Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8416 svör fundust
Hvað eru vúlkönsk eldgos?
Gos sumra eldstöðva einkennast af stökum kröftugum sprengingum. Milli þeirra geta liðið mínútur eða klukkustundir, en hver sprenging getur staðið í nokkrar mínútur og myndað gosmökk sem nær allt að 20 kílómetra hæð. Þetta eru vúlkönsk gos, nefnd eftir ítölsku eldfjallaeynni Vulcano. Kvikan er yfirleitt ísúr og því...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í júní 2013?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör júnímánaðar á Vísindavefnum árið 2013 þessi hér: Er hægt að hlaupa hraðar aftur á bak en áfram? Hvenær byrjuðu Íslendingar að drekka kaffi? Er hægt að fanga ljóseind milli tveggja spegla? Af hverju var Alþingi stofnað? Hvar er hægt að finna flóðatöflu ...
Hvaðan kemur orðasambandið „að kaupa köttinn í sekknum“?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvaðan kemur orðasambandið „að kaupa köttinn í sekknum“ og í hvaða samhengi er það notað? Orðasambandið að kaupa köttinn í sekknum er fengið að láni, sennilega úr dönsku købe katten i sækken. Merkingin er að ‘kaupa eitthvað án þess að hafa séð það (oft(ast) sjálfum sér í óh...
Er hægt að klóna manneskju?
Miðað við það hversu margar tegundir spendýra hafa verið einræktaðar (klónaðar) er ekki loku fyrir það skotið að hægt væri að klóna manneskju. Það er því, að minnsta kosti fræðilegur, möguleiki á því hægt sé að klóna manneskju. Slík klónun fæli í sér að erfðaefni einnar manneskju væri komið fyrir í virkjuðu en kja...
Hvernig á að setja upp vindhana?
Upphaflega spurningin var svona: Þegar vindhani er settur upp, á þá að festa áttirnar þannig að örin bendi undan vindi eða á örin að benda í þá átt sem vindurinn kemur úr? Aðalatriðið er að koma vindhana þannig fyrir að hann hreyfist ekki í logni og sýni strax rétta vindstefnu um leið og smáandvari kemur. Það þa...
Hver fann upp tannþráðinn?
Ekki er vitað með vissu hvenær menn tóku upp á því að hreinsa á milli tanna sinna, en fornleifafræðingar hafa fundið ummerki um notkun einhvers konar þráðar á tönnum frá forsögulegum tímum. Mögulegt er að dýrahár, til dæmis hrossahár, hafi verið notuð til þess. Bandarískur tannlæknir að nafni Levi Spear Parmly ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jukka Heinonen rannsakað?
Jukka Heinonen er prófessor í byggingarverkfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúa aðallega að sjálfbærni manngerðs umhverfis. Jukka er með doktorsgráðu í fasteignahagfræði frá Aalto-háskóla í Finnlandi og MS-gráðu í félagsvísindum (hagfræði) frá Helsinki-háskóla. Í rannsóknum sínum hefur hann einbeitt ...
Hvernig er kílógrammið skilgreint?
Í nóvember 2018 ákvað Alþjóðanefnd um mál og vog (Comité international des poids et mesures, CIPM ) að ný skilgreining á kílógrammi skyldi taka gildi í maí 2019. Eldri skilgreining hafði þá verið í gildi frá árinu 1889. Forsaga málsins er í stuttu máli þessi. Þegar Frakkar tóku upp metrakerfið undir lok 18. ald...
Hvers vegna eru leðurblökur svona miklir smitberar?
Nýjir smitsjúkdómar sem reglulega koma fram í mönnum orsakast flestir af veirum sem berast úr dýrum í menn. Slíkar veirur hafa sérstakt fræðiheiti og kallast súnuveirur (e. zoonotic viruses). Mesta hættan á súnuveirusmiti er talin vera frá leðurblökum, þar á eftir koma prímatar, hófdýr og síðan nagdýr.[1] Nokkr...
Hver orti elstu rímurnar?
Í Flateyjarbók, sem var rituð að mestu árið 1387, er að finna elsta varðveitta rímnatextann. Það er Ólafs ríma Haraldssonar eftir Einar Gilsson lögmann á Norður- og Vesturlandi. Þar sem uppskriftin er elst varðveittra rímnatexta hefur hún verið notuð sem viðmið í umræðunni um aldur rímna enda ljóst að hún muni sjá...
Hvað er ekla sem kemur t.d. fyrir í orðinu mannekla?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona:Flestir vita hvað mannekla er en hvað nákvæmlega merkir ekla og er eitthvað tiltakanlega 'rangt' við að nota þennan hluta orðsins sem sjálfstætt orð (sem þó virðist aldrei vera gert)? Nafnorðið ekla kemur fyrir þegar í fornu máli. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (I:317) e...
Af hverju eru engir nafngreindir höfundar Íslendingasagna þekktir?
Ýmsar getgátur hafa verið um höfunda einstakra Íslendingasagna. Á hinn bóginn má vera að nafnleynd þeirra sé engin tilviljun því að líkt og í tilviki fornaldarsagnanna byggðu höfundar Íslendingasagna á arfgengu sagnaefni og hugsanlega hafa þeir, að minnsta kosti sumir hverjir, litið á sig sem skrásetjara efnis sem...
Hvernig er þróun sólstjarna háttað?
Við rannsóknir á þróun sólstjarna standa stjarneðlisfræðingar frammi fyrir þeim vanda að geta ekki séð stjörnurnar breytast á sama hátt og hver og einn getur til dæmis fylgst með breytingum á eigin líkama. Ástæðan er sú að æviskeið stjarna er mælt í milljónum eða milljörðum ára. Stjarneðlisfræðingar verða þess veg...
Hver urðu eftirköst Tsjernobyl-slyssins?
Hér á Vísindavefnum hefur stuttlega verið sagt frá Tsjernobyl-slysinu í svari Þórunnar Jónsdóttur við spurningunni Í hvaða landi varð kjarnorkuslysið í Tsjernobyl? Í þessu svari verður atburðarásin rakin ítarlega. Þann 26. apríl 1986 leiddi röð mistaka við stjórnun og prófun í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu til spren...
Er til einhver skýring á örnefninu Sörkushólar?
Sörkushólar er sérkennilegt örnefni. Það kemur tvisvar fyrir í Austur-Skaftafellssýslu en að því er virðist hvergi annars staðar. Nafnið er torskýrt. Menn hafa í hálfkæringi giskað á að nafnið kunni að vera dregið af enska (og alþjóðlega orðinu) Circus (framburðurinn verandi Sörkus) og stafi af því að hólarnir min...