Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1760 svör fundust
Drepast ormar í frosti?
Eðlileg viðbrögð ánamaðka þegar jarðvegur frýs er að leita dýpra niður í jarðveginn þar sem frostið nær ekki niður. Þar leggst ánamaðkurinn í dvala. Fyrst gerir hann sér eins konar kúlulaga bæli og hringar sig upp í hnykil. Bælið er fóðrað að innan með þunnu slímlagi sem hefur það hlutverk að verja ánamaðkinn fyri...
Hvernig veiða tígrisdýr? Getið þið sýnt mér mynd af tígrisdýri á veiðum?
Tígrisdýr (Panthera tigris) veiða úr launsátri líkt og flest önnur kattardýr. Tígurinn reynir að læðast sem næst bráðinni og þegar hann er í fárra metra fjarlægð frá henni, tekur hann á sprett, stekkur á bráðina og reynir að ná tökum á hálsi hennar með vígtönnunum til að bíta í sundur hálsliðina. Tígrisdýr að el...
Hver er meðgöngutími steypireyða?
Meðgöngutími steypireyða (Balaenoptera musculus) eru rúmir 11 mánuðir sem er óvenjulega stuttur tími hjá svo stórum dýrum. Steypireyðarkýrin ber langoftast einum kálfi. Menn hafa þó séð kú með tvo kálfa en slíkt er mjög sjaldgæft. Við fæðingu eru kálfarnir um 7-8 metrar á lengd og um 2 tonn að þyngd. Vöxtur n...
Hvenær er varptími spóans?
Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvenær er varptími spóa? Er hann friðaður? Spói er algengur fugl í margvíslegu búsvæði hérlendis svo sem í mýrlendi, en einnig í grónum móum og holtum allt upp í 200 metra hæð. Þó svo að stofnstærðin hafi verið metin rúmlega 200 þúsund varppör þá er hann alfriðaður hér á landi. ...
Hvað merkir hestafl og af hverju?
Hestafl er mælieining um afl eða afköst (e. power), skilgreind sem það afl sem þarf til að lyfta 75 kg um einn metra á sekúndu. Það er söguleg skýring á þessari mælieingu. Skoski uppfinningamaðurinn og verkfræðingurinn James Watt (1736-1819) bjó til hugtakið. Hann vann að endurbótum á gufuvélinni sem meðal a...
Hverjir voru musterisriddararnir sem talað er um í bókinni Da Vinci lykillinn?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hverjir voru musterisriddararnir og hver var tilgangur þeirra? Eru þeir ennþá til? Hvað er vitað um riddararegluna sem kennd er við musteri Salómons? Árið 1118, tuttugu árum eftir að krossfarar unnu Jerúsalem, komu nokkrir franskir riddarar á fund patríarkans í borginni, en hann...
Hver er launamunur kynjanna í Sviss?
Nýjustu tölur Hagstofu Sviss sem birtar voru í lok árs 2012 sýna að launamunur kynjanna í Sviss mældist 18,4% að meðaltali árið 2010. Þrátt fyrir að reglan um sömu laun fyrir sömu störf hafi verið stjórnarskrárbundin í Sviss síðan árið 1981 og jafnréttislög í gildi frá 1996 minnkar launamunur kynjanna einungis lít...
Hvað eru margir kílómetrar í kringum jörðina?
Franska vísindaakademían skilgreindi metrann árið 1791, í kjölfar frönsku byltingarinnar, sem 1/10.000.000 (einn tíu milljónasta) úr kvartboga sem dreginn er milli póls og miðbaugs á jörðinni; það er 1/40.000.000 úr ummáli jarðar. Það segir sig þá sjálft að ummál jarðar taldist 40.000.000 metrar eða 40.000 kílómet...
Er hægt að nota orðið hollari þegar bornir eru saman tveir óhollir hlutir eins og vindlar og sígarettur?
Orðið hollur er notað um eitthvað sem er heilsusamlegt. Þess vegna er vafasamt að nota það í samanburði tveggja hluta sem á engan hátt geta talist heilsunni góðir. Hvorki vindlar né sígarettur geta uppfyllt þau skilyrði sem orðið hollur kveður á um og vindlar eru því ekki hollari en sígarettur eða öfugt. Miðst...
Af hverju eru Hafnfirðingar stundum kallaðir Gaflarar?
Svo virðist sem orðið Gaflari sé bundið Hafnarfirði og að Gaflari sé þá samheiti við Hafnfirðingur. Orðið má rekja aftur til kreppuáranna á milli stríða þegar litla vinnu var að fá og menn í Hafnarfirði biðu við gafla tveggja húsa eftir því hvort einhvern eða einhverja þyrfti til vinnu þann daginn. Orðið gafl merk...
Hvað er Marsjeppinn Curiosity stór og hvernig er hann knúinn áfram?
Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar...
Hvaða næringarefni taka smáþarmar upp?
Þau næringarefni sem við fáum úr matnum eru að mestu leyti tekin upp í smáþörmunum þegar meltingu er lokið. Helstu efnin eru glúkósi og aðrar einsykrur (til dæmis frúktósi og galaktósi) úr kolvetnum, amínósýrur úr prótínum, fitusýrur og glýseról úr fitu, vítamín, vatn og steinefni. Öll lífrænu næringarefnin eru te...
Hvað þarf sjón manns að vera slæm til að maður verði löglega blindur?
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að algengustu sjónvandamál fólks, eins og nærsýni, fjarsýni og sjónskekkja, flokkast ekki sem sjónskerðing enda leiðrétta gleraugu yfirleitt slíkan vanda. Þeir sem teljast blindir samkvæmt lögum hafa talsvert mismikla sjón. Sjónskerðing er skilgreind út frá sjónskerpu annars...
Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum?
Eðlur eru hópur hryggdýra innan flokks skriðdýra (Reptilia). Alls teljast til þessa hóps um 3.800 tegundir. Eðlur eru að mörgu leyti líkar ranakollum og slöngum en nokkur grundvallarmunur er á milli þessara hópa. Slöngur hafa enga útlimi og eðlur eru með yfirliggjandi hreistur en slöngur ekki. Bæði eðlur og slöngu...
Hvað er mikill sykur í kóki?
Samkvæmt upplýsingum um næringargildi sem eru á kókflöskum og dósum eru 10,6 grömm af kolvetnum (sykri) í hverjum 100 millilítrum af gosdrykknum. Það þýðir að í hálfum lítra, sem er vinsæll skammtur af kóki, eru um 53 grömm af sykri. Í tveggja lítra flösku er sykurmagnið um 212 grömm. Til þess að átta sig betu...