Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8434 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju eru hérar hafðir með í langhlaupum í frjálsum íþróttum?

Fyrir þá sem ekki vita er sá kallaður héri sem hleypur á undan keppendum í langhlaupi en tekur sjálfur ekki þátt í baráttunni um verðlaunasætin (þótt reyndar hafi það gerst að hérar klári hlaup og vinni). Nafnið fær hann auðvitað af samnefndu dýri sem þekkt er fyrir mikla spretthörku. Héranum er gert að halda uppi...

category-iconLæknisfræði

Af hverju tók ómíkron yfir önnur afbrigði veirunnar og hætta þau þá að smita?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað verður til þess að ein veira yfirtekur aðra eins og núna þegar talað er um að ómíkron sé að taka yfir delta? Af hverju hættir veira allt í einu að smitast þegar annað afbrigði hennar kemur fram? Veirur geta ekki fjölgað sér sjálfar heldur á fjölgun þeirra sér stað innan f...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna er munur á kaup- og sölugengi gjaldmiðla?

Skýringin á þessu er í raun sú sama og á því að smásöluverð er alla jafna hærra en heildsöluverð á vörum. Það fylgir því einhver kostnaður að versla með allar vörur og sá kostnaður rekur fleyg milli kaup- og söluverðs. Hversu stór þessi fleygur er fer eftir ýmsu, til dæmis því hve erfið vara er í meðförum, hve stó...

category-iconHugvísindi

Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikar fatlaðra haldnir og hvar?

Ólympíuleikar fatlaðra eiga rætur sínar að rekja til landskeppni sem haldin var við Stoke Mandeville-spítalann í Aylesbury, Buckinghamshire á Englandi. Sú keppni var liður í endurhæfingu hermanna sem höfðu hlotið mænuskaða í síðari heimsstyrjöldinni. Hugmyndina átti Ludwig Guttman, taugasérfræðingur af gyðingaættu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru hokkískautar með kúpt skautablað?

Við erum auðvitað ekki sérfræðingar í skautaíþróttinni og getum aðeins tjáð okkur um eðlisfræðilegar hliðar málsins. Aðrir gætu svo ef til vill bætt einhverju við út frá öðrum sjónarhornum. Kúpt blöð hokkískauta auðvelda skautaranum að stöðva sig skyndilega. Þeir sem keppa í skautahlaupi þurfa að ná sem mestum ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju dó tasmaníutígurinn út?

Tasmaníutígurinn (Thylacinus cynocephalus), líka kallaður tasmaníuúlfur, var stærsta ránpokadýr nútímans. Heimkynni hans voru á Papúa Nýju-Gíneu og meginlandi Ástralíu auk eyjunnar Tasmaníu sem tegundin er kennd við. Talið er að tasmaníutígurinn hafi verið horfinn af meginlandi Ástralíu fyrir um tvö þúsund áru...

category-iconHagfræði

Hver var Joseph A. Schumpeter og hvaða áhrif hafði hann á hagfræðina?

Joseph Alois Schumpeter (1883-1950) er einn merkasti hagfræðingur 20. aldar. Hann fæddist í borginni Třešť sem nú er í Tékklandi en tilheyrði þá Austurísk-Ungverska keisaradæminu en foreldrar hans voru Þjóðverjar. Hann nam lögfræði í Vínarháskóla undir leiðsögn Eugen von Böhm-Bawerk og lauk doktorsprófi ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er uppruni íslensku pönnukökunnar?

Tíundi kafli í Einfalda matreiðsluvasakverinu fyrir heldri manna húsfreyjur, sem kom út í Leirárgörðum aldamótaárið 1800, hefst á uppskrift af pönnukökum. Í pönnukökur er tekinn rjómi eður góð mjólk, saman við hana vel hrærð fáein egg, eður í þeirra stað lítið eitt af broddmjólk, og þar ofan í sigtað hveiti o...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er hættulegasta dýr A) í heimi, og B) á Íslandi?

Mörg spendýr geta verið hættuleg mönnum við vissar aðstæður. Almennt má segja að meðal spendýra skipta stærð, lífshættir og aðstæður einstaklingsins mestu máli. Þannig eru rándýr að jafnaði hættulegri en grasbítar af sömu stærð, stærri dýr eru hættulegri en minni dýr, hungruð rándýr hættulegri en södd, mæður með a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er A fyrsti stafurinn í stafrófinu, og Ö síðasti?

Þetta er ein af þeim spurningum sem réttast og einfaldast er að svara með því að spyrja á móti: "Af hverju ekki?" Eða væri einhver önnur röð eðlilegri, hagkvæmari eða betri? Menn hafa viljað skrifa niður alla stafi ritmálsins og hafa þá auðvitað gert það í einhverri röð. Síðan hefur smám saman komist á samkomu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hægt að raða tíu kúlum í tíu glös á marga mismunandi vegu?

Hér höfum við ákveðinn fjölda hluta, sem við ætlum að raða í sama fjölda sæta. Vandamál af þessu tagi koma oft upp í strjálli stærðfræði eða tölvunarfræði, þar sem röð hluta skiptir máli. Í staðinn fyrir að leysa upphaflega vandamálið, sem er tiltölulega afmarkað, þá getum við skoðað aðeins almennari spurningu: Se...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var byrjað að nota hástafi í upphafi setninga? Hver hóf þann rithátt og hvers vegna? Hvort eru eldri hástafir eða lágstafir ('A' eldra en 'a')?

Upphafsstafir voru fátíðir í upphafi setninga í elstu handritum. Þeir voru þó oft notaðir í upphafi málsgreina og í byrjun kafla voru þeir iðulega stórir og skreyttir. Í eiginnöfnum eða örnefnum voru þeir nánast aldrei notaðir. Þessi ritvenja hélst fram um 1500 eða fram á 16. öld. Þegar kom fram á 16. öld voru...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða PC-tölvuleikur er best gerður?

Til er fjöldinn allur af mjög vel gerðum tölvuleikjum fyrir PC-heimilistölvur. Vinsælustu PC-leikjunum má skipta í tvo flokka, frumleiki annars vegar og hermileiki hins vegar. Meginmarkmið frumleikja er að gaman sé að spila þá - oft er umhverfið nýstárlegt og hægt að gera hluti sem annars væru ómögulegir - til...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það satt að vélhjól hafi komið til landsins á undan Cudell-bíl Thomsens?

Ekki er vitað til þess að vélhjól hafi komið til Íslands fyrr en 1905, ári eftir að fyrsti bíllinn kom. Þorkell Þ. Clementz, vélfræðingur, var fyrsti mótorhjólamaður landsins. Hann flutti inn fyrsta mótorhjólið 20. júní 1905 og sótti síðar um einkaleyfi á vörumerkinu ELG fyrir mótorhjól sem hann ætlaði að selja. L...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjar eru helstu hættur pokadýra, eiga þau einhverja óvini, og hverja þá?

Ástralía hefur gengið í gegnum miklar breytingar eftir komu Evrópumanna þangað. Á síðustu 200 árum hafa 10 tegundir og 6 undirtegundir pokadýra dáið út í Ástralíu og 55 tegundir eru nú í mikilli hættu, aðallega vegna eyðingu búsvæða og innfluttra dýra. Þótt hlutfallslega mjög fáir búi í Ástralíu (svipaður þétt...

Fleiri niðurstöður