Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1932 svör fundust
Hver var Avogadro og hvert var hans framlag til vísindanna?
Avogadro var ítalskur raunvísindamaður sem átti mikinn þátt í að þróa hugmyndir manna um frumeindir og sameindir á 19. öld. Eftir hann liggur meðal annars lögmál Avogadros og tala Avogadros (e. Avogadro’s number eða Avogadro’s constant, um það bil 6,022×1023), sem tilgreinir fjölda einda í einu móli, er kennd við ...
Er það satt að Ítalir verði áfram jafnsvangir ef þeir borða bæði pasta og antipasta?
Spyrjandi veit sem er að ekkert efni verður eftir þegar efni (matter) og andefni (antimatter) koma saman í jafnstórum skömmtum. Spurningin er því fullkomlega eðlileg og má búast við að hún hafi valdið spyrjanda miklum áhyggjum og kannski minnkandi matarlyst. Honum hefur þó líklega ekki dottið í hug að gera einfald...
Hafa fjölmiðlar áhrif á þróun íslenskrar tungu?
Vissulega geta fjölmiðlar haft áhrif á málfar almennings bæði til ills og góðs en mikilvægt er að þeir sýni gott fordæmi í hvívetna. Þeir eiga að vera fyrirmynd um vandað mál. Allir, sem orðnir eru læsir, lesa eitthvað í dagblöðum nær daglega og allir hlusta á útvarp og/eða sjónvarp. Ef við lítum fyrst á prent...
Hvort nafnið er réttara, Auðunn með tveimur n-um eða Auðun með einu n-i? Er önnur útgáfan kvenmannsnafn?
Nafnið Auðun(n) er talið sett saman úr liðunum auð-, samanber auður 'ríkidæmi' og -vin, samanber vinur, eiginlega 'dýrmætur vinur'. Samkvæmt því er nær upprunanum að skrifa Auðun með eini n-i. Löng hefð er hins vegar fyrir rithættinum Auðunn með tveimur n-um en þá hefur uppruni síðari liðar gleymst og nafnið verið...
Af hverju er j í nafninu Freyja?
Samkvæmt íslenskum ritreglum á að rita -j- á eftir ý, æ og ey ef a eða u fara á eftir. Þannig beygist nafnið Freyja: Nf. Freyja Þf. Freyju Þgf. Freyju Ef. Freyju Þessi regla sést vel ef skoðað er beygingardæmið fyrir lýsingarorðið nýr í karlkyni: Nf. nýr - nýir Þf. nýjan - nýja Þgf. nýjum - nýjum ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur J. Óskarsson rannsakað?
Guðmundur J. Óskarsson er fiskifræðingur á uppsjávarslífríkissviði Hafrannsóknastofnunar. Rannsóknir og starfssvið hans lúta að uppsjávarfiskum og þá einkum síld. Síldarrannsóknir Guðmundar og samstarfsmanna hafa meðal annars beinst að æxlun og nýliðun svo og sýkingu í íslenskri sumargotssíld. Þá má nefna ýmiskona...
Hver er skilgreiningin á þrepasönnun?
Spyrjandi bætir við: Má þrepasanna án þess að vera með gildi sitt hvoru megin við jafnaðarmerki? Er hægt að þrepasanna í orðum? Sönnun með þrepun, þrepasönnun, er ákveðin gerð stærðfræðisönnunar sem þráfaldlega er notuð til að sýna fram á að fullyrðing sé sönn (eða regla gildi) fyrir allar náttúrlegar tölur, þ...
Hvenær var íslenska stafrófinu breytt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvenær var íslenska stafrófinu breytt úr: (a, á) b c (d, ð) (e, é) f g h (i, í) j k l m n (o, ó) p q r s t (u, ú) (v, w) x (y, ý) z x þ æ ö -- yfir í: a, á, b, c, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, q, r, s, t, u, ú, v, w, x, y, ý, z, þ, æ, ö. Ég er m...
Hvaða áhrif hefur eldfjallaaska á lífríkið?
Í Eyjafjallajökulsgosinu í apríl 2010 gafst einstakt tækifæri til að rannsaka tvístrun kviku af sömu efnasamsetningu sem sundraðist í snertingu við jökulbráðvatn fyrstu daga gossins en síðar við tvístrun kviku í andrúmslofti þegar gígbarmarnir héldu vatni frá gosrásinni og hraun rann niður Gígjökul. Engin sýru...
Er morgunverður mikilvægasta máltíð dagsins?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Er morgunverður mikilvægasta máltíð dagsins? Hefur næringarfræðin eitthvað um það að segja? Til að svara spurningunni var framkvæmd leit í gagnagrunninum PubMed.gov þann 6.12.2022 með leitarstrengnum „breakfast AND health“. Þannig fannst 31 safngreining (e. meta-analysis) og ...
Hvað getið þið sagt mér um áburðarmengun?
Í nágrannalöndunum hafa margir miklar áhyggur af mengun vegna áburðarefna, einkum niturs (N) og fosfórs (P). Áburðarmengun er tvennskonar, mengun grunnvatns vegna niðursigs og mengun straum- og stöðuvatna vegna afrennslis eða áfoks. Grunnvatnið mengast ef regnvatn sígur gegnum jarðveginn og ber með sér uppleyst sö...
Hvað éta páfagaukar?
Páfagaukar fá fæðu sína að langmestu leyti úr jurtaríkinu, það geta verið fræ, hnetur, ávextir og jafnvel jurtirnar sjálfar. Tengst virðast vera á milli stærðar páfagaukanna og þeirrar fæðu sem þeir sækjast mest í. Stærri tegundir reiða sig meira á fræ en margar minni tegundir treysta meira á ávexti og blómasafa. ...
Hvað eru til margar lofttegundir?
Hér verður einungis svarað hversu mörg frumefnanna séu lofttegundir, en lofttegundir eða gös úr tveimur eða fleiri frumefnum eru mun fleiri. Frumefni geta verið í þrenns konar ham:storkuham / fast form (e. solid)vökvaham (e. liquid)gasham (e. gas)Öll efni eru raunar í einhverjum þeim ham sem hér var talinn auk ...
Hvað getið þið sagt mér um tilbúinn áburð?
Frá öndverðu hefur mönnum verið ljóst að plöntur nærast öðruvísi en dýr. Aristóteles (384-322 f. Kr.) velti þessu fyrir sér eins og flestu öðru og komst að þeirri (rökréttu) niðurstöðu að plöntur nærðust á jarðvegi. Kenningin var prófuð á 16. öld af Belganum Jan Baptista van Helmont (1580-1644). Hann plantaði p...
Hvernig læknar artemisínin malaríu og hvenær var lyfið fundið upp?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er artemisinin eina lyfið sem læknar malaríu? hvenær var það fundið upp og hvernig virkar það? Hvað getið þið sagt mér um Artemisia annua? og Hvernig tengist það við Artemisinin og hvernig virkar Artemisinin? Til eru fjölmörg lyf sem notuð eru til að fyrirbyggja og meðhöndla m...