Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1157 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?

Í grófum dráttum má skipta svörum þeirra hugsuða sem hafa fjallað um þessa spurningu í tvo flokka: Annars vegar þá sem telja tilganginn búa í lífinu sjálfu; þetta mætti kalla hlutlæg viðhorf. Og hins vegar þá sem halda því fram að það búi enginn tilgangur í lífinu sjálfu heldur verði fólk að búa hann til sjálft; ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig varð fyrsta genið til? Hefði það getað komið utan úr geimnum?

Þetta er ein af mörgum spurningum um upphaf lífs á jörðinni sem ekki er hægt að svara með neinni vissu. Nú á dögum eru gen allra eiginlegra lífvera gerð úr kjarnsýrunni DNA en kjarnsýran RNA er erfðaefni ákveðinna veira. Margt bendir til þess að í þróunarsögu lífsins hafi RNA komið til sögunnar á undan DNA og reyn...

category-iconJarðvísindi

Hvaðan kemur heitið á bergtegundinni basalti?

Basalt er algengasta bergtegund á jörðu, og mynda basalthraun til dæmis nær allan hafsbotninn. Basalt er einnig útbreitt á tunglinu, á Mars og hinum innri plánetum sólkerfisins. Nafnið á þessari mikilvægu bergtegund er sennilega upprunnið í Egyptalandi fyrir meir en fimm þúsund árum. Egyptar nota nafnið basanos...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Voru skordýr til á undan risaeðlum?

Skordýr (insecta) komu fram nokkuð fyrr í þróunarsögu jarðar en fyrstu skriðdýrin (reptilia). Elsti sannanlegi steingervingur skordýrs er tegund sem vísindamenn hafa nefnt Rhyniognatha hirsti og var uppi fyrir um 396-406 milljónum árum eða á snemm-devonskeiði fornlífsaldar (sjá jarðsögutöflu með því að smella hér)...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hefur geimfar lent á Títan?

Huygens-könnunarfarið er evrópski hluti Cassini-Huygens-leiðangursins sem rannsakar Satúrnus og tungl hans. Á jóladag árið 2004 losnaði Huygens frá Cassini geimfarinu og hóf 22 daga langt ferðalag til Títans, stærsta tungls Satúrnusar. Þann 15. janúar 2005 féll kanninn inn í lofthjúp Títans, sveif hægt og rólega n...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver var fyrsti fiskurinn í hafinu?

Upprunalega spurningin var á þessa leið: Veit einhver hvaða fiskur var fyrstur í hafinu? Við í 3. ÁGB í Setlandsskóla erum að læra um hafið og mig langar að vita þetta. Tilkoma fiska markar upphaf hryggdýra á jörðinni. Miðað við fyrirliggjandi þekkingu á þróunarsögu fiska er mjög líklegt að þeir hafi komið fra...

category-iconHeimspeki

Hvernig urðu siðareglur til?

Ein leið til að svara þessari spurningu er að beita aðferðum og röksemdum mannfræðinnar til að skýra tilurð siðareglna. Það verður ekki gert hér. Þess í stað verður sagt frá röksemdum enska heimspekingsins Thomas Hobbes (1588-1679) fyrir því að samlíf manna sem ekki lýtur siðareglum og viðurlögum við broti á þeim ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju hafa konur blæðingar?

Blæðingar kvenna tengjast starfsemi kynkerfis þeirra. Kynþroski stúlkna miðast við það þegar svokallaður tíðahringur fer í gang og í kjölfarið hefur stúlkan sínar fyrstu tíðablæðingar. Það er mjög einstaklingsbundið hvenær fyrstu tíðir verða en meðalaldur er 12 ár. Misjafnt er eftir konum hversu tíðahringur...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær maður spik af nammi og óhollum mat?

Eins og lesa má um í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvers vegna verða sumir feitir þótt þeir borði alveg eins mat og þeir grönnu? ákvarðast holdafar af jafnvæginu milli neyslu og bruna. Við innbyrðum daglega fæðu sem inniheldur ákveðinn fjölda hitaeininga og þessi orka er notuð til að reka áfram ýmis...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er munurinn á sjálfsmorðstíðni ungs fólks hér á landi og í öðrum löndum?

Sjálfsvíg ungs fólks hefur verið samfélagslegt vandamál í mörg ár. Tíðni sjálfsvíga hjá fólki á aldrinum 15 - 24 ára hefur aukist á Íslandi undanfarna tvo áratugi, eins og víðast hvar annars staðar í hinum vestræna heimi. Heildartíðni sjálfsvíga á Íslandi er þó svipuð og í mörgum öðrum vestrænum löndum. Í s...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna fá konur hárlos skömmu eftir fæðingu?

Fjöldi höfuðhára er yfirleitt á bilinu 100.000 til 150.000. Við venjulegar kringumstæður eru um 90% af hárinu á höfði manns að vaxa á hverjum tíma og um 10% í dvala eða hvíld. Hvíldin getur staðið í tvo til þrjá mánuði en að lokum losna hárin sem voru í dvala og falla af en ný hár taka að vaxa í þeirra stað. Áætla...

category-iconDagatal íslenskra vísindamanna

Hvaða rannsóknir hefur Þorgerður H. Þorvaldsdóttir stundað?

Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, var sagn- og kynjafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni og sérfræðingur hjá Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. Hún vann að fjölbreyttum rannsóknarverkefnum, sem flest snérust með einum eða öðrum hætti um jafnrétti í víðum skilningi, kynjaða menningu og ky...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum krabbamein?

Illkynja frumur eru að mörgu leyti frábrugðnar eðlilegum frumum og kannski er samnefnarinn fyrir afbrigðilega hegðun þeirra að þær kunna ekki lengur að hegða sér rétt í samfélagi frumna í líkamanum og hafa misst hlutverk sitt. Illkynja frumur fjölga sér stjórnlaust. Það þarf ekki endilega að merkja að þær fjö...

category-iconDagatal vísindamanna

Hver var Maria Montessori?

Æviágrip: Maria Montessori fæddist í Chiaravelle nálægt Ancona á Ítalíu 31. ágúst 1870 og dó í Noordwijk í Hollandi 6. maí 1952. Hún varð fyrst ítalskra kvenna til þess að ljúka prófi í læknisfræði frá háskólanum í Róm, árið 1896, og starfaði að því loknu með þroskahömluðum börnum á San Giovanni-sjúkrahúsinu þar...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær var farið að nota reiðhjól á Íslandi?

Fyrstu fregnir af reiðhjólum sem vitað er til að hafi birst hérlendis á prenti eru þegar orðið hjólhestur er notað í grein um „Atgervi kvenna“ árið 1887 í Fjallkonunni. Í greininni eru rök færð fyrir því að þrátt fyrir allt geti konan nú ýmislegt og jafnvel í sumum tilvikum skarað fram úr karlmönnum. Ein kona...

Fleiri niðurstöður