Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1252 svör fundust
Hverjir eru vinir og óvinir ljónsins?
Sjálfsagt má skipta óvinum ljónsins (Panthera leo) í tvo flokka. Þau dýr sem keppa við það um fæðu og þau sem drepa ljón. Í Afríku er blettahýenan (Crocuta crocuta) í raun eina dýrið sem keppir við ljón um veiðidýr. Blettahýenur geta verið í stórum hópum, allt upp í 30 dýr, og geta hrakið ljón frá nýfelldri veiðib...
Geta kettir séð sig í spegli?
Þegar kettir horfa í spegil sjá þeir spegilmynd sína líkt og við enda er sjón þeirra í meginatriðum eins og sjón okkar. Annað mál er hins vegar hvernig þeir túlka það sem þeir sjá í speglinum. Atferlisfræðingar telja að kettir þekki ekki sjálfa sig af spegilmyndinni. Þeir nálgast hana líkt og um annað dýr væri ...
Hvað dreymir fálka á nóttunni?
Við getum ekki vitað hvort fálka dreymir á nóttunni og þá hvað þá dreymir. Ástæðan fyrir því eru sú sama og fjallað er um í svari við spurningunni Dreymir ketti? - við höfum enga leið til þess að spyrja þá. Segjum sem svo að hægt væri að gera rannsókn á fálkum sem mundi leiða í ljós að þá dreymdi þegar þeir so...
Hvar lifa svampdýr? Hvað éta þau?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvar lifa svampdýr? Hvað éta þau? (Jóna Lind)Hvað eru svampdýr, hver er tilgangur þeirra, hvaða þætti í vistkerfinu sinna þau, hvar lifa þau? (Elín Pálmadóttir) Fyrstu náttúrufræðingarnir sem skoðuðu svampdýr álitu að hér væri um plöntur að ræða vegna þess hversu greinóttir ...
Er vitað um hákarlaárásir á menn við Ísland?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hefur hákarl einhvern tíma ráðist mann í kringum Ísland? Ef ekki, er þá til eitthvert dýr við Ísland sem mundi ráðast á mann ef það gæti það?Hér er einnig svarað spurningunum:Er vitað um einhver tilvik þar sem hákarl hefur ráðist á einhverja skepnu við Ísland?Geta selir við Í...
Deyja hvítabirnir út ef ísinn á heimaslóðum þeirra bráðnar?
Lagnaðarísinn sem liggur við strandsvæði norðurhjarans yfir veturinn myndar kjöraðstæður fyrir hvítabjörninn (Ursus maritimus) til að afla sér fæðu. Þar geta þeir setið fyrir sel eða fundið kópaholur urtanna sem lifa á ísnum, en selir eru helsta fæða ísbjarna eins og fram kemur í svara sama höfundar við spurningun...
Hvað er ADHD?
Hér er einnig svarað spurningunum: Af hverju stafar ofvirkni í börnum? Eldist ofvirkni af börnum sem eru með hana eða fylgir hún barninu alla ævi? ADHD er skammstöfun fyrir Attention Deficit Hyperactivity Disorder. Á íslensku hefur þetta heilkenni verið nefnt athyglisbrestur með ofvirkni, skammstafað AMO ...
Hvað getur þú sagt mér um gosið í Eyjafjallajökli árið 2010?
Mikil umbrot urðu í Eyjafjallajökli fyrri hluta árs 2010. Í kjölfar mikilla jarðskorpuhreyfinga, landriss og jarðskjálftavirkni, varð lítið flæðigos á norðanverðum Fimmvörðuhálsi. Það gos hófst 20. mars og stóð í 23 daga. Hlé varð í hálfan annan sólarhring, en 14. apríl hófst sprengigos í toppöskju Eyjafjallajöku...
Af hverju strjúka kettir oft?
Kötturinn fer sínar eigin leiðir, segir máltækið, og það er talsvert til í því. Sambýli manns og kattar hefur lengst af helgast af því gagni sem kettir gera með því að veiða mýs, rottur og önnur dýr sem valdið geta tjóni. Þetta hefur helst skipt máli þar sem menn stunda akuryrkju og annar landbúnað og safna birgðu...
Geta kettir orðið þunglyndir?
Ef marka má frásagnir fólks sem umgengst dýr mikið leikur enginn vafi á því að kettir og önnur spendýr geta lent í geðlægð og jafnvel þjáðst af þunglyndi. Til marks um þetta nefna gæludýraeigendur að þegar miklar breytingar verða á heimilishögum fólks, til dæmis við andlát eða flutninga, verður hegðun katta ön...
Af hverju hafa íslensk börn fitnað svona mikið undanfarin ár? Er Ísland að ná Ameríku?
Tvær meginástæður eru til þess að menn eða önnur dýr fitna: Annars vegar of mikið af orkuríkum mat og hins vegar of lítil orkunotkun með hreyfingu. Breytingar á íslenskum börnum og öðrum Íslendingum að undanförnu stafa af þessum tveimur ástæðum. Annars vegar þarf fólk ekki lengur að spara við sig matinn eins og ge...
Hvaða skemmtanir fóru fram í hringleikahúsum Rómverja?
Í hringleikahúsum Rómaveldis fóru fram bardagar af þrennum toga. Í fyrsta lagi voru skylmingar. Skylmingaþrælar (gladíatorar) börðust, yfirleitt tveir og tveir, þar til annar særðist. Áhorfendur gáfu þá merki um hvort þeir vildu leyfa hinum særða að lifa eða hvort ætti að drepa hann. Úr kvikmyndinni Gladiator....
Einstaklingar hvaða dýrategundar eru líklegastir til að deyja úr elli?
Villt dýr deyja af ýmsum ástæðum, svo sem vegna sjúkdóma, hungursneyðar eða afráns. Afar fátítt er að þau deyji úr elli, enda er lífsbarátta þeirra hörð og óvægin. Þegar aldurinn færist yfir ráðandi karlljón er það yfirleitt hrakið á brott af yngra og sterkara karlljóni. Aðdragandinn að því er iðulega harður barda...
Hvað er Napóleonsfiskur sem býr í Suður Kyrrahafi?
Napóleonsfiskurinn (Cheilinus undulatus) er beinfiskur af ættinni Labridae en innan þeirrar ættar eru rúmlega 500 tegundir sjávarfiska í 50 ættkvíslum. Aðallega eru þetta misstórar hitabeltistegundir sem eru frá 15 sentímetrum upp í 230 sentímetra að stærð. Napóleonsfiskurinn er einn sá stærsti í ættinni en hann g...
Hvar eru flugurnar á veturna?
Flest skordýr eru á eggja- eða lirfustigi á veturna. Nokkur eru í dvala sem púpur. Á hvaða stigi þau eru ræðst nokkuð af því hvar skordýrin lifa. Lirfustig skordýra er nokkurs konar át- og vaxtarstig. Þá vaxa skordýrin og safna næringu til fullorðinsstigsins. Púpustigið tekur við af lirfustiginu en þá umbreyt...