Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2291 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Endar geimurinn eða er hann alveg endalaus?

Í þessari spurningu felast nokkrar aðrar, til dæmis þessar: ef geimurinn endar, hvað er þá þar fyrir utan og ef geimurinn er endalaus merkir það þá að hann hafi átt sér upphaf og hvað gerðist þá fyrir upphaf alheimsins? Í svari við spurningunni Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak v...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er hæsta tala í heimi?

Ekki er hægt að benda á neina eina sérstaka tölu og segja að hún sé hæsta tala í heimi. Það er alveg sama hvaða tölu maður nefnir, það væri alltaf hægt að bæta annarri tölu við hana og fá út enn hærri tölu en maður byrjaði með. Um svipað efni er hægt að lesa í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum: Hver er hæ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að gera sýnilega hluti ósýnilega? - Myndband

Hlutir eru sýnilegir vegna þess að yfirborð þeirra víxlverkar við ljós á ákveðinn hátt og við nemum ljósið með augunum. Einfaldasta leiðin til að gera hlut ósýnilegan er þess vegna að hafa hann í algjöru myrkri. Einnig mætti til dæmis loka augunum, eða setja hlutinn inn í skáp. Líklega er þó ekki átt við það með s...

category-iconHugvísindi

Hvað stendur „band“ fyrir í bandbrjálaður?

Band- í orðum eins og bandvitlaus, bandbrjálaður, bandóður er svokallaður herðandi forliður. Hann er leiddur af nafnorðinu band ‛eitthvað til að binda með, snæri, fjötur, haft’ og vísar til þess er menn, sem misstu stjórn á sér og urðu alveg ærir voru settir í bönd, fjötraðir, þar til æðið rann af þeim. Í da...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið hvoll í örnefnum eins og Hvolsvöllur og Bergþórshvoll?

Orðið hvoll er hliðarmynd við hóll og líkrar merkingar, eða ‚ávöl hæð‘. Í eldra máli var orðmyndin hváll, til dæmis Arnarhváll í Reykjavík, nú Arnarhóll. Um tugur bæja í landinu hefur orðið að fyrri eða seinni lið, meðal annars Hvolsvöllur, sem kenndur er við Stórólfshvol, og Bergþórshvoll í Landeyjum. Þessi b...

category-iconFöstudagssvar

Oft þegar ég er í tölvunni þá kemur skipunin „press any key". Hvar er þessi hnappur?

Til skýringar er rétt að geta þess að "any key" þýðir "hvaða hnappur sem er". Við á ritstjórn Vísindavefsins áttum lengi í vandræðum með að finna þennan gagnlega hnapp. Á endanum var brugðið á það ráð að fjárfesta í nýjum lyklaborðum handa starfsfólkinu til að leysa þennan vanda. Á þessum lyklaborðum er „any k...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju koma stírur í augun?

Stírur eru í rauninni ekkert annað en storknuð tár. Tár myndast í tárakirtlum sem liggja undir húðinni í jaðrinum á efra augnlokinu. Þau eru samsett úr vatni, söltum, slími og sýkladrepandi efni sem kallast lýsózým. Hlutverk tára er þannig að hreinsa og verja augun og sjá til þess að þau haldist rök. Venjulega ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er finngálkn sem minnst er á í Njáls sögu?

Í 119. kafla Njáls sögu segir af nokkrum frægðarverkum Þorkels háks. Hann drap spellvirkja á Jamtaskógi og herjaði svo í Austurveg við annan mann. Þar komst hann í kynni við finngálkn:En fyrir austan Bálagarðssíðu átti Þorkell að sækja þeim vatn eitt kveld. Þá mætti hann finngálkni og varðist því lengi en svo lauk...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig er yfirborð Satúrnusar?

Satúrnus er næststærsta reikistjarna sólkerfisins á eftir Júpíter og sú sjötta í röðinni frá sólu. Satúrnus er gasrisi líkt og Júpíter, Úranus og Neptúnus og hefur því ekkert fast yfirborð. Hér má sjá innviði Júpíters og Satúrnusar.Upplýsingum um efnasamsetningu gasrisanna hefur að mestu verið aflað af geimföru...

category-iconJarðvísindi

Hafa einhverjir dáið í eldgosi og ef það er, í hvaða eldstöð var það þá?

Eldfjöll á Íslandi eru yfirleitt fjarri byggð og því ekki sérlega líklegt að menn deyi í eldgosum, sem betur fer! Þó var þetta frekar tæpt í Heimaeyjargosin 1973 enda var eldfjallið þá rétt hjá kaupstaðnum og hraun rann yfir mannabústaði fljótlega eftir að gosið hófst. Við munum eftir einu dæmi um að maður haf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær ber að nota hornklofa, []?

Um notkun greinarmerkja í íslensku er hægt að lesa í auglýsingu um greinarmerkjasetningu. Þar segir um hornklofa:Hornklofa skal setja utan um það, sem skotið er inn í orðrétta tilvitnun. Dæmi: „Honum [þ.e. Hvítingi] hafði ekki orðið eitrið að bana“. Hið innskotna orð skal auðkennt, t.d. með undirstrikun í skrifuð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er þjóðernisvitund? Ég finn þetta ekki í orðabók Máls og menningar.

Það er rétt hjá spyrjanda að orðið þjóðernisvitund er ekki í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar Eddu sem kom út árið 2002, né í 2. útgáfu Bókaútgáfu Menningarsjóðs frá 1983. Reyndar er það þannig að samsett orð finnast ekki alltaf í orðabókum enda eru ótal margar leiðir til að setja saman orð. Sumar slíkar samsetni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er merkingin á bak við orðatiltækið ‘að hleypa í brýnnar’?

Orðasambandið að hleypa í brýnnar er notað um að láta í ljós óánægju eða reiði með því að draga saman augabrúnirnar. Einnig er talað um að hleypa brúnum í sömu merkingu. Ýmsar aðrar sagnir eru notaðar til að lýsa óánægju eða reiði með einhvers konar augngrettum. Vel er þekkt að yggla brýnnar og setja í brýnnar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Væri hægt að frjóvga egg úr konu með sæði úr hundi?

Það er þekkt að einstaklingar af mismunandi tegundum geta eignast lífvænleg afkvæmi saman. Þessi afkvæmi eru í langflestum tilfellum ófrjó og geta því ekki fjölgað sér. Nánar má lesa um tegundablöndun í svari við spurningunni Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum? Til þess að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Það eru miklar umræður í vinnunni um það hvort eigi að flota eða fleyta gólf? Getið þið leyst úr þessu?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Það eruð miklar umræður hérna í vinnunni hjá mér hvort maður segir flota eða fleyta. Getið þið aðstoðað við að útkljá þetta vandamál? Þegar verið er að tala um flota eða fleyta gólf. Þá t.d. ég er að fara að flota eða fleyta gólfið hjá mér um helgina. Verknaðurinn s...

Fleiri niðurstöður