Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1062 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Er til fólksfjöldapíramídi fyrir Kína?

Með fólksfjöldapíramída er átt við teikningu þar sem sýnd er aldurs- og kynskipting einhvers hóps, til dæmis þjóðar. Yfirleitt eru karlmenn hafðir vinstra megin og konur hægra megin á teikningunni og fyrir hvort kyn er súlum raðað þannig að neðst eru súlur fyrir þá yngstu og síðan koma súlur fyrir sífellt eldri. L...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær má ég eiga von á að öll kurl séu komin til grafar?

Orðið kurl er notað um trjámylsnu, smáhöggna viðarkvisti til eldsneytis eða kolagerðar og sögnin kurla merkir að 'höggva smátt, kvista niður'. Eldri myndir eru kurfl og kurfla sem báðar koma fyrir í sömu merkingu í fornu máli og nafnorðið kurfur merkti meðal annars 'smábútur, kubbur af einhverju'. Orðasamband...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera 'heill á húfi'?

Orðið húfur merkir ‘síða eða bógur skips’, en í orðtakinu að vera heill á húfi er upprunalega merkingin ‘skip’, það er 'að vera heill á skipinu' (hluti fyrir heild). Sjálft orðasambandið merkir að ‘vera óskaddaður’ og er oftast notað um þann sem hefur verið í hættu staddur. Þá er gjarnan sagt: ,,Þeir komu í leitir...

category-iconÞjóðfræði

Er Lagarfljótsormurinn til?

Sagan um Lagarfljótsorminn er rúmlega 650 ára gömul en ormsins er fyrst getið í annálum árið 1345. Þannig má gera ráð fyrir því að ormurinn væri enn eldri hefði hann verið til. Lagarfljótsormsins er fyrst getið í annálum árið 1345. Allar lífverur á jörðinni deyja á endanum en ekkert dýr hefur náð hærri aldri ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort heitir landið í Mið-Ameríku Kosta Ríka eða Kostaríka á íslensku?

Réttara er að skrifa Kosta Ríka, þó sumar eldri heimildir gefi upp Kostaríka í einu orði. Í 2. útgáfu Stafsetningarorðabókarinnar hefur rithátturinn verið leiðréttur samkvæmt samþykktum starfshóps um ríkjaheiti. Stafsetningin hefur einnig verið uppfærð í Málfarsbankanum og Íðorðabankanum. Málfarsbankinn, aðgeng...

category-iconBókmenntir og listir

Hvert er elsta málverk sem vitað er um og er ennþá til í heiminum, og hve gamalt er það?

Þótt spyrjandi geri fyrirvara og spyrji um elsta málverkið sem vitað er um en ekki elsta málverkið yfirleitt er spurningunni samt ekki auðsvarað. Það helgast af því að heimildir um fyrsta tímabil listasögunnar eru ekki miklar. Þá sögu verður að ráða eingöngu af menjum og leifum og þó hægt sé að flokka leifarna...

category-iconNæringarfræði

Fann einhver upp samlokuna?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Er einhver sem fann upp samlokuna? Af hverju heitir hún sandwich á ensku? Hér er einnig svarað spurningu Hjalta:Hvers vegna er samloka á ensku sandwich, ætti langloka þá ekki að vera longwich? Enska og alþjóðlega heitið sandwich er sagt vera frá 18. öld og kennt við 4. j...

category-iconHugvísindi

Hvaða aðferðir nota fornleifafræðingar við að tímasetja fornleifar?

Aðeins er hægt að tímasetja hluti sem bera læsilegar áletranir, nema eitthvað annað sé vitað um þá. Fyrir iðnbyltingu eru það einkum legsteinar og mynt sem bera áletranir. Tímasetningar slíkra áletrana eru sjaldnast ákveðin ártöl heldur til dæmis veldistími konunga eða annars konar tilvísanir í fólk eða atburði se...

category-iconStærðfræði

Hvað eruð þið gömul?

Ritstjórn Vísindavefsins er í dag þann 9. maí 2006 samtals 186 ára. Við ritstjórnina starfa 5 manns og því er meðalaldur ritstjórnarmeðlima 37,2 ár, en miðgildið myndi vera 35 ár. Einn starfsmaður ritstjórnar er þó aðeins í hálfu starfi og því er spurning hvort aldur þess einstaklings teljist aðeins til hálfs. ...

category-iconLæknisfræði

Hversu margar konur missa fóstur að meðaltali á ári á Íslandi?

Það kallast fósturlát þegar fóstur deyr áður en það hefur náð nægilegum þroska til þess að geta lifað sjálfstætt. Venjulega er talað um fóstur þegar meðgangan hefur ekki náð 22 vikum eða ef fóstrið er léttara en 500 g. Algengast er að fósturlát verði á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar og er það venjulega kallað sn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getið þið bent mér á annað orð yfir konukvöld?

Fundir kvenfélaga voru og eru algengir um allt land og eru þeir annaðhvort kallaðir kvenfélagsfundur eða kvenfélagssamkoma. Þegar heldri konur voru nefndar dömur þekktist að tala um dömuboð, dömumót og dömusamkomu. Þegar orðið dama þótti ekki lengur viðeigandi um konur féllu hin orðin sjálfkrafa úr notkun. Þessi ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað lifir skógarþröstur lengi?

Fjölmargir garðeigendur telja sig þekkja skógarþresti (Turdus iliacus) í sundur og sjá þá sömu í garðinum á hverju vori mörg ár í röð. Það er því ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvað skógarþrestir verða gamlir. Vitað er um skógarþresti sem náð hafa háum aldri en flestir lifa þó ekki nema í örfá ár. Skógarþ...

category-iconHugvísindi

Hvernig er hægt að hafa í fullu tré við eitthvað eða einhvern?

Að hafa í fullu tré við einhvern merkir að 'standa einhverjum á sporði, vera jafnoki einhvers' og að hafa í fullu tré við eitthvað merkir að 'eiga fullt í fangi með eitthvað. Halldór Halldórsson fjallaði um sambandið að hafa í fullu tré við einhvern í doktorsritgerð sinni Íslensk orðtök (1954: 376). Hann nefni...

category-iconÞjóðfræði

Hver er munurinn á trölli og skessu?

Í stuttu máli eru skessur tröll, en tröll eru ekki öll skessur. Samkvæmt Íslenskri orðabók er tröll (í þjóðsögum) risi, jötunn, stórvaxin ómennsk vera í mannsmynd. Skessa er hins vegar tröllkona, sem sagt kvenkyns tröll. Þetta sama má sjá í Íslensku vættatali Árna Björnssonar en þar segir: Orðið tröll er sky...

category-iconVeðurfræði

Hvað er El Niño?

Í gegnum tíðina hefur Vísindavefurinn fengið fjölmargar fyrirspurnir um El Niño. Aðrir spyrjendur eru: Ragnheiður Hrönn, Steinunn Ingvarsdóttir, Anna Stefánsdóttir, Guðfinna Ýr Sumarliðadóttir, Hildur Anna Karlsdóttir, Ásgerður Sigurðardóttir, Hildur Ósk Pétursdóttir, Jórunn Helgadóttir, Esther Bergsdóttir, Hanne...

Fleiri niðurstöður