Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5519 svör fundust
Út af hverju eru íslenskar kartöflur rauðar?
Kartöflur komu til Evrópu frá Ameríku seint á 16 öld en bárust fyrst til Íslands árið 1758. Þær hafa borist hingað margoft síðan og þau yrki sem nú eru ræktuð eru öll komin hingað að utan. Þær kartöflur sem hægt er að segja að séu íslenskar eru þær sem búið er að rækta á Íslandi í langan tíma, hafa að einhverju l...
Hver er munurinn á dýra- og plöntufrumum?
Í svari sama höfundar við spurningunni Hver eru helstu líffæri dýra- og plöntufrumu og hvaða hlutverki gegna þau? er greint frá því hvað dýrafrumur og plöntufrumur eiga sameiginlegt. Nú skal líta á hvað greinir á milli þeirra. Það sem dýrafrumur hafa umfram plöntufrumur eru svokölluð deilikorn í geislaskauti sí...
Hvernig er best að fá nóg af koltvísýringi í gróðurhúsi?
Unnt er að auka magn koltvísýrings (CO2) í andrúmslofti gróðurhúsa með því að gefa koltvísýring af kút eða með brennslu á gasi eða steinolíu. Hreinn koltvísýringur Við venjulegan þrýsting og hita er koltvísýringur lofttegund sem vegur 1,98 kg/m3. Unnt er að kaupa hann hreinan á 30 kílóa stálkútum. Í kútun...
Af hverju verður maður latur?
Lati-Geir á lækjarbakka lá þar til hann dó. Vildi ekki vatnið smakka var hann þyrstur þó.Frá því löngu áður en Lati-Geir lá á sínum lækjarbakka hafa menn gert gys að letingjum. Jafnframt velta menn fyrir sér hvað valdi því að þessi eða hinn sé latur, hvers vegna unga fólkið sé svona latt og svo fram eftir götun...
Hver er besta og hollasta leiðin til að þyngjast?
Þeir sem eru mjög léttir, til dæmis með líkamsþyngdarstuðul (BMI) undir 20 kg/m2, þurfa ekki endilega að þyngjast ef þeir eru að öðru leyti heilbrigðir. Hinsvegar er mögulegt að þyngdin eða undirþyngdin valdi hættu á sjúkdómum og í þeim tilfellum er æskilegt að viðkomandi reyni að þyngjast. Þeir sem vilja þyngjast...
Af hverju finnst fólki svona merkilegt að stelpur vinni stráka í einhverju?
Þessi spurning snýr að því af hverju það hlýtur svo mikla athygli þegar stelpur bera sigurorð af strákum. Líklega er átt við einhverja tegund af íþróttakappleik þar sem nokkuð vel er skilgreint hver vinnur og hver tapar. Athyglin sem stelpur fá þegar þær sigra stráka veltur að einhverju leyti á staðalmyndum k...
Hvers vegna grátum við?
Ekki er fullkomlega vitað af hverju við grátum. Við grátum oft þegar eitthvað kemur okkur í tilfinningalegt uppnám, svo sem þegar við upplifum sorg, gleði eða sársauki. Orsök gráts má rekja til lífeðlisfræðilegra breytinga sem verða til skamms tíma í miðtaugakerfinu. Ákveðin svæði í heilanum verða virk og þaðan be...
Hvernig virka hjólbarðar sem byggjast ekki á lofti?
Á síðustu árum hafa dekkjaframleiðendur unnið að þróun nýrra hjólbarða sem minna einna helst á gömlu viðarhjólin á fyrstu bílunum. Þessi gerð byggir ekki á loftþrýstingi eins og flestir hjólbarðar í dag heldur á sérstökum sveigjanlegum gúmmíteinum sem laga sig að undirlaginu hverju sinni. Framleiðslan er enn sem k...
Hvað gefur til kynna að Heklugos sé yfirvofandi?
Eldfjöll gefa það til kynna, hvert með sínum hætti, þegar von er á gosi. Landris eða landsig á sér stað, smáskjálftavirkni eykst og stærri skjálftar ríða yfir, jarðhitavirkni fer vaxandi. Gufusprengingar og smágos geta stundum verið undanfari meiri umbrota. Heklugos hafa yfirleitt hafist án fyrirvara sem mannl...
Væri hægt að framleiða dópamín sem verkjalyf í staðinn fyrir morfín?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Náttúruleg „verkjalyf“ líkamans eins og dópamín virðast hvorki hafa eitrunar- né ávanabindandi áhrif, eins og t.d. morfín. Svo hvers vegna er dópamín þá ekki bara framleitt sem lyf til sölu, í staðinn fyrir hættulegu, ávanabindandi gerviefnin? Taugaboðefni eru sameindir, oft...
Geta tæki sem framleiða hátíðnihljóð fælt flugur eins og lúsmý?
Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn. Ég tek eftir því að fyrirtæki eru að auglýsa tæki sem framkalla hátíðnihljóð sem eiga að fæla m.a. lúsmý frá mannabústöðum. Er vísindalega sannað að slíkt virki? Stutta svarið við spurningunni er nei. Lúsmý, moskítóflugur og aðrar mýflugur (Diptera: Nematocera...
Í hvaða íslenskum orðum eru þrefaldir samhljóðar, eins og -ttt- í þátttakandi?
Þrefalda samhljóða er að finna í öllum orðum sem eru samsett úr fyrri lið sem endar á tvöföldum samhljóða og seinni lið sem byrjar á þeim sama samhljóða. Samsetningin þarf að vera þeirrar gerðar sem málfræðingar kalla stofnsamsetningu, þannig að engin eignarfallsending komi í milli (samanber að við segjum hvorki þ...
Hvað er yrki eða botti?
Yrkjar, eða „bots“ eins og þeir eru nefndir á ensku, eru forrit upprunnin úr gervigreindarrannsóknum af margvíslegum toga. Nafnið „bot“ á rætur að rekja til orðsins „robot“ en styttingin hefur í gegnum tíðina öðlast sjálfstæða merkingu. Í daglegu tali um yrkja er yfirleitt átt við einföld forrit sem heyra undir...
Hvað getið þið sagt mér um fyrstu nunnurnar á Íslandi?
Meira en 300 ár liðu frá því að Ingólfur Arnarson steig hér á land árið 874 og þar til fyrsta nunnuklaustrið var stofnað á Íslandi. Samt sem áður greina ýmsar heimildir frá þessu tímabili frá konum, oft ekkjum, sem kusu að helga sig kristinni trú og bænahaldi, stundum eftir stormasama ævi. Þannig segir Laxdæla að ...
Hvernig er einnota rafhlaða ólík endurhlaðanlegri?
Rafhlöðum er hægt að skipta í tvö undirflokka, einnota og endurhlaðanlegar. Einnota rafhlöður endast yfirleitt lengur í hvert skipti en þær sem eru endurhlaðanlegar. Þær geta geymt meiri orku en eru ekki umhverfisvænar. Rafhlöður breyta efnaorku í raforku og geta geymt orku í ákveðin tíma. Inni í rafhlöðu er se...