Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1394 svör fundust
Er hægt að segja "ég komst við" þegar átt er við að verða klökkur?
Svarið er einfalt: Já, það er hægt að segja þetta, það er gott mál og þokkalega algengt. Einfaldast og fljótlegast er að afla sér upplýsinga um málfarsatriði af þessum toga með því að fletta upp í Íslenskri orðabók Árna Böðvarssonar sem kom upphaflega út árið 1963 hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Hún hefur komið ...
Hvað er fóvella, sem Fóvelluvötn á Sandskeiði draga nafn sitt af?
Fóvella er gamalt orð yfir fugl sem nú til dags er kallaður hávella (Clangula hyemalis). Hávellan er af andaætt og verpir á Íslandi. Einnig eru til orðmyndirnar fóella og fóerla. Í seinni myndinni er liðurinn -erla ummótaður til samræmis við fuglsheitið erla. Heimildir: Íslensk orðabók, 3. útg., ritst...
Hvort er rétt að skrifa kónguló eða könguló?
Samkvæmt Íslenskri orðabók í ritstjórn Árna Böðvarssonar, 2. útgáfu frá árinu 1983, eru bæði orðin jafn gild í rituðu máli, og þau virðast notuð jöfnum höndum meðal almennings. Í nýju orðabókinni, 3. útgáfu í ritstjórn Marðar Árnasonar, er þó aðeins að finna orðin könguló og köngulló, og köngulóin virðist einn...
Af hverju kallast skyr þessu nafni og hversu gamalt er orðið?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju heitir skyr skyr? Orðið skyr þekkist þegar í fornu máli um sérstakan mjólkurmat. Það virðist hafa verið þunnt og drykkjarhæft og segir frá því á fleiri en einum stað í Íslendingasögum að menn hafi sopið skyr við þorsta. Nú þekkjum við helst skyr búið til úr mjólk...
Hver er munurinn á nýlendu og hjálendu?
Útilokað er að gefa einhlítt svar við þessari spurningu, því að merking beggja hugtakanna er óljós og hefur breyst í tímans rás. Bókstafleg merking orðsins nýlenda er einfaldlega nýtt land, og vísaði það gjarnan til lands sem brotið er undir nýja byggð eða ræktun. Þessi merking kemur meðal annars fram í bæjarnafni...
Hvaða orð eru til á íslensku um rigningu?
Orðið rigning er kvenkyns nafnorð. Til forna var einnig til karlkynsorðið rigningur, en önnur merking þess er ánamaðkur. Önnur orð um rigningu eru til dæmis: úrfelli, úrkoma, regn, úrhellisrigning, suddi, regndemba, skrumba, deyfa, deyfla, hraglandi, regn, regnskúr, rekja, slepja, úði, úrfelli, slúð, vatnsveðu...
Úr hverju er oblátan sem við fáum þegar við fermumst?
Obláta er brauð sem er notað við altarisgöngu. Orðið er tökuorð úr latínu, oblata merkir eiginlega 'fórn' eða 'hið framborna'. Á vefnum kvi.annáll.is er ýmis konar fróðleikur um altarisbrauð. Þar er meðal annars að finna uppskrift af oblátum fyrir 60-70 manns. Í henni kemur fram að oblátur eru gerðar úr heilhveiti...
Hvaða tæri er átt við þegar menn komast í tæri við einhvern?
Orðasambandið að komast í tæri við einhvern er kunnugt frá síðari hluta 18. aldar. Í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar, sem unnin var undir lok 18. aldar en gefin út 1814, eru dönsku skýringarnar eftir málfræðinginn Rasmus Kristian Rask. Tæri er sagt merkja ‘Samliv’ (það er sambúð) og komast í t...
Hvað er kæringur og er eitthvað til sem heitir heilkæringur?
Orðið kæringur er ekki algengt í málinu. Ekkert dæmi fannst í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans og ekkert heldur um heilkæringur. Nokkur dæmi fundust þar um hálfkæringur, hið elsta úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar sem safnað var til um miðja 19. öld.Orð þessi mælti hann með hálfkæríngs hæðnissvip og málfæri, og ei...
Kvænast samkynhneigðar konur?
Sögnin að kvænast merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:842) ‘(um karl) ganga í hjónaband, ganga að eiga konu, kvongast’. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar er vísað frá sögninni kvænast í sögnina að kvongast (1989:530) ‘giftast, fá sér konu’. Sú sögn er leidd af nafnorðinu kvon (eldra kván) í ...
Hvað liggur til grundvallar nýyrðinu flaumrænn sem þýðingu á analogue?
Orðið flaumrænn er tiltölulega nýtt orð í málinu en er að minnsta kosti notað í eðlisfræði og tölvufræði. Í nýrri útgáfu Eddu á Íslenskri orðabók (2002:349) er merkingin sögð: „sem breytist og fær gildi á aflíðandi hátt en ekki í þrepum, t.d. rafspenna og ljósmyndafilma”. Í Tölvuorðasafni frá 1998 (Íslensk málnefn...
Hvaðan er orðið ponta komið?
Orðið ponta er notað í fleiri en einni merkingu. Það er notað um íbjúgt, oddlaga tóbaksílát, brunnfötu, ræðustól, lítinn þorskhaus og sem gæluyrði um krakka, einkum litlar stelpur. Talað er um að stíga í pontu þegar farið er í ræðustól. Ásgeir Blöndal Magnússon telur orðið líklegast tökuorð en að óvíst sé hvað...
Segir maður stemming, stemning eða stemmning? Svarið fljótt því hér stefnir í hjónaskilnað!
Það fer líklega eftir stemningunni hverju sinni hvernig fólk vill bera orðið stemning fram. Í Íslenskri orðabók frá Eddu er tvenns konar ritháttur á orðinu tilgreindur. Annars vegar stemning með einu m-i og n-i og hins vegar stemming með tveimur m-um og án n. Stemning merkir skap, geðblær eða einhvers konar hug...
Hvað er tæpitunga og hvað er að tala tæpitungulaust?
Nafnorðið tæpitunga merkir annars vegar ‘smámæltur maður’ en hins vegar ‘smámæli, óskýrt tal’. Að tala tæpitungu merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002 2:1630) að ‘líkja eftir smámæli, óskýru tali barns’ og ‘tala óljóst, gefa í skyn, segja ekki fullum fetum’. Að tala tæpitungulaust merkir þá ‘afdráttarlaust, ful...
Hvaða sprakki er þetta þegar forsprakki er nefndur til sögunnar?
Upprunalega spurningin var: Hvers konar fyrirbæri er sprakki? Og ef til er eitthvað sem heitir forsprakki, liggur þá ekki beint við að álykta að einhvern tíma hafi verið til baksprakki? Orðið sprakki er einkum notað eitt sér í skáldamáli um röskleikakonu, kvenskörung. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er ...