Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2062 svör fundust
Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en aðrir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en vel læs manneskja? Lesblinda (dyslexia) er ættgeng. Ef mikið er um lesblindu í tiltekinni ætt er því líklegra að barn innan hennar greinist með lesblindu síðar á ævinni. Fylgst hefur verið með slíkum börnum áður en þeim er kennt...
Af hverju er mikilvægt að borða grænmeti?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er það í matnum sem heldur okkur lifandi? þarf líkaminn nauðsynlega að fá vatn, prótín, kolvetni, fitu, vítamín og steinefni til þess að vaxa, þroskast og viðhalda góðri heilsu. Allt þetta þarf að vera í góðu jafnvægi og þess vegna er mikilvægt að borða holla og fjö...
Hverjar eru deilitegundir hlébarðans og hversu útbreiddur er hann?
Að heimiliskettinum undanskildum eru engin kattardýr jafn útbreidd og hlébarðar (Panthera pardus), en þeir finnast vítt og breitt um Afríku, fyrir botni Miðjarðarhafs, í Tyrklandi (Anatolíu) og allt austur til Kína og Síberíu (Ussurilands). Aðlögunarhæfni hlébarða er einstök, miklu meiri en annarra stórra kattardý...
Hvers vegna geta bankar krafist verðbóta af útlánum en þurfa ekki að greiða einstaklingum verðbætur á innlán?
Bankar og sparisjóðir bjóða bæði upp á verðtryggð og óverðtryggð inn- og útlán. Hér á Íslandi gildir almennt að það er samkomulagsatriði á milli lántakanda og lánveitanda hvort lán er verðtryggt eða óverðtryggt. Þó er óheimilt að verðtryggja lán til skemmri tíma en fimm ára og innstæður til skemmri tíma en þriggja...
Hver er tilgangurinn með yfirtökuskyldu?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hver er tilgangurinn með yfirtökuskyldu, sbr. nýlega frétt um aukinn eignarhlut Samherja í Eimskip? Kveðið er á um yfirtökuskyldu í X. kafla laga um verðbréfaviðskipti (nr. 108/2007) á Íslandi og sambærileg ákvæði eru í lögum nágrannalandanna. Þetta er hluti af þeirri vernd se...
Hvers konar mælikvarði er kalíber í byssuhlaupum?
Orðið eða hugtakið kalíber sem slíkt er ekki mælikvarði á neitt en er gjarna notað um hlaupvídd skotvopna. Þannig getur kalíber skotvopns verið ákveðinn millimetrafjöldi eða tommubrot eftir því sem á við í hverju tilviki. Hlaup á byssu er einfaldlega rör úr stáli og er sá hluti byssunnar sem kúlan fer út um. Hl...
Hvaða efni valda bláum lit í jurtaríkinu?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaða efni valda bláum lit í jurtaríkinu? Eins og til dæmis í lúpínu, blágresi og ef til vill líka í bláberjum. Litir plantna ráðast af samspili efnasambanda og þeim bylgjulengdum ljóss sem þau draga í sig eða endurvarpa. Hópur efna sem kallast antósíanín (anthocyanin) hefur m...
Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna?
Fyrst er rétt að gera sér grein fyrir því að minnið er býsna margbrotið og rannsóknir sálfræðinga hafa sýnt að greina má að ólík afbrigði þess. Aðgreining langtímaminnis og skammtímaminnis er til að mynda vel þekkt og hugtakið skammtímaminni er almenningi býsna tamt þótt hann noti það kannski ekki í nákvæmlega söm...
Hver eru áhrif öldrunar á taugakerfið?
Þegar áhrif öldrunar eru rannsökuð er mikilvægt að greina raunveruleg öldrunaráhrif frá þeim áhrifum sem umhverfi og sjúkdómar hafa á líffæri og líkamsstarfsemi. Sumar breytingar koma fram hjá flestum öldruðum án þess að hægt sé að skýra þær með þekktum sjúkdómi. Sennilega stafa þær eingöngu af öldruninni sjál...
Hvernig verka disklingar og harðir diskar í tölvum?
Harði diskurinn og disklingar tilheyra svokölluðu ytra minni í tölvu. Ytra minnið geymir gögn, forrit og næstum allt það sem á að varðveita eftir að slökkt hefur verið á tölvunni. Á hörðum diskum og disklingum eru segulsvið og járnseglandi efni notuð til að skrá upplýsingar. Járnseglandi efni hafa þann eiginlei...
Hvað merkir Ging gang gúllí gúllí sem skátar syngja oft?
Spurningin hljóðaði upprunalega svona: Hvað merkir Gingan gúllígúllí, gúllígúllí vass vass?!? Söngurinn „Ging gang gúllí gúllí“ er ekki á raunverulegu tungumáli og merkir ekki neitt. Hann hefur lengi verið vinsæll í skátahreyfingunni, bæði hérlendis og erlendis, og fram hefur komið kenning um það að stofnandi ...
Hvernig fer sýnataka vegna lungnakrabbameins fram?
Sýnataka úr æxli eða meinvarpi er nauðsynleg til greiningar á lungnakrabbameini. Auk hefðbundinnar vefjagreiningar er nauðsynlegt að sýnið sé nægilega stórt þannig að hægt sé að gera á því ónæmis-, sameinda- og stökkbreytingarannsóknir, sérstaklega ef fyrirhuguð er krabbameinslyfjameðferð. Berkjuspeglun nýtist ...
Af hverju er minni hringormur í ýsu en þorski?
Spurninguna má skilja á tvo vegu, annars vegar að minna sé um hringorma í ýsu en þorski og hins vegar að þeir hringormar sem finnast í ýsu séu minni en í þorski. Eftirfarandi svar tekur til beggja spurninganna. Svarið við síðari spurningunni er það að hringormar af sömu tegund eru ekki minni í ýsu en í þorski. ...
Af hverju er íslenski hesturinn minni en aðrar hestategundir?
Hesturinn hefur verið ræktaður víða um lönd um þúsundir ára. Mikill breytileiki getur verið í stærð hesta frá einu landssvæði til annars. Þannig hafa hestar í Norður-Noregi verið smávaxnir og eins hafa hestar á Hjaltandi verið litlir. Bæði Hjaltlandshesturinn og íslenski hesturinn munu vera komnir út af norðurnor...
Hvað er Eldri-Edda, Sæmundaredda og Edda hin minni?
Eddukvæði finnast nær eingöngu í þremur heimildum. Flest eru varðveitt í íslenska handritinu Konungsbók eddukvæða (GKS 2365) frá því um 1270. Einnig eru eddukvæði í Snorra-Eddu en hún er meðal annars varðveitt í handritinu Konungsbók Snorra-Eddu (GKS 2367), frá því snemma á 14. öld. Enn fremur finnast eddukvæði í ...