Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5208 svör fundust
Menga kýr mikið þegar þær leysa vind?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Ég er að leita að upplýsingum um mengun frá vindgangi kúa en ég finn ekki neinar upplýsingar á íslensku. Gætuð þið sagt mér eitthvað um þessi málefni? Þegar jórturdýr melta myndast töluvert af metani (CH4). Dýrin losa sig við metanið með vindgangi en þó aðallega með því að ...
Hvað eru græn hugvísindi eða umhverfishugvísindi?
Í fyrstu kann þetta hugtak „umhverfishugvísindi“ (e. environmental humanities) að virðast nokkuð mótsagnakennt. Spyrja má hvort umhverfið komi hugvísindunum við eða hvað húmanísk fræði geti lagt af mörkum á sviði umhverfismála. Tengslin á milli umhverfismála og hugvísinda eru mun nánari en ætla mætti í fyrstu og s...
Hvers konar tónlistarmaður var Mozart og hvernig kynnti hann sér verk barrokkmeistaranna?
Wolfgang Amadeus Mozart (1756–1791) er frægasta undrabarn sögunnar og einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður sem uppi hefur verið. Óperur hans, sinfóníur, konsertar og kórverk eru lykilverk klassíska skeiðsins (þess tímabils tónlistarsögunnar sem varði frá um 1740–1820) og hann er almennt talinn einn mesti tónlistar...
Er það rétt að trú sé einkenni heilaskaða eða stafi af heilasjúkdómi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað er hæft í þeirri staðhæfingu að trú sé bara einkenni heilaskaða sem fólk hefur orðið fyrir eða heilasjúkdóms? Spurt er í framhaldi af orðræðu sem átti sér stað á Netinu um trúfrelsi þar sem þessu var haldið fram. Viðkomandi lagði fram greinina Damaged brains escape...
Hvað eru til margar refategundir í heiminum?
Til eru tuttugu og þrjár tegundir refa í heiminum sem flokkaðar eru í fimm ættkvíslir. Tegundaríkasta ættkvíslin nefnist vulpes, innan hennar eru 12 tegundir. Meðal þeirra er rauðrefurinn (Vulpes vulpes) sem lifir á víðlendum svæðum í Evrasíu og Norður-Ameríku og mun vera útbreiddastur allra refa. Önnur tegund inn...
Hver var Sighvatur Þórðarson?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver var Sighvatur Þórðarson? Hvað gerði hann og var hann skyldur Snorra Sturlusyni? Sighvatur Þórðarson var sonur Þórðar nokkurs sem var kallaður Sigvaldaskáld. Þórður var íslenskur maður en hafði verið með Sigvalda jarli í Noregi og komst síðan í þjónustu Ólafs konungs Harald...
Við hvað vann Bach og hvar bjó hann á fullorðinsárum?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað var Bach gamall þegar hann dó og hvar dó hann? Á ferli sínum gegndi Johann Sebastian Bach (1685-1750) fimm störfum í jafn mörgum bæjum, ýmist sem kirkjumúsíkant eða hirðtónlistarmaður: í Arnstadt (1703-7), Mühlhausen (1707-8), í Weimar (1708-17), Köthen (1717-23) og Leipz...
Hvað eru loftskeyti og hvenær var fyrsta loftskeytastöðin sett upp á Íslandi?
Nokkrir hafa sent Vísindavefnum spurningar um loftskeyti og fyrstu eiginlegu loftskeytastöðina á Íslandi. Laufey Karlsdóttir vildi einnig fá útskýringu á tækninni sem loftskeyti byggja á. Spurning hennar hljóðaði svona: Hvað er loftskeyti? Þegar það er sent er líklega notað rafmagn. Hvernig get ég útskýrt það ...
Hvenær var konum leyft að spila fótbolta?
Á Vesturlöndum hefur konum ekki beinlínis verið bannað að spila fótbolta en á síðustu öld var þeim lengi vel gert það mjög erfitt fyrir. Eins og fram kemur í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Hver fann upp fótboltann? hefur einhvers konar leikur tveggja liða sem gengur út á að koma knetti í mark verið þek...
Voru Íslendingar í gúmmístígvélum árið 1918?
Ekki er nákvæmlega vitað hvenær fyrstu gúmmístígvélin bárust til Íslands en það mun líklega hafa verið nálægt aldamótunum 1900. Elsta vísun í gúmmístígvél sem fannst í gagnasafninu Tímarit.is er í blaðinu Ísafold desember 1903 þar sem Th. Thorsteinsson auglýsir alls konar skófatnað, meðal annars "gúmmí vatnsstígvé...
Hver er munurinn á nýlendu og hjálendu?
Útilokað er að gefa einhlítt svar við þessari spurningu, því að merking beggja hugtakanna er óljós og hefur breyst í tímans rás. Bókstafleg merking orðsins nýlenda er einfaldlega nýtt land, og vísaði það gjarnan til lands sem brotið er undir nýja byggð eða ræktun. Þessi merking kemur meðal annars fram í bæjarnafni...
Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera í loftslagsmálum?
Upphaflega hljóðaði spurningina svona: Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera varðandi loftslagsbreytingar? Íslensk stjórnvöld vinna að loftslagsmálum á margvíslegan hátt. Stjórnvöld taka þátt í alþjóðlegri samvinnu og bera ábyrgð á skuldbindingum Íslands í alþjóðasamningum. Stjórnvöld gera áætlanir um að draga ú...
Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Volgu?
Borgin Volgograd bar áður nafnið Stalíngrad í nokkra áratugi og er aðallega fræg fyrir hina miklu orrustu sem var þar háð í seinni heimstyrjöldinni. Borgin verður eflaust ofarlega í huga þeirra sem fylgjast með heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sumarið 2018 því þar keppir íslenska landsliðið eins og hægt er að les...
Hvernig lýstu landnámsmenn Íslandi?
Norrænir landnámsmenn Íslands kunnu yfirleitt ekki að skrifa, nema hvað þeir munu hafa klappað stuttar rúnaristur í stein eða tré, en ekkert af slíku hefur varðveist. Meðal kristinna landnámsmanna frá Skotlandi og Írlandi hafa sjálfsagt verið menn sem kunnu að skrifa, en engir textar eftir þá eru varðveittir. Það...
Hvernig varð Miðjarðarhaf til?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er Miðjarðarhafið gamalt, eða hvenær sirka flæddi frá Atlantshafinu inn i Miðjarðarhafið? Undir lok fornlífsaldar (á perm-tímabili), fyrir um 250 milljón árum (m.á.), höfðu öll fyrri meginlönd jarðar runnið saman í eitt, Pangæu (Al-land). Á miðlífsöld, fyrir um 230 m.á. (...