Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 544 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvað er vatnsrof?

Í kennslubók Þorleifs Einarssonar Jarðfræði: saga bergs og lands (1. útg., 1968) er skilgreint hvað átt er við með hugtökunum veðrun og rof. Þar segir:Molnun og tæring bergs á staðnum nefnist veðrun. Venjulega verða þó bergmylsna og uppleyst efni ekki lengi kyrr á veðrunarstaðnum, heldur flytjast þau burt, t.d. me...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Drakúla?

Drakúla er þekktastur sem sögupersóna í samnefndri skáldsögu írska rithöfundarins Bram Stokers (1847-1912). Sagan Drakúla kom fyrst út árið 1897 og er að mestu í bréfaskáldsöguformi, en dagbókarbrot, blaðafrásagnir og skeyti drífa frásögnina einnig áfram. Bréfaskáldsagan á rætur að rekja til 18. aldar og af slíkum...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margar vefsíður á netinu?

Þessari spurningu má með réttu líkja við spurninguna Hvað eru mörg sandkorn í heiminum? Þegar fengist er við þá spurningu má þó vera ljóst að sandkornin eru endanlega mörg en þegar rætt er um vefsíður er það ekki ljóst og raunar má segja að þær séu óendanlega margar. Síðustu ár hafa vinsældir forritunarmála á...

category-iconFöstudagssvar

Hvað þýðir Bimbi rimbi rimm bamm?

Í orðunum bimbi rimbi rimm bamm er að finna margbreytileika mannlífsins, skala stórbrotinna tilfinninga, átök góðs og ills, efann og vissuna, þekkingarþrána, ástríðuna og neyðina. Því er ekki nema von að við leggjumst í vangaveltur yfir tilvist okkar og spyrjum: “Hvað þýðir bimbi rimbi rimm bamm?” Fyrst skulum ...

category-iconLandafræði

Hverjir ákveða götunöfnin og eftir hverju fara þau?

Ýmislegt skemmtilegt og áhugavert er að segja um götunöfn í borgum og sögu þeirra, þar á meðal af því hvernig þau hafa orðið til á hverjum tíma og stað. Götunöfn í Reykjavík eru ágætt dæmi um þetta en þróun þeirra hefur fylgt svipuðum mynstrum og í ýmsum öðrum borgum eða þéttbýliskjörnum, þótt einstök skref í þróu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvenær byrja börn að ljúga?

Til þess að hægt sé að segja að barn sé að skrökva verður að ganga út frá því sem vísu að það geri greinarmun á því sem er satt og ekki satt. Sömuleiðis þarf barnið að gera sér grein fyrir því hvað aðrir vita. Á síðustu 20 árum hefur þetta efni orðið sérstaklega vinsælt í tengslum við nýtt rannsóknarsvið sálfr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um maríubjöllur?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað borða maríubjöllur?Hvar finn ég upplýsingar um maríubjöllu á netinu? Eru maríuhænur á Íslandi? Maríubjöllur (Coccinellidae) er í raun sérstök ætt bjalla og innan ættarinnar eru um 4.500 tegundir sem finnast um allt þurrlendi jarðar. Þær eru kúlulaga og eru skjaldvængirnir í ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru til fordómar gegn öldruðum?

Það var bandaríski geðlæknirinn og öldrunarfræðingurinn Robert Butler sem árið 1967 kynnti hugtakið “ageism” eða aldursfordóma. Þetta hugtak vísar til staðlaðrar ímyndar og fordóma gegn fólki á tilteknum aldri, til að mynda gamals fólks, alveg eins og kynþáttafordómar og kynjamisrétti verða vegna húðlitar eða kynf...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað merkir menningararfleifð?

Spyrjandi bætir við: Hvað þarf að líða langur tími áður en eitthvað fyrirbrigði verður menningararfleifð? Menning á sér tvenna merkingu: Annars vegar er orðið notað á gildishlaðinn hátt um það besta sem hugsað og sagt hefur verið, og hins vegar nær það yfir það sem tiltekinn hópur fólks gerir. Í fyrri merkingunn...

category-iconFöstudagssvar

Hvar á ég heima?

Þú átt heima heima hjá þér! Fyrir því eru staðfestar heimiildir. Þú getur tekið upp símtólið, hringt í Þjóðskrá í síma 5692900 og gefið upp nafn eða kennitölu og fengið staðfestingu á því að þú hafir lögheimili heima hjá þér og fengið að vita hvar það er. Því miður eru ekki allar þjóðir jafnheppnar og við Íslendin...

category-iconHugvísindi

Hverjir stóðu raunverulega að Tyrkjaráninu?

Ránsmenn árið 1627 voru kallaðir Tyrkir en það heiti á lítið sameiginlegt með Tyrkjum nútímans sem takmarkast við það Tyrkland sem varð til í byrjun 20. aldar og nær lítið út fyrir Litlu-Asíu (Anatólíu). Í margar aldir var orðið Tyrki notað sem heiti yfir alla múslima (múhameðstrúarmenn) sem bjuggu í grennd við Mi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er hægt að blóta á íslensku án þess að sækja blótsyrðin í kristindóminn?

Ef litið er í Íslenska orðabók (2002:142) og flett upp orðinu blót stendur sem fjórða merking ‘bölv, ragn’. Fyrsta merking er ‘guðsdýrkun (annarra guða en kristinna manna)’. Sögnin að blóta merkir annars vegar ‘dýrka (heiðin goð)’ en hins vegar ‘bölva, ragna’. Síðari tíma merkingarnar ‘bölv, ragn; bölva, ragna’ ur...

category-iconÞjóðfræði

Voru jólasveinarnir einhvern tímann 9 talsins?

Nýjustu kannanir leiða í ljós að hér áður fyrr hafi verið til ýmsir hópar af jólasveinum hér og þar um landið og að fjöldi þeirra hafi verið mismunandi. Enginn þessara hópa náði hins vegar yfir allt landið. Alls hafa fundist yfir 80 jólasveinanöfn og fáeinar jólameyjar. Í fyrstu skipulegu þjóðfræðasöfnun hér á ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju heita Rauðahaf og Svartahaf þessum nöfnum?

Það er nú einu sinni svo að fyrirbæri fá oft nöfn sem lýsa útliti þeirra eða eiginleikum. Stundum er auðvelt að átta sig á hver vísunin en í öðrum tilfellum liggur málið ekki eins ljóst fyrir. Rauðahafið er dæmi um það, þar sem það er vanalega blágrænt á lit en ekki rautt. Nokkrar kenningar eru til um uppruna naf...

category-iconBókmenntir og listir

Er einhver ástæða fyrir því að glæpamenn klæðast oft leðurflíkum í kvikmyndum?

Spyrjandi vill fá að vita hvað það tákni að glæpamenn í kvikmyndum klæðast oft leðurflíkum. Fyrsta svarið við þeirri spurningu er afar stutt og líklega verður spyrjandi fyrir vonbrigðum með það: Það er ómögulegt að svara því hvað leðurklæðnaður glæpamanna í bíómyndum táknar - nema þá að hann tákni á einhvern há...

Fleiri niðurstöður