Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1500 svör fundust
Hvernig sjúkdómur er bleikjuhreistur?
Bleikjuhreistur (Pityriasis rosea) eða rósahnappur er algengur húðsjúkdómur með einkennandi útbrotum á húð. Sjúkdómurinnn er algengastur hjá ungu fólki og kemur oftar fram hjá konum en körlum. Orsökin er ekki fullþekkt en talið er að sjúkdómurinn sé af völdum veiru. Sjúkdómurinn er ekki smitandi og gengur yfir af ...
Af hverju rennur engin jökulá úr Snæfellsjökli?
Í riti sínu Enarrationes1 frá 1749 taldi Eggert Ólafsson Snæfellsjökul og Glámu merkilega lík fjöll. Bæði væru miklir jöklar en frá hvorugu runnu jökulár. Nú á dögum þykja þetta mjög ólík fjöll. Snæfellsjökull er jökultyppt eldkeila og meðal stæðilegustu eldfjalla landsins en Gláma er tiltölulega flöt háslétta úr ...
Hopar Drangajökull ekkert eða mun minna en aðrir jöklar á landinu?
Drangajökull er fimmti stærsti jökull landsins, nú um 145 km2. Hann spannar hæðarbilið frá 140 m y.s. til 920 m y.s. og er miðja þess bils um 530 m y.s. Það er mun lægra en á nokkrum öðrum íslenskum jökli og nýtur Drangajökull vafalaust nálægðar við Grænlandsjökul á einhvern hátt. Leirufjarðarjökull 8. septembe...
Hvaða líkur eru á því að sjá uglu á næturveiðum í borginni?
Líkurnar á því sjá uglu í Reykjavík eru frekar litlar, enda fljúga fáar uglur yfirleitt þar um. Líkurnar aukast þó umtalsvert ef menn leita eftir þeim á veturna. Á þeim árstíma leita uglur stundum í þéttbýli eftir æti, enda eru þar meiri líkur á bráð en víða annars staðar og gróðurþekja borgarinnar lítil því lauf...
Ég hef oft heyrt þá sögu að fáir þú skalla verðir þú ekki gráhærður og öfugt. Er eitthvað til í því eða er það bara eitthvað rugl?
Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Af hverju fá karlmenn skalla en ekki konur? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur kemur fram að skalli er afleiðing þess að í hársverði eru svæði sem eru sérlega viðkvæm fyrir karlhormóninu testósteron. Karlhormónið veldur rýrnum í hárrótinni sem að lokum verður svo rýr að þau hár ...
Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr?
Skaðleg áhrif eldgosa á dýralíf hér á landi hafa fyrst og fremst verið af völdum eitraðra efna, sem berast með gosösku og falla til jarðar á gróður og í drykkjarvatn, sem skepnurnar éta eða drekka og berast ofan í meltingarfærin. Eiturefnin frásogast úr meltingarfærunum til blóðsins og berast með því um líkamann. ...
Ágætu vísindamenn, hvert er flatarmál þess sem í daglegu tali nefnist miðhálendi Íslands?
Ekki er til eitt opinbert og algilt svar við því hvert er flatarmál miðhálendis Íslands. Það helgast af því að afmörkun miðhálendisins, og þar með stærð, er ekki endilega sú sama í hugum allra sem um það fjalla. Þeir sem selja ferðamönnum ferðir um miðhálendi Íslands hafa til að mynda ekki endilega nákvæmlega sömu...
Getið þið sagt mér allt um hina ógnvænlegu basilíuslöngu?
Basilíuslangan, eða basilískan (e. basilisk), er kynjadýr úr evrópskum þjóðsögum. Pliníus eldri (uppi á 2. öld) lýsir henni í bók sinni Naturalis Historiae sem 12 þumlunga langri (um 30 sm) og með kórónulaga blett á höfði. Af þessum bletti fær hún nafn sitt, en gríska orðið 'basilius' merkir 'konungur'. Basilískan...
Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum?
Eðlur eru hópur hryggdýra innan flokks skriðdýra (Reptilia). Alls teljast til þessa hóps um 3.800 tegundir. Eðlur eru að mörgu leyti líkar ranakollum og slöngum en nokkur grundvallarmunur er á milli þessara hópa. Slöngur hafa enga útlimi og eðlur eru með yfirliggjandi hreistur en slöngur ekki. Bæði eðlur og slöngu...
Hvar er best að finna heimildir um leiklist Forn-Grikkja?
Langbest er að kynnast grísku harmleikjunum með lestri á harmleikjunum sjálfum. Það sama gildir vitaskuld um gamanleikina. Alls eru varðveittir 33 harmleikir auk brota úr glötuðum harmleikjum sem hafa meðal annars fundist á misheillegum papírusbrotum. Sjö verk eru varðveitt eftir Æskýlos, önnur sjö eftir Sófókl...
Hvað eru skynsamleg rök?
Með "rökum" er átt við röksemdafærslu, það er að settar eru fram ein eða fleiri fullyrðingar - sem kallaðar eru forsendur - og ályktun eða niðurstaða, sem fullyrt er á grundvelli forsendnanna. Með öðrum orðum, forsendurnar styðja niðurstöðuna, eða þeim er að minnsta kosti ætlað að styðja hana. Almennt má segja, að...
Hver var fæða geirfuglsins og hvernig var hreiðrið?
Geirfuglinn (Pinguinus impennis, e. great auk eða garefowl) lifði áður fyrr á eyjum og skerjum á norðanverðu Atlantshafi. Eins og flestum er kunnugt þá var síðasti geirfuglinn veiddur við Eldey árið 1844. Þó að geirfuglinn hafi ekki verið fleygur var hann afburða sundfugl. Rannsóknir á fæðuleifum geirfuglsins á...
Hver var Mínotáros í grískri goðafræði?
Í grískri goðafræði var Mínos konungur á eynni Krít. Þegar Mínos og bræður hans Hradamanþys og Sarpedon vildu fá úr því skorið hver þeirra skyldi verða konungur Krítar bað Mínos guðinn Póseidon um að senda sér naut til fórnar. Póseidon sendi honum naut úr sjónum en Mínos fékk sig ekki til að fórna því. Gerði þá Pó...
Geta hundar og kettir átt afkvæmi saman?
Nei, hundar og kettir geta ekki átt saman afkvæmi, ekki einu sinni þó allt færi í "hund og kött" eins og sagt er. Þó hundar (Canis familiaris) og kettir (Felis catus) séu bæði rándýr (Carnivore) eru þau alltof fjarskyld til að æxlun og frjóvgun í kjölfar hennar sé möguleg. Köttum og hundum getur verið vel til vi...
Hvernig æxlast kolkrabbar?
Æxlun kolkrabba (Octopoda) fer þannig fram að karldýrið notar einn af sínum átta örmum til þess að koma sæði í kvendýrið. Armurinn sem notaður er í þessum tilgangi nefnist hectocotylus og er ummyndaður þannig að hann getur flutt sáðsekkina inn í möttulhol kvendýrsins þar sem æxlun fer fram. Kvendýrið getur hal...