Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3626 svör fundust
Er löglegt að auglýsa áfengi og tóbak í tímaritum eða blöðum ef þau eru skráð útgefin erlendis?
Í 73. gr. stjórnarskrárinnar er tjáningarfrelsið verndað. Samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar er þó heimilt að setja tjáningarfrelsinu skorður, til dæmis til verndar heilsu manna. Til þess þarf þó skýra lagaheimild og þurfa skorðurnar að teljast nauðsynlegar og samrýmast lýðræðishefðum. Í 20. gr. áfengisla...
Hvað er bogasekúnda?
Mikilvægur þáttur stjörnufræðinnar er að fylgjast með staðsetningum og sýndarstærðum fyrirbæra himinsins. Ekki er hægt að tilgreina fjarlægðir milli stjarnanna á himninum í metrum eða sentímetrum, og til þess að auðvelda sér mælingar tilgreina stjörnufræðingar fjarlægðir með hornmálum. Horn er opið milli tveggja l...
Erum við við eða ímyndun einhvers annars?
Þessa spurningu gætum við orðað svona: Erum við raunverulega til eða erum við bara í hugarheimi einhvers annars? Ef við erum til þá erum við sjálfstæðar manneskjur sem hafa sál og lifa í sameiginlegum heimi. Þá ráðum við yfir okkur sjálfum og þar með er svarið við spurningunni að við séum við og ekki ímyndun einh...
Hvernig reikna reiknivélar kvaðratrætur?
Spyrjandi bætir við: Er til einhver skotheld aðferð til að finna kvaðratrót tölu án vélar?Til að finna kvaðratrót tölu er algengt að reiknivélar noti eftirfarandi aðferð. Hún byggir á ítrun Newtons sem hefur verið lýst hér á Vísindavefnum. Ef við viljum finna kvaðratrót tölunnar \(R\) þá viljum við finna \(x\) þa...
Hvað eru hafstraumar?
Sterkir straumar eru í öllum heimshöfunum og þess vegna flyst stöðugt og um sömu slóðir mikið magn sjávar þúsundir kílómetra. Meginstraumarnir ná niður á nokkur hundruð metra dýpi og greinast oft í minni kvíslar. Flæði hafstrauma er táknað með einingunni Sverdrup og er 1 Sv = 1 milljón m3/s. Til samanburðar er ...
Hvað gefur til kynna að Heklugos sé yfirvofandi?
Eldfjöll gefa það til kynna, hvert með sínum hætti, þegar von er á gosi. Landris eða landsig á sér stað, smáskjálftavirkni eykst og stærri skjálftar ríða yfir, jarðhitavirkni fer vaxandi. Gufusprengingar og smágos geta stundum verið undanfari meiri umbrota. Heklugos hafa yfirleitt hafist án fyrirvara sem mannl...
Hvað hafa margir geimfarar látist í tilraunum til að fara út í geim?
Alls hafa 18 manns farist í geimferðaslysum, annað hvort á leið út úr gufuhvolfi jarðar eða á leið til jarðar. Sá fyrsti sem lést í geimferð var hinn sovéski Vladimir Komarov. Hann var einn í áhöfn Soyuz 1 sem skotið var á loft þann 23. apríl 1967. Eftir 18 hringi umhverfis jörðu, þar sem í ljós komu ýmisar bi...
Hvenær var bann við fóstureyðingum fyrst sett inn í lög sem giltu á Íslandi?
Sérstakar refsingar fyrir þungunarrof hafa legið fyrir á Íslandi allt frá árinu 1734 þegar norsk lög Kristjáns konungs V. urðu gildandi réttarheimild í íslenskum rétti. Þau giltu þó eingöngu um fóstur sem getin voru utan hjónabanda, um annars konar þungunarrof giltu almenn ákvæði um manndráp. Í almennum hegning...
Hve mikið vex umferð um íslenska sæstrengi á ári og hvað duga strengirnir lengi?
Vöxtur umferðar um sæstrengi frá íslenskum markaði, það er að segja frá fjarskiptafyrirtækjum, hefur verið um 25-30% á ári undanfarin 10 ár. Svonefnd gagnaver (e. data center) fóru fyrst að skapa umferð árið 2010 og hafa vaxið hraðar en íslenski markaðurinn síðasta áratug. Umferðin nú frá íslenska markaðnum er nán...
Hvert er stærsta þekkta sprengigos í Torfajökli?
Stærsta þekkta sprengigos í Torfajökli varð fyrir um 55 þúsund árum. Það er jafnframt eitt stærsta sprengigos sem orðið hefur á Íslandi. Talið er að gosið hafi náð tölunni 5-6 á VEI-kvarða (e. Volcano Explosivity Index), en hann er notaður til að áætla sprengivirkni gosa. Kvarðinn nær frá 1 upp í 8; gos sem eru 1 ...
Hversu gamlar eru pýþagórískar þrenndir?
Saga pýþagórískra þrennda er mun eldri en saga Pýþagórasar. Á leirtöflu frá Babýlon sem talin er vera frá um 1700 f. Kr. og er nefnd Plimpton 322 hafa fundist skýr merki um áhuga og þekkingu á pýþagórískum þrenndum. Plimpton 322 leirtaflan. Fyrstu línur töflunnar líta þannig út, aðlagaðar að nútímarithætti me...
Hvað eru náttúrlegar tölur?
Öll notum við tölur þegar við verslum, skiptum fólki í mismunandi lið, eða teljum kindur. Strangt til tekið notum við þó ekki alltaf sömu tölurnar þrátt fyrir að okkur finnist það kannski. Til dæmis notum við heilu tölurnar þegar við kaupum í matinn, ræðu tölurnar þegar við skiptum fólki í lið, og náttúrlegu tölur...
Hvað eru ein-, tví- og þríglýseríð?
Glýseríð er efnasamband í flokki lípíða og er samsett úr glýseróli og fitusýrum. Glýseríð gegnir mikilvægu hlutverki bæði í lífverum og í matvæla- og efnaiðnaði. Glýseról er keðja af þremur kolefnisatómum með þremur hýdroxíðhópum (OH) (sjá mynd 1). Glýseról getur tengst einni, tveimur eða þremur fitusýrum og my...
Hvað er staðalfrávik?
Staðalfrávik (e. standard deviation) er algengasta mæling á dreifingu talna, það er hversu ólíkar þær eru. Því hærra sem það er þeim mun ólíkari eru tölurnar. Til þess að reikna staðalfrávik tiltekinna talna þarf fyrst að reikna meðaltal þeirra og síðan að draga hverja tölu frá meðaltalinu, og sá mismunur kall...
Hverjar eru líkurnar á að hljóta fyrsta vinning í EuroJackpot með 10 valdar aðaltölur og 2 valdar stjörnutölur?
EuroJackpot er nýlegur lottóleikur sem hleypt var af stokkunum í mars 2012 og er samstarfsverkefni fjórtán Evrópuþjóða, þar á meðal Íslands. Ein lottóröð í EuroJackpot hefur fimm aðaltölur, sem eru einhverjar af tölunum frá 1 til 50, og tvær svokallaðar stjörnutölur, sem eru einhverjar af tölunum frá 1 til 8. A...