Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 231 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Hvað eru innantómar hitaeiningar?

Innantómar eða tómar hitaeiningar (kaloríur) eru hitaeiningar sem gefa orku en innihalda lítil sem engin næringarefni eins og vítamín og steinefni. Líkaminn þarf á orkunni að halda en vítamín og steinefni eru afar mikilvæg til þess að hann starfi eðlilega. Uppistaða í sælgæti er sykur. Í 100 grömmum af sykri er...

category-iconNæringarfræði

Hver er munurinn á mjólkurprótíni og mysuprótíni?

Prótín í mjólk eru af ýmsum gerðum, en að mestu samanstanda þau af kaseinum (ostaprótínum) eða um 80%, og mysuprótínum, tæplega 20%. Því má segja að mysuprótín teljist til mjólkurprótína. Kaseinum má skipta í fjóra flokka, alfa-, beta-, gamma- og kappa-kasein. Í kaseinum er amínósýran prólín í miklu magni, en ...

category-iconMálvísindi: almennt

Var engilsaxneska á 14. öld lík þeirri ensku sem nú er töluð í Bandaríkjunum og Bretlandi?

Á 14. öld var töluð í Bretlandi svokölluð 'miðenska', sem var töluvert frábrugðin þeirri ensku sem við þekkjum nú. Hún hafði breyst mikið frá engilsaxnesku eða fornensku, sem töluð var í Englandi fram eftir 12. öld, en fornenska var mun líkari íslensku en nútímaenska. Miðenska var rík af mállýskum, bæði rituðum og...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á plöntusvifi og dýrasvifi?

Plöntu- og dýrasvif eru smáar lífverur sem svífa um ofarlega í vatnsmassanum. Það sem greinir þær að er að plöntusvif flokkast til plantna sem stunda ljóstillífun en dýrasvif telst til dýra sem þurfa orku frá öðrum dýrum eða plöntum. Plöntusvif er frumframleiðandi líkt og landplöntur en dýrasvif eru ófrumbjarga lí...

category-iconFélagsvísindi

Hvað þýðir SDR í gengisskráningu og hvernig er gengi þess fundið?

SDR er skammstöfun á reiknieiningu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (e. International Monetary Fund, IMF) notar. Á ensku er fullt heiti Special Drawing Rights og hefur það verið þýtt sem sérstök dráttarréttindi á íslensku. Gildi SDR er reiknað út frá gengi tiltekinnar körfu þeirra gjaldmiðla sem helst eru notaðir í ...

category-iconHugvísindi

Af hverju tóku Grikkir upp á því að trúa á grísku guðina?

Það er ekki gott að segja hvers vegna Grikkir tóku upp trú á grísku guðina en það var ekki meðvituð ákvörðun. Segja má að í ákveðnum skilningi hafi þeir þegar trúað á guðina sína frá því áður en þeir voru Grikkir. Til dæmis er nafn gríska guðsins Seifs (á grísku Zeus) komið af frumindóevrópska orðinu *Dyews sem va...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig myndast föll í tungumálum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig myndast föll í tungumálum? Er einhver sem býr þau hreinlega til og aðrir herma eftir, eða gerist þetta einhvern veginn öðruvísi? Spurningin er áhugaverð en afar erfitt er að svara henni. Tungumálaættir eru margar og ólíkar og tungumál misjafnlega upp byggð. ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Kvaran rannsakað?

Guðrún Kvaran er málfræðingur og prófessor emeritus. Hún starfaði um áratuga skeið við Orðabók Háskólans sem síðar varð svið innan Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún varð forstöðumaður Orðabókarinnar árið 2000 og sama ár prófessor við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Við háskólann kenndi Guðrún ein...

category-iconHeimspeki

Hver var Johann Gottfried Herder og hverjar voru hugmyndir hans um Evrópuþjóðir og þjóðir almennt?

Johann Gottfried Herder (1744-1803) var fæddur í bænum Mohrungen í Austur-Prússlandi (nú Morag í Póllandi). Hann lærði guðfræði, heimspeki og bókmenntir við háskólann í Königsberg, þar sem hann kynntist meðal annars bæði Immanúel Kant (1724-1804) og Johann Georg Hamann (1730-1788), en hinn síðarnefndi var einn áhr...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er hagvöxtur?

Eitt af einkennum efnahagslífs flestra ríkja undanfarna áratugi er að framleiðslugetan hefur vaxið frá ári til árs og þá um leið þjóðarframleiðslan. Með þjóðarframleiðslu er átt við heildarverðmæti allrar vöru og þjónustu sem þjóð framleiðir á einu ári. Ástæður vaxandi þjóðarframleiðslu eru margar, tækniframfarir ...

category-iconLögfræði

Hafa allar íslenskar reglugerðir við lög verið teknar saman og gefnar út, almenningi til upplýsingar?

Það er gömul og rík regla í lýðræðisríkjum að öll lög skuli birta og við Íslendingar erum fylgjum henni sem aðrir. Reglur um slíka birtingu má rekja til laga Grágásar. Í 27. gr. stjórnarskrárinnar er svohljóðandi ákvæði: „Birta skal lög. Um birtingarháttu og framkvæmd laga fer að landslögum.“ Vafamál getur ...

category-iconLögfræði

Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?

Það er rétt að Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu. Ísland er hins vegar aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, eða EES-samningnum. EES-samningurinn er samningur á milli annars vegar Evrópusambandsins og aðildarríkja þess, og hins vegar þriggja aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA); Ísla...

category-iconNæringarfræði

Hvaða næringarefni eru í rauðmagalifur, sér í lagi magn A- og D-vítamína?

Til er afar gagnlegur vefur sem geymir upplýsingar um efnainnihald matvæla á íslenskum markaði. Gagnagrunnurinn heitir ÍSGEM og Matís hefur umsjón með honum. Í grunninum er hægt að finna fæðu, bæði eftir íslensku og ensku heiti. Upplýsingar um efnainnihald rauðmagalifrar er að finna í gagnagrunni sem Matís reku...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Vex írskur mosi við strendur Íslands?

Írskur mosi eða fjörugrös (Chondrus crispus) er rauðþörungur sem vex víða í grýttum fjörum við strendur Atlantshafsins, meðal annars víða meðfram ströndum Bretlandseyja, við Eystrasalt, Færeyjar og Kanada. Hann finnst einnig í einhverju mæli við Atlantshafsstrendur Frakklands og Spánar. Heimildir eru fyrir því að ...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna hafa Bandaríkin stutt Ísrael eins og raun ber vitni, meðan mörg önnur ríki fordæma brot Ísraels á alþjóðasamþykktum?

Stuðning Bandaríkjanna við Ísrael má skýra að miklu leyti með hinum miklu áhrifum, sem fólk af Gyðingaættum hefur í Bandaríkjunum, ekki síst í fjölmiðlum og stjórnmálum. Bandarískum Gyðingum hefur vegnað þar mjög vel. Það virðist vera svo erfitt að öðlast stjórnmálaframa í Bandaríkjunum í óþökk Gyðinga, að enginn ...

Fleiri niðurstöður