Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hversu mörg skip eru á Íslandi ef smábátar eru taldir með?
Samkvæmt lögum nr. 115/1985 eru öll skip sem eru 6 m eða lengri skráningarskyld. Siglingastofnun Íslands hefur umsjón með skráningunni. Á hverju ári er gefin út heildarskrá fyrir íslensk skip sem byggð er á þessari skráningu og þar er að finna ýmsar upplýsingar sem áhugafólki um skip og báta gætu þótt forvitnilega...
Ef það er raunhæfur möguleiki að bora stóra holu í gegnum jörðina, hvað mundi þá gerast ef við stökkvum ofan í holuna, komum við út hinum megin á hvolfi eða fljúgum við óendanlega út í geim?
Til þess að svara þessari spurningu skulum við ímynda okkur að við getum með einföldum hætti borað gat í gegnum jörðina. Við skulum einnig ímynda okkur að í gatinu sé þægilegt hitastig og að innri hiti jarðar hafi engin áhrif á neitt sem fer í gegnum gatið. Spyrjandi vill síðan fá að vita hvað gerist ef við stökkv...
Hvað getið þið sagt mér um drekaeðlur?
Drekaeðlur (Dilophosaurus) voru af meiði risaeðla (dinosauria) og lifðu í Norður-Ameríku snemma á júratímabilinu fyrir um 200 milljónum ára. Drekaeðlur voru meðalstórar kjötætur, um 3 metrar á hæð og gátu orðið um 6 metrar á lengd. Sennilega vógu þær um 500 kg sem telst ekki vera mikil þyngd miðað við margar stórv...
Er það rétt að fleiri börn fæðist á nóttu en degi?
Það er erfitt að sýna fram á slíkt, þar sem einungis mætti horfa til eðlilegra fæðinga og útiloka fæðingar sem verða til vegna inngripa lækna og ljósmæðra, til dæmis þegar flýtt er fyrir fæðingu með svo kölluðum gangsetningum, gerðir keisaraskurðir og svo framvegis. Flest bendir til þess að fæðingar sem hefjast...
Hvers vegna eru sumar appelsínur súrar og hvernig er hægt að sjá það?
Gæði ávaxta, þar á meðal gæði appelsína, fara eftir mörgu og má þar nefna mismunandi trjástofna, ræktunaraðferðir og veðurskilyrði. Mestu skiptir þó hversu þroskaðar appelsínurnar eru þegar þær eru tíndar. Það er aftur háð ýmsum þáttum, svo sem ræktun, stað, veðri og í hvað á að nota þær, til dæmis hvort á að sel...
Hversu mikil áhrif hafa hreindýrin á Íslandi á gróðurfar á hálendinu?
Nú eru liðin 239 ár síðan fyrstu hreindýrin stigu á land á Íslandi. Eins og þekkt er gengu þau á suðvesturhorninu, Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum og Múlasýslum fram á síðustu öld. Hreindýrunum fjölgaði hratt eftir landnám þeirra og dýrin dreifðust víða. Samhliða fjölguninni bárust kvartanir til yfirvalda um að þ...
Af hverju er öfugt spurningarmerki á undan spurningu á spænsku?
Hversu oft höfum við ekki lent í því þegar við erum að lesa upphátt fyrir aðra að athuga ekki fyrr en í lok setningar að um spurningu er að ræða? Slíkt gerist ekki í spænsku því þar er lesandinn ávallt varaður við með spurningarmerki á hvolfi í upphafi spurningar ¿. Almenn fullyrðingarsetning getur hæglega ...
Gáta: Hversu djúpt í jörðu þarf ungi sæfarinn að grafa til að finna fjársjóðinn?
Verðlaunagáta Vísindavefsins á Vísindavöku 22.09.2006 Svartskeggur skipstjóri var einn alræmdasti sjóræningi í Karíbahafi. Hann þótti einkar óárennilegur, enda fullir tveir metrar á hæð með gróskumikið og svart skegg. Þegar hann dó skildi Svartskeggur eftir sig verðmætan fjársjóð sem sagt var að hann hefði grafið...
Má láta grafa sig án líkkistu á Íslandi?
Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993 og í reglugerð um kistur, duftker, greftrun og líkbrennslu nr. 668/2007 er ekki að finna skýrt ákvæði um að skylt sé að nota líkkistu við greftranir, eða að það sé ófrávíkjanlegt. Það segir þó ekki alla söguna um útfararsiði því til eru skýr ákvæði um ki...
Hvað getið þið sagt mér um haustfeta?
Haustfeti (Operophtera brumata) er fiðrildategund af ætt feta (Geometridae). Í Evrópu er útbreiðsla hans frá Miðjarðarhafi til nyrstu slóða Skandinavíu, austur um Asíu norðan fjallgarðanna miklu til Japans. Auk þess er hann innfluttur til Nova Scotia í Kanada. Á Íslandi finnst hann um sunnanvert landið frá Borgar...
Af hverju hófst Persaflóastríðið fyrra?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað varð til þess að Persaflóastríðið fyrra hófst (1980–1988)? Persaflóastríðið 1980–1988 var afleiðing mikillar spennu á milli Írans og Íraks sem hægt er að rekja til ársins 1969. Þá féll Íran frá samkomulagi ríkjanna sem hafði staðið frá 1937, um fljótið Shatt al-Ar...
Hvers vegna er miðja norðurljósabeltisins ekki á segulskautinu eða norðurpólnum?
Spurningin í heild var sem hér segir:Hvers vegna er miðja norðurljósabeltisins á norðurhveli jarðar skammt vestur af Qaanaaq á Grænlandi, en ekki á segulskautinu eða norðurpólnum?Miðja norðurljósanna er ekki alltaf skammt vestur af Qaanaaq á Grænlandi, en getur verið það. Eins og fram kom í svari Aðalbjarnar Þóról...
Hvað er strandrækja og hvar lifir hún?
Strandrækja nefnist á fræðimáli Palaemon serratus. Á dönsku ber tegundin nöfnin „Roskildereje“ eða „tigerreje“ en aðalheitið er „engelsk prawn“. Á ensku er aðalheitið „common prawn“ en strandrækjan nefnist líka „Danish lobster“. Þjóðirnar vilja því eigna hvorri annarri þessa tegund rækju. Strandrækja (Palaemon se...
Af hverju er lífið til?
Sums staðar í náttúrunni eru aðstæður þannig að mikið verður til af nýjum efnum. Þannig geta myndast efnasúpur með mörgum frumefnum í og þar myndast í sífellu nýjar og nýjar sameindir, það er að segja ný efnasambönd. Þessi efnasmíð örvast enn frekar til dæmis ef eldingar eru algengar á staðnum og önnur náttúruöfl ...
Hvað eru til mörg sjálfstæð lönd?
Um þetta er fjallað á Vísindavefnum í svari Ögmundar Jónssonar sömu við spurningu frá árinu 2000. Þar kemur fram að þetta er ef til vill ekki eins einfalt mál og ætla mætti þar sem í sumum tilfellum getur verið umdeilanlegt hvort land sé sjálfstætt ríki eða ekki. Eins bendir hann réttilega á að talan er breytileg...