra hluta og það mundi æra óstöðugan að ætla sér að telja þá! Í venjulegri, hefðbundinni aflfræði er mest fjallað um togkrafta, þrýstikrafta, núningskrafta, þyngdarkrafta og fleira. Í rafsegulfræði lærum ...
Hver er munurinn á mjólkurprótíni og mysuprótíni?
Prótín í mjólk eru af ýmsum gerðum, en að mestu samanstanda þau af kaseinum (ostaprótínum) eða um 80%, og mysuprótínum, tæplega 20%. Því má segja að mysuprótín teljist til mjólkurprótína. Kaseinum má skipta í fjóra flokka, alfa-, beta-, gamma- og kappa-kasein. Í kaseinum er amínósýran prólín í miklu magni, en ...
Á Andrés önd nafn á öllum tungumálum?
Walt Disney bjó til Andrés önd árið 1931. Andrés var bannaður í Finnlandi og er talið að það hafi verið vegna þess að hann var ekki í buxum. Meira um buxnaleysi Andrésar má lesa í svari ritstjórnar Vísindavefsins við spurningunni Hvers vegna er Andrés Önd alltaf með handklæði vafið utan um sig þegar hann kemur úr ...
Hvað hét konan hans Nóa sem sigldi örkinni? Ég fann það hvergi í Biblíunni.
Kona Nóa er ekki nafngreind í Biblíunni en Gyðingar nefna hana Naamah, sem merkir „hin fagra“ eða „hin góða“. Samkvæmt sögnum Gyðinga bað Guð Nóa um að færa öll dýr heimsins í örkina og hann bað Naamah konu hans að bjarga jurtum jarðarinnar. Söguna um Nóa, flóðið og örkina er að finna í fyrstu Mósebók Gamla tes...
Hvar eru allar dúfurnar sem voru alltaf í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum árum?
Dúfur (Columba livia domestica) voru algengar í Reykjavík hér áður fyrr. Dúfnarækt var vinsælt tómstundagaman og dúfurnar sluppu stundum úr haldi auk þess sem einfaldast var að sleppa öllum hópnum þegar menn misstu áhugann á ræktinni. Þannig bættist alltaf við villta (eða öllu heldur hálfvillta) stofninn í borginn...
Hver fann upp fyrstu vekjaraklukkuna og hvenær var það?
Vekjaraklukkur eru þarfaþing og ljóst að margir gætu ekki lifað án þeirra, eða allavega ekki með góðu móti vaknað á réttum tíma án þeirra. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni About.com fundu Forngrikkir upp nokkurs konar vekjaraklukku í kringum árið 250 f.Kr. Til þess nýttu þeir sér þekkingu sína á sjávarföllum....
Hvernig verða loftsteinar til?
Á milli reikistjarna eru fullt af hnullungum svo sem geimsteinar, geimgrýti eða reikisteinar. Þeir eru venjulega úr bergi, bergi og járni eða eingöngu úr járni. Flestir eru þeir leifar frá þeim tíma þegar sólkerfið myndaðist fyrir um 4.600 milljónum ára. Þessir hnullungar rekast stundum á lofthjúpinn og hitna þá s...
Hversu háa greindarvísitölu þarf manneskja að hafa til að geta gengið í Mensa?
Baldvin spurði: Eru til íslensk Mensa-samtök eða er hægt að taka Mensa-próf á íslensku og fá það gilt til inngöngu? Mensa eru alþjóðleg samtök fólks með háa greind, stofnuð árið 1946. Hugmyndin var að skapa þessu fólki vettvang til að hittast og skiptast á skoðunum, og að hvetja til frekari rannsókna á mannleg...
Átti sögupersónan Svejk í "Góða dátanum Svejk" sér fyrirmynd eða er hún tómur skáldskapur höfundar?
Bókin Ævintýri góða dátans Svejks í heimsstyrjöldinni eftir tékkneska rithöfundinn Jaroslav Hasek (1883-1923) kom út á árunum 1921-1923. Bókin er í raun margar smásögur sem geta staðið einar og sér, en þær má einnig lesa sem heilsteypt verk enda segja þær allar frá sömu persónunni og ævintýrum hennar. Upphaflega æ...
Af hverju fær maður martraðir og sýna þær eitthvað?
Vísindamenn skipta svefninum okkar í tvær gerðir sem einkennast meðal annars af mismunandi dýpt. Þegar við sofnum förum við yfirleitt í grunnan NREM-svefn sem skiptist síðan í fjögur stig, þar sem það fjórða er dýpst. Hin gerðin af svefni nefnist REM-svefn og hún einkennist meðal annars af hröðum augnhreyfingum. ...
Hver var Súliman mikli?
Súliman 1. mikli (um 1494-1566) var Tyrkjasoldán frá 1520 til dauðadags. Á hans valdatíma réð Tyrkjaher yfir öflugasta flota Miðjarðarhafs. Súliman mikli var tíundi soldán Tyrkjaveldis (Ósmanska veldisins) en valdaskeið þess var frá 1299 til 1922 og blómatíminn á 16. og 17. öld. Í valdatíð Súlimans mikla lagði ...
Af hverju kalla Íslendingar Hvíta-Rússland ekki Belarus eins og landið heitir?
Í mörgum tilvikum hefur sú hefð myndast að staðfæra nöfn á löndum og borgum. Má þar nefna sem dæmi að við tölum um Þýskaland en ekki Deutschland, Svíþjóð en ekki Sverige, Kaupmannahöfn en ekki København. Myndast hefur hefð að staðfæra nöfn á löndum og borgum. Hér má sjá Strusta-vatn í Hvíta-Rússlandi. Nafnið ...
Af hverju kemur vindur ef ég sveifla blævæng?
Á jörðinni er lofthjúpur, en það er þunnt gaslag sem umlykur reikistjörnuna okkar. Lofthjúpurinn er að mestu úr nitri og súrefni en inniheldur líka aðrar gastegundir. Þar sem súrefni og nitur eru litlaus gös við venjulegt hitastig sjáum við þau ekki beinlínis hreyfast. En við finnum fyrir þeim þegar vindur blæs...
Hvað eru oturgjöld?
Oturgjöld eru í skáldskap kenning fyrir gull. Að baki er sögn í Snorra-Eddu er segir frá því að Óðinn, Loki og Hænir hafi farið í ferð til að skoða heiminn allan. Á ferð sinni komu þeir að á þar sem otur var að gæða sér á laxi. Loki drap oturinn með því að kasta í hann steini. Þeir héldu ferðinni áfram og tóku nú ...